Vigdís Hauksdóttir: Agenda RÚV og „góða fólksins“ að knésetja íslenskan landbúnað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. nóvember 2016 11:32 Mótmælendur á Austurvelli köstuðu eggjum á Alþingishúsið eftir birtingu Panamaskjalanna í apríl. Vísir/Vilhelm Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknar og formaður fjárlaganefndar, segir ljóst að dagar Brúneggja séu taldir eftir umfjöllun Kastljóss í gærkvöldi um starfsemi Brúneggja. Hún gagnrýnir harðlega eftirlitsstofnanir landsins. „Enda leikurinn til þess gerður að knésetja íslenskan landbúnað - það er agenda RÚV og „góða fólksins,“ segir Vigdís í Facebook-færslu í gærkvöldi. Færslan hefur vakið mikla athygli en þar vísar Vigdís, fyrrverandi formaður fjárlaganefndar, í fjárlögin fyrir árið 2016 þar sem Matvælastofnun eru eyrnamerktir 1,6 milljarður króna. „Væri nú ekki gott ef við neytendur gætum treyst eftirlitsaðilum fyrir 1600 milljónir á ári. Hvert fer peningurinn eiginlega?“ spyr Vigdís og skýtur föstum skotum á Matvælastofnun. Það hafa fleiri gert og sérstaklega gagnrýnt að neytendur hafi ekki verið upplýstir um að eggjaframleiðandi seldi „vistvæn“ egg í lengri tíma án þess að uppfylla nokkur skilyrði þess efnis. Hvar eru karlarnir? Vigdís notar tækifærið og bendir á þær 450 milljónir milljóna króna sem Samkeppniseftirlitið fær á fjárlögum en nýlega var sekt eftirlitsins á MS lækkuð um 440 milljónir króna, í 40 milljónir króna. Vigdís segir sektina einkennilega og telur að hún verði að lokum felld niður hjá dómstólum. Simon Mar Sturluson, hjá Íslenskri bláskel í Stykkishólmi, blandar sér í umræðuna og tjáir Vigdísi að framleiðendur greiði Matvælastofnun 22.500 krónur á tímann fyrir úttekt sérfræðinga. „Hvaða rugl er þetta,“ svarar Vigdís að bragði og er greinilega ósátt við eftirlitsstofnanir landsins. Þingmaðurinn fyrrverandi rifjar upp heimsókn sína á Jafnréttisstofu þar sem þeirri spurningu var varpað fram: „Hvar er karlarnir?“ Þá hafi verið fátt um svör en þau hafi að lokum verið á þá leið að það væru ekki nógu hæfir karlar sem sæktu um. „Þá svaraði ég - já karlarnir í bönkunum segja þetta um konurnar sem sækja um.“ Að neðan má sjá færslu Vigdísar en töluverð umræða hefur orðið í þræðinum sem henni fylgir. Brúneggjamálið Ríkisútvarpið Alþingi Landbúnaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknar og formaður fjárlaganefndar, segir ljóst að dagar Brúneggja séu taldir eftir umfjöllun Kastljóss í gærkvöldi um starfsemi Brúneggja. Hún gagnrýnir harðlega eftirlitsstofnanir landsins. „Enda leikurinn til þess gerður að knésetja íslenskan landbúnað - það er agenda RÚV og „góða fólksins,“ segir Vigdís í Facebook-færslu í gærkvöldi. Færslan hefur vakið mikla athygli en þar vísar Vigdís, fyrrverandi formaður fjárlaganefndar, í fjárlögin fyrir árið 2016 þar sem Matvælastofnun eru eyrnamerktir 1,6 milljarður króna. „Væri nú ekki gott ef við neytendur gætum treyst eftirlitsaðilum fyrir 1600 milljónir á ári. Hvert fer peningurinn eiginlega?“ spyr Vigdís og skýtur föstum skotum á Matvælastofnun. Það hafa fleiri gert og sérstaklega gagnrýnt að neytendur hafi ekki verið upplýstir um að eggjaframleiðandi seldi „vistvæn“ egg í lengri tíma án þess að uppfylla nokkur skilyrði þess efnis. Hvar eru karlarnir? Vigdís notar tækifærið og bendir á þær 450 milljónir milljóna króna sem Samkeppniseftirlitið fær á fjárlögum en nýlega var sekt eftirlitsins á MS lækkuð um 440 milljónir króna, í 40 milljónir króna. Vigdís segir sektina einkennilega og telur að hún verði að lokum felld niður hjá dómstólum. Simon Mar Sturluson, hjá Íslenskri bláskel í Stykkishólmi, blandar sér í umræðuna og tjáir Vigdísi að framleiðendur greiði Matvælastofnun 22.500 krónur á tímann fyrir úttekt sérfræðinga. „Hvaða rugl er þetta,“ svarar Vigdís að bragði og er greinilega ósátt við eftirlitsstofnanir landsins. Þingmaðurinn fyrrverandi rifjar upp heimsókn sína á Jafnréttisstofu þar sem þeirri spurningu var varpað fram: „Hvar er karlarnir?“ Þá hafi verið fátt um svör en þau hafi að lokum verið á þá leið að það væru ekki nógu hæfir karlar sem sæktu um. „Þá svaraði ég - já karlarnir í bönkunum segja þetta um konurnar sem sækja um.“ Að neðan má sjá færslu Vigdísar en töluverð umræða hefur orðið í þræðinum sem henni fylgir.
Brúneggjamálið Ríkisútvarpið Alþingi Landbúnaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira