Ef það virkar fyrir fisk virkar það fyrir ferðamenn Lars Christensen skrifar 30. nóvember 2016 09:00 Stóran hluta efnahagsbatans á Íslandi síðan 2008 má eigna gríðarlegri fjölgun ferðamanna til landsins. Í síðustu viku birti Isavia nýjustu spá sína um fjölda ferðamanna til landsins með flugi árið 2017. Isavia spáir því að hin mikla fjölgun ferðamanna haldi áfram á næsta ári. Undanfarin ár hefur komum ferðamanna til Íslands fjölgað um 30% á ári. Árið 2017 býst Isavia við að 5,7 milljónir ferðamanna komi til Íslands (í gegnum Keflavíkurflugvöll). Velgengni íslensku ferðaþjónustunnar hefur sannarlega verið góð frétt og það er vissulega mjög góð ástæða til að fagna henni. Hins vegar láta æ fleiri Íslendingar í ljós áhyggjur af hugsanlegum neikvæðum umhverfisáhrifum af þessari sprengingu í ferðamennsku. Ég er vissulega enginn sérfræðingur í umhverfismálum og ég hef mjög litla þekkingu á því hver sé umhverfislega sjálfbær fjöldi ferðamanna sem Ísland getur tekið við, en það er ljóst að það eru takmörk. Mörkin fara auðvitað eftir því um hvers konar ferðamennsku er að ræða og almennum innviðum á Íslandi, en það er ekki erfitt að færa rök fyrir því að það gæti haft (of) neikvæð áhrif á umhverfið ef ferðamenn flæða yfir allt Ísland. Þetta er auðvitað það sem hagfræðingar kalla úthrif. Yfirleitt hafa stjórnvöld reynt að fást við úthrif með tilskipunum og stjórnun. En hagfræðingar kjósa fremur að nota hvatningu til að takast á við úthrifavandamál. Einfaldasta leiðin er að skattleggja það sem veldur úthrifunum. Ef við vildum hemja fjölda ferðamanna til Íslands gætum við þannig einfaldlega skattlagt ferðamennsku. Ísland hefur að vissu leyti slíkan skatt nú þegar. Það er gistináttagjaldið. Ég held hins vegar að það sé til betri leið.Framseljanleg flugsætiMín tillaga er að líkja eftir best heppnaða og hagkvæmasta umhverfisverndarkerfi Íslands – framseljanlega fiskveiðikvótanum. Ég legg til að við tökum upp „framseljanleg flugsæti“, það er að segja að til dæmis einu sinni á ári verði tiltekinn fjöldi leyfa til að koma til Íslands með flugi boðinn upp. Fjöldi leyfa sem seldur er skal ákveðinn af sjálfstæðum hópi sérfræðinga á grunni mismunandi raunhæfra kennistærða eins og ástands innviða, loftmengunar, átroðnings á helstu ferðamannastöðum o.s.frv. Þetta myndi þýða að flugfélögin myndu bjóða í þann „sætakvóta“ sem þau þyrftu fyrir tiltekið tímabil. Verðið á kvótanum færi eftir framboði og eftirspurn. Þetta hefði ótvíræða kosti umfram „ferðamannaskatt“. Segjum, til dæmis, að hægja myndi á hinu hnattræna hagkerfi og „eftirspurnin“ eftir ferðum til Íslands minnkaði þá myndi verðið á sætakvótanum lækka. Auk þess myndi kvótakerfi tryggja að skilvirkustu flugfélögin og þeir ferðamenn sem hefðu mesta löngun til að koma til Íslands væru þeir sem borguðu. Það væri rökrétt að losa sig við gistináttagjaldið ef slíkt kerfi væri tekið upp. Ég hef áður lagt til að stofnaður yrði náttúruauðlindasjóður á Íslandi. Eðlilegt væri að setja tekjurnar af sölu ferðamannakvóta í þennan sjóð. Hugsanlega væri líka hægt að eyrnamerkja hluta af tekjunum fyrir fjárfestingar í innviðum. Ferðamennskan á Íslandi er gríðarlega mikilvæg fyrir íslenska hagkerfið en henni fylgja nokkur úthrif. Það er mjög mikilvægt að allar tilraunir til að stjórna fjölda ferðamanna séu framkvæmdar þannig að þær skemmi ekki ferðaþjónustuna og verndi um leið umhverfið á Íslandi. Framseljanlegir ferðamannakvótar munu tryggja að þessum viðskiptum sé stjórnað á sem skilvirkastan hátt öllum Íslendingum til hagsbóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Lars Christensen Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Sjá meira
Stóran hluta efnahagsbatans á Íslandi síðan 2008 má eigna gríðarlegri fjölgun ferðamanna til landsins. Í síðustu viku birti Isavia nýjustu spá sína um fjölda ferðamanna til landsins með flugi árið 2017. Isavia spáir því að hin mikla fjölgun ferðamanna haldi áfram á næsta ári. Undanfarin ár hefur komum ferðamanna til Íslands fjölgað um 30% á ári. Árið 2017 býst Isavia við að 5,7 milljónir ferðamanna komi til Íslands (í gegnum Keflavíkurflugvöll). Velgengni íslensku ferðaþjónustunnar hefur sannarlega verið góð frétt og það er vissulega mjög góð ástæða til að fagna henni. Hins vegar láta æ fleiri Íslendingar í ljós áhyggjur af hugsanlegum neikvæðum umhverfisáhrifum af þessari sprengingu í ferðamennsku. Ég er vissulega enginn sérfræðingur í umhverfismálum og ég hef mjög litla þekkingu á því hver sé umhverfislega sjálfbær fjöldi ferðamanna sem Ísland getur tekið við, en það er ljóst að það eru takmörk. Mörkin fara auðvitað eftir því um hvers konar ferðamennsku er að ræða og almennum innviðum á Íslandi, en það er ekki erfitt að færa rök fyrir því að það gæti haft (of) neikvæð áhrif á umhverfið ef ferðamenn flæða yfir allt Ísland. Þetta er auðvitað það sem hagfræðingar kalla úthrif. Yfirleitt hafa stjórnvöld reynt að fást við úthrif með tilskipunum og stjórnun. En hagfræðingar kjósa fremur að nota hvatningu til að takast á við úthrifavandamál. Einfaldasta leiðin er að skattleggja það sem veldur úthrifunum. Ef við vildum hemja fjölda ferðamanna til Íslands gætum við þannig einfaldlega skattlagt ferðamennsku. Ísland hefur að vissu leyti slíkan skatt nú þegar. Það er gistináttagjaldið. Ég held hins vegar að það sé til betri leið.Framseljanleg flugsætiMín tillaga er að líkja eftir best heppnaða og hagkvæmasta umhverfisverndarkerfi Íslands – framseljanlega fiskveiðikvótanum. Ég legg til að við tökum upp „framseljanleg flugsæti“, það er að segja að til dæmis einu sinni á ári verði tiltekinn fjöldi leyfa til að koma til Íslands með flugi boðinn upp. Fjöldi leyfa sem seldur er skal ákveðinn af sjálfstæðum hópi sérfræðinga á grunni mismunandi raunhæfra kennistærða eins og ástands innviða, loftmengunar, átroðnings á helstu ferðamannastöðum o.s.frv. Þetta myndi þýða að flugfélögin myndu bjóða í þann „sætakvóta“ sem þau þyrftu fyrir tiltekið tímabil. Verðið á kvótanum færi eftir framboði og eftirspurn. Þetta hefði ótvíræða kosti umfram „ferðamannaskatt“. Segjum, til dæmis, að hægja myndi á hinu hnattræna hagkerfi og „eftirspurnin“ eftir ferðum til Íslands minnkaði þá myndi verðið á sætakvótanum lækka. Auk þess myndi kvótakerfi tryggja að skilvirkustu flugfélögin og þeir ferðamenn sem hefðu mesta löngun til að koma til Íslands væru þeir sem borguðu. Það væri rökrétt að losa sig við gistináttagjaldið ef slíkt kerfi væri tekið upp. Ég hef áður lagt til að stofnaður yrði náttúruauðlindasjóður á Íslandi. Eðlilegt væri að setja tekjurnar af sölu ferðamannakvóta í þennan sjóð. Hugsanlega væri líka hægt að eyrnamerkja hluta af tekjunum fyrir fjárfestingar í innviðum. Ferðamennskan á Íslandi er gríðarlega mikilvæg fyrir íslenska hagkerfið en henni fylgja nokkur úthrif. Það er mjög mikilvægt að allar tilraunir til að stjórna fjölda ferðamanna séu framkvæmdar þannig að þær skemmi ekki ferðaþjónustuna og verndi um leið umhverfið á Íslandi. Framseljanlegir ferðamannakvótar munu tryggja að þessum viðskiptum sé stjórnað á sem skilvirkastan hátt öllum Íslendingum til hagsbóta.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun