Ósætti eftir 101-2 sigur í stúlknaflokki: Við spiluðum heiðarlegan körfubolta Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. nóvember 2016 12:45 Úrslit leiksins. Til hægri er Ólöf Helga. Samsett mynd/Facebbok/Vísir Ólöf Helga Pálsdóttir, þjálfari 9. flokks kvenna hjá Grindavík, var gagnrýnd eftir að lið hennar vann mikinn yfirburðasigur á leik á Íslandsmótinu í körfubolta í gær, 101-2. Jóhannes Albert Kristbjörnsson, körfuboltaþjálfari hjá Njarðvík, gerði úrslit leiksins að umfjöllunarefni á Facebook-síðu sinni. Segir hann í pistli sínum, sem má lesa hér fyrir neðan, að lið Grindavíkur hafi keyrt „miskunnarlaust yfir veikburða andstæðing“ og að leikmenn þess hafi verið hvattar áfram af þjálfaranum Ólöfu Helgu Pálsdóttur Woods. Jóhannes Albert sakar Ólöfu einnig um að hafa kvartað undan dómgæslu í leiknum og fagnað eftir leik. Sjálf segir hún það rangt en í svari sínu við færslu Jóhannesar. Enn fremur spyr hún hvað hún hefði annað átt að gera.Hvað á ég að gera sem þjálfari? „Stelpurnar mínar eru mjög góðar og ég veit ekki alveg hvernig ég átti að þjálfa öðruvísi því þær vænta þess að ég hrósi þeim og fagni þeim þegar þeim gengur vel,“ skrifaði hún. „Hvað á ég að gera sem þjálfari? Segja þeim að hætta að skjóta, sleppa því að spila vörn? Hafa 3 leikmenn inn á í einu? Ég viðurkenni að þetta eru ekki fallegar tölur en við spiluðum heiðarlegan körfubolta og þessi status er mjög ósanngjarn og það er sárt að sjá fólk kalla mig [hitt] og þetta [og] öllum illum nöfnum.“ „Ég var með illt í maganum í enda leiksins og leið ekkert vel með það og að ljúga upp á mig að ég hafi fagnað innilega eftir leikinn til að láta mig líta illa út er fyrir neðan allar hellur.“Jóhann Árni Ólafsson.VísirVill enginn niðurlægja andstæðinginn Ekki náðist í Ólöf Helgu Pálsdóttur Woods við vinnslufréttarinnar en Jóhann Árni Ólafsson, yfirþjálfari yngri flokka hjá Grindavík, segir að enginn vilji sjá tölur sem þessar í viðureign yngri flokka á Íslandsmóti. „Það vill enginn niðurlægja andstæðinginn,“ sagði Jóhann Árni við Vísi eftir að hafa rætt við Ólöf Helgu í morgun. „En það skiptir líka máli hvernig svona lagað gerist. Í þessum leik var mikill getumunur á liðunum auk þess sem að allt gekk að óskum hjá Grindavík en allt á afturfótunum hjá hinu liðinu.“ „Þar með er ég ekki að segja að þetta sé eðlilegt. Ólöf Helga er sammála mér í því að þetta hafi verið reynsluleysi af hennar hálfu að stjórna þessu ekki betur og mun hún læra af þessu,“ segir hann og bætir við að til eru ýmsar leiðir sem þjálfarar geti nýtt sér til að koma í veg fyrir úrslit sem þessi. Þær aðferðir muni Ólöf Helga tileinka sér betur framvegis. „Annars finnst mér varhugavert að taka umræðu sem þessa í fjölmiðlum. Þjálfarar eiga að ræða sín á milli í stað þess að gera það á opinberum vettvangi eins og var gert í þessu tilviki. Ekki síst iðkendanna vegna sem eiga í hlut, það er leiðinlegt fyrir þau að sjá svona lagað rata í fjölmiðla.“Dómari dæmdi öðru liðinu meðvitað í hag Guðbrandur Stefánsson, einn dómara leiksins, viðurkennir í ummælum sínum við færsluna að hafa tekið „meðvitaða ákvörðun um að hafa bein áhrif á leik.“. Sagðist Guðbrandur hafa hætt að dæma villur og skref og að hann hafi dæmt andstæðingi Grindavíkur öll vafatriði í hag „og vel það“, auk þess sem hann dæmdi „mjög stíft á Grindavíkurstúlkur“ sem hafi spilað stífa maður á mann vörn og stolið „varlega áætlað, örugglega 50 boltum í leiknum“. Jóhannes Albert hafnar þessum staðhæfingum og fjölmargir aðrir tjá sig um málið - áhrifamenn í körfuboltahreyfingunni, þjálfarar og aðrir. Í þeirra hópi er Páll Valur Björnsson, fyrrverandi þingmaður og faðir Ólafar Helgu, og Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.Facebook-færslu Jóhannesar Alberts má lesa hér. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Sjá meira
Ólöf Helga Pálsdóttir, þjálfari 9. flokks kvenna hjá Grindavík, var gagnrýnd eftir að lið hennar vann mikinn yfirburðasigur á leik á Íslandsmótinu í körfubolta í gær, 101-2. Jóhannes Albert Kristbjörnsson, körfuboltaþjálfari hjá Njarðvík, gerði úrslit leiksins að umfjöllunarefni á Facebook-síðu sinni. Segir hann í pistli sínum, sem má lesa hér fyrir neðan, að lið Grindavíkur hafi keyrt „miskunnarlaust yfir veikburða andstæðing“ og að leikmenn þess hafi verið hvattar áfram af þjálfaranum Ólöfu Helgu Pálsdóttur Woods. Jóhannes Albert sakar Ólöfu einnig um að hafa kvartað undan dómgæslu í leiknum og fagnað eftir leik. Sjálf segir hún það rangt en í svari sínu við færslu Jóhannesar. Enn fremur spyr hún hvað hún hefði annað átt að gera.Hvað á ég að gera sem þjálfari? „Stelpurnar mínar eru mjög góðar og ég veit ekki alveg hvernig ég átti að þjálfa öðruvísi því þær vænta þess að ég hrósi þeim og fagni þeim þegar þeim gengur vel,“ skrifaði hún. „Hvað á ég að gera sem þjálfari? Segja þeim að hætta að skjóta, sleppa því að spila vörn? Hafa 3 leikmenn inn á í einu? Ég viðurkenni að þetta eru ekki fallegar tölur en við spiluðum heiðarlegan körfubolta og þessi status er mjög ósanngjarn og það er sárt að sjá fólk kalla mig [hitt] og þetta [og] öllum illum nöfnum.“ „Ég var með illt í maganum í enda leiksins og leið ekkert vel með það og að ljúga upp á mig að ég hafi fagnað innilega eftir leikinn til að láta mig líta illa út er fyrir neðan allar hellur.“Jóhann Árni Ólafsson.VísirVill enginn niðurlægja andstæðinginn Ekki náðist í Ólöf Helgu Pálsdóttur Woods við vinnslufréttarinnar en Jóhann Árni Ólafsson, yfirþjálfari yngri flokka hjá Grindavík, segir að enginn vilji sjá tölur sem þessar í viðureign yngri flokka á Íslandsmóti. „Það vill enginn niðurlægja andstæðinginn,“ sagði Jóhann Árni við Vísi eftir að hafa rætt við Ólöf Helgu í morgun. „En það skiptir líka máli hvernig svona lagað gerist. Í þessum leik var mikill getumunur á liðunum auk þess sem að allt gekk að óskum hjá Grindavík en allt á afturfótunum hjá hinu liðinu.“ „Þar með er ég ekki að segja að þetta sé eðlilegt. Ólöf Helga er sammála mér í því að þetta hafi verið reynsluleysi af hennar hálfu að stjórna þessu ekki betur og mun hún læra af þessu,“ segir hann og bætir við að til eru ýmsar leiðir sem þjálfarar geti nýtt sér til að koma í veg fyrir úrslit sem þessi. Þær aðferðir muni Ólöf Helga tileinka sér betur framvegis. „Annars finnst mér varhugavert að taka umræðu sem þessa í fjölmiðlum. Þjálfarar eiga að ræða sín á milli í stað þess að gera það á opinberum vettvangi eins og var gert í þessu tilviki. Ekki síst iðkendanna vegna sem eiga í hlut, það er leiðinlegt fyrir þau að sjá svona lagað rata í fjölmiðla.“Dómari dæmdi öðru liðinu meðvitað í hag Guðbrandur Stefánsson, einn dómara leiksins, viðurkennir í ummælum sínum við færsluna að hafa tekið „meðvitaða ákvörðun um að hafa bein áhrif á leik.“. Sagðist Guðbrandur hafa hætt að dæma villur og skref og að hann hafi dæmt andstæðingi Grindavíkur öll vafatriði í hag „og vel það“, auk þess sem hann dæmdi „mjög stíft á Grindavíkurstúlkur“ sem hafi spilað stífa maður á mann vörn og stolið „varlega áætlað, örugglega 50 boltum í leiknum“. Jóhannes Albert hafnar þessum staðhæfingum og fjölmargir aðrir tjá sig um málið - áhrifamenn í körfuboltahreyfingunni, þjálfarar og aðrir. Í þeirra hópi er Páll Valur Björnsson, fyrrverandi þingmaður og faðir Ólafar Helgu, og Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.Facebook-færslu Jóhannesar Alberts má lesa hér.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn