Gunnar Bragi ósammála Vigdísi: „Fjölmiðlar staðið sig býsna vel“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. nóvember 2016 10:32 Landbúnaðarráðherra er ekki sammála ummælum Vigdísar Hauksdóttur að umfjöllun Kastljóss sé aðför að íslenskum landbúnaði. Vísir Gunnar Bragi Sveinsson landbúnaðarráðherra segist ekki sammála Vigdísi Hauksdóttur að umfjöllun Kastljóss hafi verið aðför að íslenskum landbúnaði. Hann segir að mál Brúneggja geti skaðað landbúnaðinn og að ill meðferð dýra á eggjabúi Brúneggja hafi aldrei komið á borð ráðuneytisins. Gunnar Bragi var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Gunnar Bragi var meðal annars spurður út í ummæli Vigdísar Hauksdóttur, fyrrum þingmanns Framsóknarflokksins, að það væri ætlunarverk RÚV og „góða fólksins“ að knésetja íslenskan landbúnað. Hann sagðist ekki geta tekið undir þau orð flokkssystur sinnar. Sjá einnig: Vigdís Hauksdóttir: Agenda RÚV og „góða fólksins“ að knésetja íslenskan landbúnað „Ég get nú ekki verið sammála því að það sé verið að ráðast á landbúnaðinn sem slíkann. Ég held að þarna hafi fjölmiðlar staðið sig býsna vel í að upplýsa um þetta. Það er alveg óvíst hvenær þetta mál hefði komið upp. Auðvitað hefði þetta komið upp á endanum en það er alveg óvíst hvenær. Matvælastofnun var þarna í miklu ferli við að upplýsa um þetta í rauninni. Það var komin vitneskja um þessa vörumerkjanotkun eins og kom fram. Þannig að ég held að þetta hafi bara verið vel gert,“ sagði Gunnar Bragi. Hann sagði jafnframt að ill meðferð dýra á eggjabúi Brúneggja hafi aldrei komið á borð ráðuneytisins. Málið hafi fyrst komið upp í ráðuneytinu vegna villandi merkingar að um vistvæna landbúnaðarafurð hafi verið að ræða. „Þetta er náttúrulega þannig að Matvælastofnun er með eftirlitið og klárar þessi mál, setur á dagsektir eins og var gert þarna eða fer í vörslusviptingu. Þetta mál hefur aldrei komið á borð ráðuneytisins út af þessu. En útaf merkinu kemur þetta inn á borð,“ sagði Gunnar Bragi. Hann segir jafnframt ekki viðeigandi að ráðuneytið skipti sér af vinnu Matvælastofnunar þegar mál eru í ferli. „Lögin eru þannig að Matvælastofnun er sá aðili sem klárar málið alla leið í rauninni. Síðan getur viðkomandi rekstraraðili kært matvælastofnun til okkar. Við sem stjórnvald getum ekki verið ofan í rannsóknaraðilunum lika þegar er verið að athuga þetta.“ Gunnar Bragi segir jafnframt slæmt að svartir sauðir geti komið óorði á heila atvinnugrein og að langflestir í landbúnaði séu með sín mál á hreinu. „Allt svona skaðar atvinnugreinar, sem er fáránlegt í rauninni og alveg skelfilegt. Að einn aðili geti komið svona óorði á heila atvinnugrein. Langflestir í landbúnaði, hvort sem það er í sauðfé, mjólkinni eða eggjum, eru með allt sitt á hreinu.“ Brúneggjamálið Fjölmiðlar Neytendur Landbúnaður Tengdar fréttir Spældir enda búnir að missa alla kúnna Kristinn Gylfi Jónsson, einn af eigendum Brúneggja, segir afar erfitt að takast á við þær aðstæður sem sköpuðust eftir að Kastljós fjallaði um málefni fyrirtækisins á mánudagskvöld. 30. nóvember 2016 07:00 Vigdís Hauksdóttir: Agenda RÚV og „góða fólksins“ að knésetja íslenskan landbúnað „Væri nú ekki gott ef við neytendur gætum treyst eftirlitsaðilum fyrir 1600 milljónir á ári. Hvert fer peningurinn eiginlega?“ 29. nóvember 2016 11:32 Krefjast þess að Vigdís dragi órökstuddar og ósannar ásakanir til baka "Það er óviðunandi að hafður sé uppi slíkur atvinnurógur í garð fréttamanna sem sinna sínum störfum af heilindum og fagmennsku.“ 29. nóvember 2016 15:19 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson landbúnaðarráðherra segist ekki sammála Vigdísi Hauksdóttur að umfjöllun Kastljóss hafi verið aðför að íslenskum landbúnaði. Hann segir að mál Brúneggja geti skaðað landbúnaðinn og að ill meðferð dýra á eggjabúi Brúneggja hafi aldrei komið á borð ráðuneytisins. Gunnar Bragi var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Gunnar Bragi var meðal annars spurður út í ummæli Vigdísar Hauksdóttur, fyrrum þingmanns Framsóknarflokksins, að það væri ætlunarverk RÚV og „góða fólksins“ að knésetja íslenskan landbúnað. Hann sagðist ekki geta tekið undir þau orð flokkssystur sinnar. Sjá einnig: Vigdís Hauksdóttir: Agenda RÚV og „góða fólksins“ að knésetja íslenskan landbúnað „Ég get nú ekki verið sammála því að það sé verið að ráðast á landbúnaðinn sem slíkann. Ég held að þarna hafi fjölmiðlar staðið sig býsna vel í að upplýsa um þetta. Það er alveg óvíst hvenær þetta mál hefði komið upp. Auðvitað hefði þetta komið upp á endanum en það er alveg óvíst hvenær. Matvælastofnun var þarna í miklu ferli við að upplýsa um þetta í rauninni. Það var komin vitneskja um þessa vörumerkjanotkun eins og kom fram. Þannig að ég held að þetta hafi bara verið vel gert,“ sagði Gunnar Bragi. Hann sagði jafnframt að ill meðferð dýra á eggjabúi Brúneggja hafi aldrei komið á borð ráðuneytisins. Málið hafi fyrst komið upp í ráðuneytinu vegna villandi merkingar að um vistvæna landbúnaðarafurð hafi verið að ræða. „Þetta er náttúrulega þannig að Matvælastofnun er með eftirlitið og klárar þessi mál, setur á dagsektir eins og var gert þarna eða fer í vörslusviptingu. Þetta mál hefur aldrei komið á borð ráðuneytisins út af þessu. En útaf merkinu kemur þetta inn á borð,“ sagði Gunnar Bragi. Hann segir jafnframt ekki viðeigandi að ráðuneytið skipti sér af vinnu Matvælastofnunar þegar mál eru í ferli. „Lögin eru þannig að Matvælastofnun er sá aðili sem klárar málið alla leið í rauninni. Síðan getur viðkomandi rekstraraðili kært matvælastofnun til okkar. Við sem stjórnvald getum ekki verið ofan í rannsóknaraðilunum lika þegar er verið að athuga þetta.“ Gunnar Bragi segir jafnframt slæmt að svartir sauðir geti komið óorði á heila atvinnugrein og að langflestir í landbúnaði séu með sín mál á hreinu. „Allt svona skaðar atvinnugreinar, sem er fáránlegt í rauninni og alveg skelfilegt. Að einn aðili geti komið svona óorði á heila atvinnugrein. Langflestir í landbúnaði, hvort sem það er í sauðfé, mjólkinni eða eggjum, eru með allt sitt á hreinu.“
Brúneggjamálið Fjölmiðlar Neytendur Landbúnaður Tengdar fréttir Spældir enda búnir að missa alla kúnna Kristinn Gylfi Jónsson, einn af eigendum Brúneggja, segir afar erfitt að takast á við þær aðstæður sem sköpuðust eftir að Kastljós fjallaði um málefni fyrirtækisins á mánudagskvöld. 30. nóvember 2016 07:00 Vigdís Hauksdóttir: Agenda RÚV og „góða fólksins“ að knésetja íslenskan landbúnað „Væri nú ekki gott ef við neytendur gætum treyst eftirlitsaðilum fyrir 1600 milljónir á ári. Hvert fer peningurinn eiginlega?“ 29. nóvember 2016 11:32 Krefjast þess að Vigdís dragi órökstuddar og ósannar ásakanir til baka "Það er óviðunandi að hafður sé uppi slíkur atvinnurógur í garð fréttamanna sem sinna sínum störfum af heilindum og fagmennsku.“ 29. nóvember 2016 15:19 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Spældir enda búnir að missa alla kúnna Kristinn Gylfi Jónsson, einn af eigendum Brúneggja, segir afar erfitt að takast á við þær aðstæður sem sköpuðust eftir að Kastljós fjallaði um málefni fyrirtækisins á mánudagskvöld. 30. nóvember 2016 07:00
Vigdís Hauksdóttir: Agenda RÚV og „góða fólksins“ að knésetja íslenskan landbúnað „Væri nú ekki gott ef við neytendur gætum treyst eftirlitsaðilum fyrir 1600 milljónir á ári. Hvert fer peningurinn eiginlega?“ 29. nóvember 2016 11:32
Krefjast þess að Vigdís dragi órökstuddar og ósannar ásakanir til baka "Það er óviðunandi að hafður sé uppi slíkur atvinnurógur í garð fréttamanna sem sinna sínum störfum af heilindum og fagmennsku.“ 29. nóvember 2016 15:19