Slaka á kröfunni um utanþingsráðherra Sveinn Arnarsson skrifar 21. nóvember 2016 07:00 Katrín Jakobsdóttir er vongóð um að hægt verði að vinna hratt næstu daga. vísir/eyþór Þingflokkur Pírata mun setja fram tillögu í grasrót flokksins í lok vikunnar um að slaka á kröfum um að ráðherrar sitji ekki sem þingmenn á sama tíma. Þingflokkurinn stendur allur á bak við þá tillögu. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, segir flokka ekki geta sagt öðrum flokkum hvernig þeir skipa ráðherra í ríkisstjórn. Píratar, Samfylking, Björt framtíð, Viðreisn og VG hafa skipað fulltrúa sína í hópa sem skipta með sér verkum í vikunni. Segja má að með því séu stjórnarmyndunarviðræðurnar orðnar formlegar. „Hóparnir munu vinna næstu daga og í þeirri vinnu mun koma í ljós hvort af þessu samstarfi geti orðið,“ segir Katrín Jakobsdóttir. „Auðvitað er það þannig að aðstæður í pólitíkinni eru þannig að nokkur óvissa ríkir og því þurfum við að halda vel á spöðunum framundan. Þetta er ekki eins og þegar tveir flokkar settust niður eftir kosningar og mynduðu ríkisstjórn.“ Formenn allra flokkanna fimm eru sammála um að gott andrúmsloft hafi verið á fundum helgarinnar þar sem menn hafi almennt verið lausnamiðaðir og vel hafi gengið að ræða hin ýmsu mál. Þó sé það enn í stefnu Pírata að flokkurinn setjist ekki í ríkisstjórn þar sem ráðherrar séu einnig þingmenn. Þessi stefna þeirra kann að breytast á næstu dögum sem fyrr segir. „Það er mín skoðun að flokkar geti ekki sett hverjir öðrum svona skilyrði, það er bara þannig,“ segir Katrín.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Píratar og Viðreisn lýsa yfir samstarfsvilja Formenn Pírata og Viðreisnar blása á sögusagnir um lítinn samstarfsvilja sín í milli. Flokkarnir hafa þótt líklegastir til að vera ljón í vegi við myndun fimm flokka ríkisstjórnar undir stjórn Vinstri grænna. Mál skýrast betur um helg 19. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Þingflokkur Pírata mun setja fram tillögu í grasrót flokksins í lok vikunnar um að slaka á kröfum um að ráðherrar sitji ekki sem þingmenn á sama tíma. Þingflokkurinn stendur allur á bak við þá tillögu. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, segir flokka ekki geta sagt öðrum flokkum hvernig þeir skipa ráðherra í ríkisstjórn. Píratar, Samfylking, Björt framtíð, Viðreisn og VG hafa skipað fulltrúa sína í hópa sem skipta með sér verkum í vikunni. Segja má að með því séu stjórnarmyndunarviðræðurnar orðnar formlegar. „Hóparnir munu vinna næstu daga og í þeirri vinnu mun koma í ljós hvort af þessu samstarfi geti orðið,“ segir Katrín Jakobsdóttir. „Auðvitað er það þannig að aðstæður í pólitíkinni eru þannig að nokkur óvissa ríkir og því þurfum við að halda vel á spöðunum framundan. Þetta er ekki eins og þegar tveir flokkar settust niður eftir kosningar og mynduðu ríkisstjórn.“ Formenn allra flokkanna fimm eru sammála um að gott andrúmsloft hafi verið á fundum helgarinnar þar sem menn hafi almennt verið lausnamiðaðir og vel hafi gengið að ræða hin ýmsu mál. Þó sé það enn í stefnu Pírata að flokkurinn setjist ekki í ríkisstjórn þar sem ráðherrar séu einnig þingmenn. Þessi stefna þeirra kann að breytast á næstu dögum sem fyrr segir. „Það er mín skoðun að flokkar geti ekki sett hverjir öðrum svona skilyrði, það er bara þannig,“ segir Katrín.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Píratar og Viðreisn lýsa yfir samstarfsvilja Formenn Pírata og Viðreisnar blása á sögusagnir um lítinn samstarfsvilja sín í milli. Flokkarnir hafa þótt líklegastir til að vera ljón í vegi við myndun fimm flokka ríkisstjórnar undir stjórn Vinstri grænna. Mál skýrast betur um helg 19. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Píratar og Viðreisn lýsa yfir samstarfsvilja Formenn Pírata og Viðreisnar blása á sögusagnir um lítinn samstarfsvilja sín í milli. Flokkarnir hafa þótt líklegastir til að vera ljón í vegi við myndun fimm flokka ríkisstjórnar undir stjórn Vinstri grænna. Mál skýrast betur um helg 19. nóvember 2016 07:00