Jesús vs Jólasveinn Benjamín Hrafn Böðvarsson skrifar 8. desember 2016 11:38 Í ljósi umræðna í fjölmiðlum um spurninguna hvort það eigi að leyfa grunnskólanemendum að fara í kirkjuheimsóknir fyrir jól þá langar mig að láta skoðun mína í ljós. Áður en ég geri grein fyrir skoðun minni verð ég að koma því að að ég get ekki talist alveg hlutlaus í þessari umræðu þar sem að ég er kristinnar trúar, sæki kirkju reglulega og rækta trú mína á eins gagnrýnan og upplýstan máta og mér er fært um. Ég mun reyna eftir bestu getu að setja fram skoðun mína á eins hlutlausan hátt og ég get. Í lok greinarinnar mun ég gera tilraun til að opna á umræðu sem nauðsynlegt er að taka. Ísland er á góðri leið með að kallast fjölmenningarsamfélag og er fjölbreytnin í menningu landsins smátt og smátt að aukast þar á meðal í trúmálum og lífsskoðunum. Það er staðreynd að rúmlega 70% þjóðarinnar eru skráð í kristin trúfélög, tæplega 6% skráð utan trúfélaga, 0,4% skráð í lífskoðunarfélagið Siðmennt og um það bil 23% skráð í önnur trú- eða lífskoðunarfélög. Það er staðreynd að Ísland hefur verið kristið land í rétt um 1000 ár og það er staðreynd að arfleið íslenskrar menningar er að langflestu leyti byggð á kristilegu hugafari og kristilegum gildum. Það er staðreynd að jólin eru hátíð kristinna manna, þar sem kristnir fagna fæðingu Jesú Krists. Þó að jólin hafi komið til sögunnar á 4.öld e.kr. þegar kristin hefð blandaðist heiðnum sið að þá er það staðreynd að jólin er þegar allt kemur til alls kristin hátíð. Í grein sem birtist á visir.is þann 7.desember síðastliðin tekst Bjarni Jónsson framkvæmdastjóri Siðmenntar á við afstöðu Ásmundar Friðrikssonar, en afstaða hans felst í því að enginn skaðist á því að heimsækja kirkju á jólunum. Bjarni telur heimsóknir skólabarnanna hins vegar vera partur af einhvers konar meðvitaðri innrætingu af hálfu Þjóðkirkjunnar og að kirkjuheimsóknir eigi aðeins við í trúarbragðafræðslu í skólunum og þá helst á öðrum tíma en á jólunum. Það er mín skoðun að heimsóknir leikskóla og grunnskólabarna séu einmitt viðeigandi í desember, þegar jólin nálgast vegna þess að jólin eru kristin hátíð og sú hátíð er eitt af einkennum kristinnar trúar sem mikilvægt er að fá fræðslu um. Eiga börnin ekki rétt á því að fá fræðslu um það af hverju við íslendingar höldum hátíð á þessum árstíma og hverjir eru betri í að kynna þá sögu og hefð en starfsfólk þjóðkirkjunnar. Ég skil ekki hvað menn óttast við það að leyfa börnum sínum að heimsækja kirkju. Óttast menn kannski að börnin læri um kærleika, fyrirgefningu, gjafmildi og frið? Ég verð að taka undir orð Ásmundar að engin börn skaðist á því að heimsækja kirkju þvert á móti myndi ég segja að það hefði góð áhrif á þau. Ég tel að skólaferðir til trúfélaga, lífskoðunarfélaga, menningastofnanna, spítala og annara stofnanna í okkar opna samfélagi myndi stuðla að auknu umburðarlyndi í garð ólíkra hópa. Þetta er mikilvægt í því ljósi að við erum að stækka sem fjölmenningarsamfélag. Þó að maður heimsæki kirkju þá breytist maður ekki í kristna manneskju alveg eins og ef maður heimsækir listasafn þá verður maður ekki listamaður. En eitt er mér þó hugleikið þegar kemur að jólunum og langar mig að gera tilraun til að opna umræðu um raunverulegt vandamál í samfélaginu og finnst mér ólíklegt að Bjarni Jónsson framkvæmdarstjóri Siðmennt sé mér ósammála í þeim efnum. En það mál varðar Jólasveininn. Nú er ég ekki alveg með á hreinu hverjar forsendur þeirra hópa sem vilja banna heimsóknir skólabarna til kirkna eru í raun og veru en ég tel það tengjast því að fólk efast um áreiðanleika forsendna kristinnar trúar. Sú sannfæring hefur verið drifkraftur þessara hópa til þess að reyna hafa áhrif á trúarbragðafræðslu skólabarna. En það er mér afskaplega hugleikið hvernig þessir hópar sem eru sannkallaðir andstæðingar trúarkredda hafa látið trúarhefðina sem tengist jólasveininum algerlega afskiptalausa. En þannig er mál með vexti að langflestir einstaklingar sem hafa náð 10 ára aldri gera sér grein fyrir því að jólasveinninn eða jólasveinarnir eru ekki til. Það er mín skoðun að sú innræting sem á sér stað í öllu þjóðfélaginu á börnum undir 10 ára aldri um jólasveininn sé gengin aðeins of langt. Jólasveinninn er í mínum huga ekkert annað en skurðgoð neysluhyggjunnar, sem á frummálinu gengur undir nafninu Santa Claus nema hvað að við íslendingar höfum blandað saman þessari hugmyndafræði bandarískrar markaðssálfræði við gamlar íslenskar hryllingssögur um 13 glæpamenn sem eiga móður sem er mannæta. En sagan um hina þrettán jólasveina, furðulegu foreldrana og mystíska heimilisköttinn þeirra er ekki það vandamál sem ég vil benda á. Vandamálið er margþætt. Í fyrsta lagi erum við misvítandi að ljúga að börnunum okkar. Í öðru lagi stuðlum við að misrétti og stéttaskiptingu með skógjöfum sem eru árlega tekið fyrir í umræðu í fjölmiðlum, þið vitið sögunar af Siggu litlu sem fékk Iphone í skóinn en Palli fékk mandarínu og börnin skilja ekki af hverju jólasveinninn gerir upp á milli þeirra. Í þriðja lagi erum við að kenna börnum okkar að það er í lagi að hagræða sannleikanum í þeim tilgangi að ná fram vilja sínum. Í fjórða lagi hefur jólasveinahefðin ákveðna guðfræði sem byggir á einhvers konar tækifæris-endurgjaldskenningu og síðast en ekki síst er þetta vandamál því að allt þetta gjafastúss í kringum þetta skurðgoð veldur mörgu fólki áhyggjum og kvíða. Ég tel það besta í stöðunni að fólk sammælist um að jarða jólasveininn með sinni slæmu siðfræði og leyfa honum að vera það sem hann raunverulega er jólaskraut og kennimerki Coca Cola. Það er mín skoðun að við þurfum að átta okkur á um hvað jólin snúast og af hverju við höldum uppá jólin. Fyrir mér þá snúast jólin um Jesú Krist og þann boðskap sem hann stendur fyrir, þ.e.a.s. gleði, frið og kærleika. En ekki um jólasveininn. Jólafríin eru til þess að njóta jólanna með þeim sem við elskum og miðað við hvað tíminn líður hratt þá er þessi tími ómetanlegur tími fjölskyldunnar. Jólagjafirnar eru til að gleðja þá sem við elskum en ekki skylda á forsendum einhverjar trúarkreddu. Jesús Kristur kennir okkur að elska náungan eins og okkur sjálf en jólasveinninn stendur ekki fyrir neitt annað en óheiðarleika og eyðslusemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jólafréttir Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Í ljósi umræðna í fjölmiðlum um spurninguna hvort það eigi að leyfa grunnskólanemendum að fara í kirkjuheimsóknir fyrir jól þá langar mig að láta skoðun mína í ljós. Áður en ég geri grein fyrir skoðun minni verð ég að koma því að að ég get ekki talist alveg hlutlaus í þessari umræðu þar sem að ég er kristinnar trúar, sæki kirkju reglulega og rækta trú mína á eins gagnrýnan og upplýstan máta og mér er fært um. Ég mun reyna eftir bestu getu að setja fram skoðun mína á eins hlutlausan hátt og ég get. Í lok greinarinnar mun ég gera tilraun til að opna á umræðu sem nauðsynlegt er að taka. Ísland er á góðri leið með að kallast fjölmenningarsamfélag og er fjölbreytnin í menningu landsins smátt og smátt að aukast þar á meðal í trúmálum og lífsskoðunum. Það er staðreynd að rúmlega 70% þjóðarinnar eru skráð í kristin trúfélög, tæplega 6% skráð utan trúfélaga, 0,4% skráð í lífskoðunarfélagið Siðmennt og um það bil 23% skráð í önnur trú- eða lífskoðunarfélög. Það er staðreynd að Ísland hefur verið kristið land í rétt um 1000 ár og það er staðreynd að arfleið íslenskrar menningar er að langflestu leyti byggð á kristilegu hugafari og kristilegum gildum. Það er staðreynd að jólin eru hátíð kristinna manna, þar sem kristnir fagna fæðingu Jesú Krists. Þó að jólin hafi komið til sögunnar á 4.öld e.kr. þegar kristin hefð blandaðist heiðnum sið að þá er það staðreynd að jólin er þegar allt kemur til alls kristin hátíð. Í grein sem birtist á visir.is þann 7.desember síðastliðin tekst Bjarni Jónsson framkvæmdastjóri Siðmenntar á við afstöðu Ásmundar Friðrikssonar, en afstaða hans felst í því að enginn skaðist á því að heimsækja kirkju á jólunum. Bjarni telur heimsóknir skólabarnanna hins vegar vera partur af einhvers konar meðvitaðri innrætingu af hálfu Þjóðkirkjunnar og að kirkjuheimsóknir eigi aðeins við í trúarbragðafræðslu í skólunum og þá helst á öðrum tíma en á jólunum. Það er mín skoðun að heimsóknir leikskóla og grunnskólabarna séu einmitt viðeigandi í desember, þegar jólin nálgast vegna þess að jólin eru kristin hátíð og sú hátíð er eitt af einkennum kristinnar trúar sem mikilvægt er að fá fræðslu um. Eiga börnin ekki rétt á því að fá fræðslu um það af hverju við íslendingar höldum hátíð á þessum árstíma og hverjir eru betri í að kynna þá sögu og hefð en starfsfólk þjóðkirkjunnar. Ég skil ekki hvað menn óttast við það að leyfa börnum sínum að heimsækja kirkju. Óttast menn kannski að börnin læri um kærleika, fyrirgefningu, gjafmildi og frið? Ég verð að taka undir orð Ásmundar að engin börn skaðist á því að heimsækja kirkju þvert á móti myndi ég segja að það hefði góð áhrif á þau. Ég tel að skólaferðir til trúfélaga, lífskoðunarfélaga, menningastofnanna, spítala og annara stofnanna í okkar opna samfélagi myndi stuðla að auknu umburðarlyndi í garð ólíkra hópa. Þetta er mikilvægt í því ljósi að við erum að stækka sem fjölmenningarsamfélag. Þó að maður heimsæki kirkju þá breytist maður ekki í kristna manneskju alveg eins og ef maður heimsækir listasafn þá verður maður ekki listamaður. En eitt er mér þó hugleikið þegar kemur að jólunum og langar mig að gera tilraun til að opna umræðu um raunverulegt vandamál í samfélaginu og finnst mér ólíklegt að Bjarni Jónsson framkvæmdarstjóri Siðmennt sé mér ósammála í þeim efnum. En það mál varðar Jólasveininn. Nú er ég ekki alveg með á hreinu hverjar forsendur þeirra hópa sem vilja banna heimsóknir skólabarna til kirkna eru í raun og veru en ég tel það tengjast því að fólk efast um áreiðanleika forsendna kristinnar trúar. Sú sannfæring hefur verið drifkraftur þessara hópa til þess að reyna hafa áhrif á trúarbragðafræðslu skólabarna. En það er mér afskaplega hugleikið hvernig þessir hópar sem eru sannkallaðir andstæðingar trúarkredda hafa látið trúarhefðina sem tengist jólasveininum algerlega afskiptalausa. En þannig er mál með vexti að langflestir einstaklingar sem hafa náð 10 ára aldri gera sér grein fyrir því að jólasveinninn eða jólasveinarnir eru ekki til. Það er mín skoðun að sú innræting sem á sér stað í öllu þjóðfélaginu á börnum undir 10 ára aldri um jólasveininn sé gengin aðeins of langt. Jólasveinninn er í mínum huga ekkert annað en skurðgoð neysluhyggjunnar, sem á frummálinu gengur undir nafninu Santa Claus nema hvað að við íslendingar höfum blandað saman þessari hugmyndafræði bandarískrar markaðssálfræði við gamlar íslenskar hryllingssögur um 13 glæpamenn sem eiga móður sem er mannæta. En sagan um hina þrettán jólasveina, furðulegu foreldrana og mystíska heimilisköttinn þeirra er ekki það vandamál sem ég vil benda á. Vandamálið er margþætt. Í fyrsta lagi erum við misvítandi að ljúga að börnunum okkar. Í öðru lagi stuðlum við að misrétti og stéttaskiptingu með skógjöfum sem eru árlega tekið fyrir í umræðu í fjölmiðlum, þið vitið sögunar af Siggu litlu sem fékk Iphone í skóinn en Palli fékk mandarínu og börnin skilja ekki af hverju jólasveinninn gerir upp á milli þeirra. Í þriðja lagi erum við að kenna börnum okkar að það er í lagi að hagræða sannleikanum í þeim tilgangi að ná fram vilja sínum. Í fjórða lagi hefur jólasveinahefðin ákveðna guðfræði sem byggir á einhvers konar tækifæris-endurgjaldskenningu og síðast en ekki síst er þetta vandamál því að allt þetta gjafastúss í kringum þetta skurðgoð veldur mörgu fólki áhyggjum og kvíða. Ég tel það besta í stöðunni að fólk sammælist um að jarða jólasveininn með sinni slæmu siðfræði og leyfa honum að vera það sem hann raunverulega er jólaskraut og kennimerki Coca Cola. Það er mín skoðun að við þurfum að átta okkur á um hvað jólin snúast og af hverju við höldum uppá jólin. Fyrir mér þá snúast jólin um Jesú Krist og þann boðskap sem hann stendur fyrir, þ.e.a.s. gleði, frið og kærleika. En ekki um jólasveininn. Jólafríin eru til þess að njóta jólanna með þeim sem við elskum og miðað við hvað tíminn líður hratt þá er þessi tími ómetanlegur tími fjölskyldunnar. Jólagjafirnar eru til að gleðja þá sem við elskum en ekki skylda á forsendum einhverjar trúarkreddu. Jesús Kristur kennir okkur að elska náungan eins og okkur sjálf en jólasveinninn stendur ekki fyrir neitt annað en óheiðarleika og eyðslusemi.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun