Leikstjóri Justice League deilir nýjum myndum af tökustað á Íslandi Birgir Olgeirsson skrifar 23. nóvember 2016 23:15 Jason Momoa á Ströndum og bryggjuhúsið í Gjögri. Zack Snyder Leikstjórinn Zack Snyder hefur birt myndir af tökustað stórmyndarinnar Justice League á Íslandi á Vero-aðgangi sínum. Tökur á myndinni fóru fram á Ströndum í október síðastliðnum þar sem tökuliðið hafðist við Í Djúpavík og í Gjögri. Í Justice League munu Batman, Superman, Wonder Woman, The Flash, Aquaman og Cyborg taka höndum saman til að verja mannkynið gegn illmennum. Á myndunum sem Snyder deilir má sjá leikarann Jason Momoa klæddan sem Arthur Curry, sem gengur einnig undir nafninu Aquaman, á Ströndum.Þá má einnig sjá bryggjuna á Gjögri en bryggjuhúsið hefur verið merkt með skiltinu: Newfoundlands finest seafood, eða fínasta sjávarfang Nýfundnalands.Má því leiða líkur að því að tökurnar sem voru á Ströndum eigi að gerast á Nýfundnalandi. Í stiklu úr myndinni sem frumsýnd var á Comic Con í San Diego í júlí síðastliðnum mátti sjá Ben Affleck, í hlutverki Bruce Wayne, tala við gesti á ónefndu öldurhúsi þar sem hann segist vera að leita að manni sem kemur með háflóði og færir íbúum þorpsins fisk þegar hvað harðast er í ári. Tökulið myndarinnar breytti meðal annars gömlu verksmiðjunni í Djúpavík í einskonar öldurhús. Sjá nánar hér. Í þessu atriði mátti sjá nokkra íslenska leikara, þar á meðal Ingvar E. Sigurðsson, Ágústu Evu Erlendsdóttur, Kristbjörgu Kjeld og Salóme Gunnarsdóttur. Var sú sena tekin upp í Lundúnum síðastliðið vor en kvikmyndaverið Warner Bros. sendi flugvél eftir íslensku leikurunum til að flytja þá þangað frá Íslandi. Er Ingvar E. sagður hafa fengið nokkrar línur á móti Ben Affleck við tökur á atriðinu, en óvíst er hvort það muni rata í lokaútgáfu myndarinnar. Stórar stjörnur voru staddar hér á landi í október við tökur á myndinni, þar á meðal fyrrnefndur Jason Momoa, Ben Affleck, Willem Dafoe og leikkonan Amber Heard. Willem Dafoe leikur Nuidis Vulko sem er einn nánasti samstarfsmaður Arthur Curry/Aquaman en þeir eru báðir hluti af Atlantis-fólkinu sem lifir neðansjávar. Warner Bros birti einnig mynd af Amber Heard í fullum skrúða í fjörunni í Gjögri á Ströndum en leikur Meru í Justice League en í DC-myndasagnaheiminum er hún eiginkona Arthur Curry.BREAKING: Here is our first look of #AmberHeard as Mera in #JusticeLeague pic.twitter.com/AzkeaHSaLw— Justice League (@JL_Movie) October 12, 2016 Tökurnar í Djúpavík gætu því mögulega tengst leit Bruce Wayne að Aquaman líkt og kom fram í stiklu myndarinnar og að sú leit hans leiði hann til Nýfundnalands.Hér má svo sjá þriðju mynd Zack Snyder frá Ströndum.Zack Snyder Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Amber Heard í fullum Justice League-skrúða á Ströndum Stórstjörnufans í Djúpavík í Reykjafirði. 12. október 2016 19:05 Fjárfesting ríkisins í kvikmyndageiranum skilar sér tvöfalt til baka Á undanförnum sex árum hafa að meðaltali verið gerðar níu kvikmyndir á Íslandi á ári. Heildarveltan í geiranum jókst um rúm 37 prósent frá 2009 til 2014 og nam 34,5 milljörðum króna árið 2014. 1. nóvember 2016 07:00 Kristbjörg Kjeld, Ágústa Eva og Salóme einnig í Justice League Ingvar E. Sigurðsson einnig með hlutverk en leikurunum var flogið r til Lundúna fyrir rúmum mánuði til að taka upp atriðið. 25. júlí 2016 10:54 Jón fær varla frið eftir samstuðið við Batman Jón Halldórsson landpóstur segir fréttir af samskiptum hans við kvikmyndagerðarfólk í Djúpuvík komnar út um allan heim. Jón var gagnrýndur fyrir að virða ekki myndabann á tökustað en segir þá gagnrýni vera storm í vatnsglasi. 22. október 2016 07:00 Hollywood-ljóminn farinn af Djúpavík: Stjörnurnar farnar eftir að hafa sungið og trallað á milli langra vinnudaga á Ströndum Einkaþoturnar farnar og starfsfólki fækkað úr um það bil 300 niður í rúmlega 20. 17. október 2016 11:51 Þrjár þyrlur og fimm einkaþotur á Ströndum vegna Justice League Stjörnufans í Djúpavík þar sem hótelstýran var með 200 manns í mat í dag. 10. október 2016 21:30 Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Fleiri fréttir Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Leikstjórinn Zack Snyder hefur birt myndir af tökustað stórmyndarinnar Justice League á Íslandi á Vero-aðgangi sínum. Tökur á myndinni fóru fram á Ströndum í október síðastliðnum þar sem tökuliðið hafðist við Í Djúpavík og í Gjögri. Í Justice League munu Batman, Superman, Wonder Woman, The Flash, Aquaman og Cyborg taka höndum saman til að verja mannkynið gegn illmennum. Á myndunum sem Snyder deilir má sjá leikarann Jason Momoa klæddan sem Arthur Curry, sem gengur einnig undir nafninu Aquaman, á Ströndum.Þá má einnig sjá bryggjuna á Gjögri en bryggjuhúsið hefur verið merkt með skiltinu: Newfoundlands finest seafood, eða fínasta sjávarfang Nýfundnalands.Má því leiða líkur að því að tökurnar sem voru á Ströndum eigi að gerast á Nýfundnalandi. Í stiklu úr myndinni sem frumsýnd var á Comic Con í San Diego í júlí síðastliðnum mátti sjá Ben Affleck, í hlutverki Bruce Wayne, tala við gesti á ónefndu öldurhúsi þar sem hann segist vera að leita að manni sem kemur með háflóði og færir íbúum þorpsins fisk þegar hvað harðast er í ári. Tökulið myndarinnar breytti meðal annars gömlu verksmiðjunni í Djúpavík í einskonar öldurhús. Sjá nánar hér. Í þessu atriði mátti sjá nokkra íslenska leikara, þar á meðal Ingvar E. Sigurðsson, Ágústu Evu Erlendsdóttur, Kristbjörgu Kjeld og Salóme Gunnarsdóttur. Var sú sena tekin upp í Lundúnum síðastliðið vor en kvikmyndaverið Warner Bros. sendi flugvél eftir íslensku leikurunum til að flytja þá þangað frá Íslandi. Er Ingvar E. sagður hafa fengið nokkrar línur á móti Ben Affleck við tökur á atriðinu, en óvíst er hvort það muni rata í lokaútgáfu myndarinnar. Stórar stjörnur voru staddar hér á landi í október við tökur á myndinni, þar á meðal fyrrnefndur Jason Momoa, Ben Affleck, Willem Dafoe og leikkonan Amber Heard. Willem Dafoe leikur Nuidis Vulko sem er einn nánasti samstarfsmaður Arthur Curry/Aquaman en þeir eru báðir hluti af Atlantis-fólkinu sem lifir neðansjávar. Warner Bros birti einnig mynd af Amber Heard í fullum skrúða í fjörunni í Gjögri á Ströndum en leikur Meru í Justice League en í DC-myndasagnaheiminum er hún eiginkona Arthur Curry.BREAKING: Here is our first look of #AmberHeard as Mera in #JusticeLeague pic.twitter.com/AzkeaHSaLw— Justice League (@JL_Movie) October 12, 2016 Tökurnar í Djúpavík gætu því mögulega tengst leit Bruce Wayne að Aquaman líkt og kom fram í stiklu myndarinnar og að sú leit hans leiði hann til Nýfundnalands.Hér má svo sjá þriðju mynd Zack Snyder frá Ströndum.Zack Snyder
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Amber Heard í fullum Justice League-skrúða á Ströndum Stórstjörnufans í Djúpavík í Reykjafirði. 12. október 2016 19:05 Fjárfesting ríkisins í kvikmyndageiranum skilar sér tvöfalt til baka Á undanförnum sex árum hafa að meðaltali verið gerðar níu kvikmyndir á Íslandi á ári. Heildarveltan í geiranum jókst um rúm 37 prósent frá 2009 til 2014 og nam 34,5 milljörðum króna árið 2014. 1. nóvember 2016 07:00 Kristbjörg Kjeld, Ágústa Eva og Salóme einnig í Justice League Ingvar E. Sigurðsson einnig með hlutverk en leikurunum var flogið r til Lundúna fyrir rúmum mánuði til að taka upp atriðið. 25. júlí 2016 10:54 Jón fær varla frið eftir samstuðið við Batman Jón Halldórsson landpóstur segir fréttir af samskiptum hans við kvikmyndagerðarfólk í Djúpuvík komnar út um allan heim. Jón var gagnrýndur fyrir að virða ekki myndabann á tökustað en segir þá gagnrýni vera storm í vatnsglasi. 22. október 2016 07:00 Hollywood-ljóminn farinn af Djúpavík: Stjörnurnar farnar eftir að hafa sungið og trallað á milli langra vinnudaga á Ströndum Einkaþoturnar farnar og starfsfólki fækkað úr um það bil 300 niður í rúmlega 20. 17. október 2016 11:51 Þrjár þyrlur og fimm einkaþotur á Ströndum vegna Justice League Stjörnufans í Djúpavík þar sem hótelstýran var með 200 manns í mat í dag. 10. október 2016 21:30 Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Fleiri fréttir Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Amber Heard í fullum Justice League-skrúða á Ströndum Stórstjörnufans í Djúpavík í Reykjafirði. 12. október 2016 19:05
Fjárfesting ríkisins í kvikmyndageiranum skilar sér tvöfalt til baka Á undanförnum sex árum hafa að meðaltali verið gerðar níu kvikmyndir á Íslandi á ári. Heildarveltan í geiranum jókst um rúm 37 prósent frá 2009 til 2014 og nam 34,5 milljörðum króna árið 2014. 1. nóvember 2016 07:00
Kristbjörg Kjeld, Ágústa Eva og Salóme einnig í Justice League Ingvar E. Sigurðsson einnig með hlutverk en leikurunum var flogið r til Lundúna fyrir rúmum mánuði til að taka upp atriðið. 25. júlí 2016 10:54
Jón fær varla frið eftir samstuðið við Batman Jón Halldórsson landpóstur segir fréttir af samskiptum hans við kvikmyndagerðarfólk í Djúpuvík komnar út um allan heim. Jón var gagnrýndur fyrir að virða ekki myndabann á tökustað en segir þá gagnrýni vera storm í vatnsglasi. 22. október 2016 07:00
Hollywood-ljóminn farinn af Djúpavík: Stjörnurnar farnar eftir að hafa sungið og trallað á milli langra vinnudaga á Ströndum Einkaþoturnar farnar og starfsfólki fækkað úr um það bil 300 niður í rúmlega 20. 17. október 2016 11:51
Þrjár þyrlur og fimm einkaþotur á Ströndum vegna Justice League Stjörnufans í Djúpavík þar sem hótelstýran var með 200 manns í mat í dag. 10. október 2016 21:30