Met KR-inga var í hættu í Meistaradeildinni í gærkvöldi en lifði af Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2016 11:00 Þýska liðið Borussia Dortmund og pólska liðið Legia Varsjá settu nýtt met í Meistaradeildinni í gærkvöldi þegar tólf mörk voru skoruð í leik liðanna á Westfalenstadion. Borussia Dortmund vann leikinn 8-4 en aldrei áður hafa verið skoruð tólf mörk í einum Meistaradeildarleik. Leikmenn liðanna tókst þó ekki að bæta metið yfir flest mörk í einum leik í Evrópukeppni meistaraliða. Það eiga KR-ingar enn með hollenska liðinu Feyenoord. Feyenoord vann 12-2 sigur á KR í leik liðanna á Feijenoord Stadion í Rotterdam 17. september 1969. Feyenoord var 7-0 yfir í hálfleik og komst í 10-0 áður en KR-ingar náðu að komast á blað. Baldvin Baldvinsson minnkaði muninn í 10-1 á 75. mínútu og Baldvin var síðan aftur á ferðinni þegar hann minnkaði muninn í 10-2 á 83. mínútu. Ruud Geels skoraði fernu fyrir Feyenoord-liðið í leiknum og Svíinn Ove Kindvall var með þrennu. KR-ingar skoruðu bara fjórtán prósent markanna en eiga samt óumdeilanlega þátt í þessu markameti. Leikurinn var fyrri leikur liðanna í 32 liða úrslitum Evrópukeppni meistaraliða. Báðir leikirnir fóru fram út í Hollandi en Feyenoord vann seinni leikinn 4-0 þrettán dögum síðar og því 16-2 samanlagt. Feyenoord sló AC Milan út í næstu umferð og fór alla leið í úrslitaleikinn þar sem liðið vann 2-1 sigur á Celtic í framlengdum úrslitaleik á San Siro, í Mílanó. Svíinn Ove Kindvall skoraði sigurmarkið. Leikmenn Borussia Dortmund og Legia Varsjá tóku fleiri met í Meistaradeildinni en bara það yfir flest mörk í einum leik. Japaninn Shinji Kagawa skoraði tvö mörk á 77 sekúndum og komu þau bæði eftir stoðsendingar frá Ousmane Dembélé. Dortmund-liðið náði líka að skora þrjú mörk á aðeins 198 sekúndum þegar liðið breytti stöðunni úr 0-1 í 3-1. Liðin náðu einnig að skora saman fimm mörk á aðeins tólf mínútum og sex sekúndum. Áður en mörkin urðu tólf þá höfðu liðin sett met með því að skora sjö mörk á fyrstu 32 mínútunum. Gamla metið var 45 mínútur.Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá öll tólf mörkin úr leik Borussia Dortmund og Legia Varsjá í gærkvöldi.BVB 8-4 LEG (FT) - 12 goles en un partido de UCL por 1ª vez. En la Copa de Europa no se ve algo así desde el 17.09.1969 (Feyenoord 12-2 KR)— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) November 22, 2016 Un partido para la historia de la UEFA Champions League. pic.twitter.com/oMnwP3Aa93— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) November 23, 2016 Fótbolti Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shaktar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Fleiri fréttir Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shaktar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Sjá meira
Þýska liðið Borussia Dortmund og pólska liðið Legia Varsjá settu nýtt met í Meistaradeildinni í gærkvöldi þegar tólf mörk voru skoruð í leik liðanna á Westfalenstadion. Borussia Dortmund vann leikinn 8-4 en aldrei áður hafa verið skoruð tólf mörk í einum Meistaradeildarleik. Leikmenn liðanna tókst þó ekki að bæta metið yfir flest mörk í einum leik í Evrópukeppni meistaraliða. Það eiga KR-ingar enn með hollenska liðinu Feyenoord. Feyenoord vann 12-2 sigur á KR í leik liðanna á Feijenoord Stadion í Rotterdam 17. september 1969. Feyenoord var 7-0 yfir í hálfleik og komst í 10-0 áður en KR-ingar náðu að komast á blað. Baldvin Baldvinsson minnkaði muninn í 10-1 á 75. mínútu og Baldvin var síðan aftur á ferðinni þegar hann minnkaði muninn í 10-2 á 83. mínútu. Ruud Geels skoraði fernu fyrir Feyenoord-liðið í leiknum og Svíinn Ove Kindvall var með þrennu. KR-ingar skoruðu bara fjórtán prósent markanna en eiga samt óumdeilanlega þátt í þessu markameti. Leikurinn var fyrri leikur liðanna í 32 liða úrslitum Evrópukeppni meistaraliða. Báðir leikirnir fóru fram út í Hollandi en Feyenoord vann seinni leikinn 4-0 þrettán dögum síðar og því 16-2 samanlagt. Feyenoord sló AC Milan út í næstu umferð og fór alla leið í úrslitaleikinn þar sem liðið vann 2-1 sigur á Celtic í framlengdum úrslitaleik á San Siro, í Mílanó. Svíinn Ove Kindvall skoraði sigurmarkið. Leikmenn Borussia Dortmund og Legia Varsjá tóku fleiri met í Meistaradeildinni en bara það yfir flest mörk í einum leik. Japaninn Shinji Kagawa skoraði tvö mörk á 77 sekúndum og komu þau bæði eftir stoðsendingar frá Ousmane Dembélé. Dortmund-liðið náði líka að skora þrjú mörk á aðeins 198 sekúndum þegar liðið breytti stöðunni úr 0-1 í 3-1. Liðin náðu einnig að skora saman fimm mörk á aðeins tólf mínútum og sex sekúndum. Áður en mörkin urðu tólf þá höfðu liðin sett met með því að skora sjö mörk á fyrstu 32 mínútunum. Gamla metið var 45 mínútur.Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá öll tólf mörkin úr leik Borussia Dortmund og Legia Varsjá í gærkvöldi.BVB 8-4 LEG (FT) - 12 goles en un partido de UCL por 1ª vez. En la Copa de Europa no se ve algo así desde el 17.09.1969 (Feyenoord 12-2 KR)— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) November 22, 2016 Un partido para la historia de la UEFA Champions League. pic.twitter.com/oMnwP3Aa93— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) November 23, 2016
Fótbolti Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shaktar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Fleiri fréttir Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shaktar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Sjá meira