Þegar líður að jólum – Hugleiðing í skammdeginu Sigríður Ásta Olgeirsdóttir skrifar 9. desember 2016 00:00 Um þessar mundir er jólaundirbúningurinn í fullum gangi á flestum íslenskum heimilum. Annar sunnudagur í aðventu liðinn og sá þriðji rétt handan við hornið. Æ fleiri jólaseríum er stungið í samband og margir farnir að huga að jólasteikinni. Börnin föndra jólaskraut í skólanum og innan skamms kemur fyrsti jólasveinninn til byggða. En hvað eru þessi jól og til hvers höldum við upp á þau? Við höldum upp á jólin í svartasta skammdeginu, þegar sólin og sumarið er eins langt frá okkur og það getur orðið. Í heiðnum sið héldu menn stórar jólaveislur með mat og drykk og voru þær hugsaðar til að létta biðina eftir vori og lífga sálaryl. Ekki svo vitlaust. Þegar ég var barn héldum við upp á jólin til að fagna fæðingu frelsarans. Það er svolítið tabú viðhorf í íslensku samfélagi í dag. Skólarnir eiga helst að sleppa því að fara með börnin í kirkju fyrir jólin þar sem við erum jú mistrúuð og í hinum ýmsu trúfélögum. En hvað gerist þegar við förum í kirkju? Margir upplifa sérstakt andrúmsloft sem gæti stafað af því að í kirkjum er yfirleitt hátt til lofts og vítt til veggja enda hannaðar með ákveðið hlutverk í huga. Aðrir heillast af arkitektúrnum. Enn öðrum finnst gaman að syngja og ganga þess vegna í kirkjukórinn. Svo eru aðrir sem fara í kirkju til að fá tækifæri til að ræða við hinn heilaga anda. Það er kannski bara svolítið ævintýri að fá að koma inn í kirkju. Hvað gerum við þegar við förum til útlanda? Við förum meðal annars að skoða kirkjurnar og trúarhofin sama hverrar trúar við erum því það er eitthvað við þessar byggingar sem heillar okkur hvort sem það er skrautið, stóru rýmin, athafnirnar eða hvað sem er annað. Við skiptum hins vegar fæst snarlega um trú við eina heimsókn í kirkju eða annars konar trúarhof.Hollt að læra um sem flest trúarbrögð Trúin er yfirleitt eitthvað sem við fáum með uppeldinu og finnum svo einhvern tíma á lífsleiðinni hvort hún á við okkur eða ekki. Það er voðalega erfitt að fá einhvern sem trúir til að hætta að trúa og eins að fá einhvern sem ekki trúir til að trúa. Enda þó trúarbrögð hafi í gegn um tíðina oft verið notuð til misjafnra verka og valdið allt of mörgum stríðum og hörmungum þá eru þau í grunninn ekkert nema hjálpartæki einstaklingsins. Við höfum öll val, enginn veit hvort þú trúir nema þú og það kemur heldur engum við. Ég tel að það sé hollt að læra um sem flest trúarbrögð og kynnast boðskap þeirra og menningu. Við ættum þess vegna að velta því fyrir okkur hvort þessar kirkjuheimsóknir eru trúboð eða kannski bara eitt lítið jólaævintýri sama hvort við höldum upp á jólin til að stytta biðina eftir vori, fagna fæðingu frelsarans eða nýtum tækifærið til að fá frí frá vinnu eða skóla. Gleðileg jól! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jólafréttir Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Um þessar mundir er jólaundirbúningurinn í fullum gangi á flestum íslenskum heimilum. Annar sunnudagur í aðventu liðinn og sá þriðji rétt handan við hornið. Æ fleiri jólaseríum er stungið í samband og margir farnir að huga að jólasteikinni. Börnin föndra jólaskraut í skólanum og innan skamms kemur fyrsti jólasveinninn til byggða. En hvað eru þessi jól og til hvers höldum við upp á þau? Við höldum upp á jólin í svartasta skammdeginu, þegar sólin og sumarið er eins langt frá okkur og það getur orðið. Í heiðnum sið héldu menn stórar jólaveislur með mat og drykk og voru þær hugsaðar til að létta biðina eftir vori og lífga sálaryl. Ekki svo vitlaust. Þegar ég var barn héldum við upp á jólin til að fagna fæðingu frelsarans. Það er svolítið tabú viðhorf í íslensku samfélagi í dag. Skólarnir eiga helst að sleppa því að fara með börnin í kirkju fyrir jólin þar sem við erum jú mistrúuð og í hinum ýmsu trúfélögum. En hvað gerist þegar við förum í kirkju? Margir upplifa sérstakt andrúmsloft sem gæti stafað af því að í kirkjum er yfirleitt hátt til lofts og vítt til veggja enda hannaðar með ákveðið hlutverk í huga. Aðrir heillast af arkitektúrnum. Enn öðrum finnst gaman að syngja og ganga þess vegna í kirkjukórinn. Svo eru aðrir sem fara í kirkju til að fá tækifæri til að ræða við hinn heilaga anda. Það er kannski bara svolítið ævintýri að fá að koma inn í kirkju. Hvað gerum við þegar við förum til útlanda? Við förum meðal annars að skoða kirkjurnar og trúarhofin sama hverrar trúar við erum því það er eitthvað við þessar byggingar sem heillar okkur hvort sem það er skrautið, stóru rýmin, athafnirnar eða hvað sem er annað. Við skiptum hins vegar fæst snarlega um trú við eina heimsókn í kirkju eða annars konar trúarhof.Hollt að læra um sem flest trúarbrögð Trúin er yfirleitt eitthvað sem við fáum með uppeldinu og finnum svo einhvern tíma á lífsleiðinni hvort hún á við okkur eða ekki. Það er voðalega erfitt að fá einhvern sem trúir til að hætta að trúa og eins að fá einhvern sem ekki trúir til að trúa. Enda þó trúarbrögð hafi í gegn um tíðina oft verið notuð til misjafnra verka og valdið allt of mörgum stríðum og hörmungum þá eru þau í grunninn ekkert nema hjálpartæki einstaklingsins. Við höfum öll val, enginn veit hvort þú trúir nema þú og það kemur heldur engum við. Ég tel að það sé hollt að læra um sem flest trúarbrögð og kynnast boðskap þeirra og menningu. Við ættum þess vegna að velta því fyrir okkur hvort þessar kirkjuheimsóknir eru trúboð eða kannski bara eitt lítið jólaævintýri sama hvort við höldum upp á jólin til að stytta biðina eftir vori, fagna fæðingu frelsarans eða nýtum tækifærið til að fá frí frá vinnu eða skóla. Gleðileg jól!
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun