Morgundagurinn ræður úrslitum varðandi það hvort flokkarnir fimm fara í formlegar viðræður Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. desember 2016 10:15 Samfylkingin, Viðreisn, Píratar, Björt framtíð og Vinstri græn eiga nú í óformlegum viðræðum til að kanna grundvöll fyrir myndun ríkisstjórn flokkanna fimm. vísir Það mun ráðast á morgun hvort að Píratar, Vinstri grænir, Samfylkingin, Viðreisn og Björt framtíð muni hefja formlegar viðræður um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Þetta segir Kristján Gunnarsson, fjölmiðlafulltrúi Pírata, í samtali við Vísi en Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata sem fer með stjórnarmyndunarumboðið, baðst undan viðtali um stöðuna í viðræðunum þegar eftir því var leitað. Birgitta og formenn hinna flokkanna, það er þau Katrín Jakobsdóttir, Logi Már Einarsson, Benedikt Jóhannesson og Óttarr Proppé, hafa átt í óformlegum viðræðum í þessari viku og fundað daglega síðan á mánudag. Að sögn Kristjáns munu þeir funda aftur í dag eftir að þingfundi lýkur en á fundunum hefur verið lögð áhersla á það að ræða stór mál á borð við sjávarútvegsmálin, skattamáli og fjármögnun ríkissjóðs til að kanna hvort að þar séu einhverjir ásteytingarsteinar. Þá hafa formenn flokkanna einnig unnið að því að finna sameiginlega ferla varðandi það hvernig taka skuli ákvarðanir í formlegum stjórnarmyndunar-viðræðum og hvernig vinna skuli stjórnarsáttmála ef til þess kemur. Kristján segir að það sé í raun enginn tímarammi varðandi það hvenær formlegar stjórnarmyndunarviðræður þurfa að hefjast þó flokkarnir miði við að það liggi fyrir á morgun en þá verður vika liðin frá því að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veitti Birgittu stjórnarmyndunarumboðið. „Ég held að það sé alveg hægt að segja að það sé fullur skilningur á því frá forseta Íslands að það þurfi að taka sér tíma í þetta og vanda sig. Það er búið að gefa það út að við viljum geta svarað því fyrir helgi, sem er þá á morgun, hvort farið verði í formlegar viðræður og þessir fundir í þessari viku miða að því að geta svarað þeirri spurningu í lok vikunnar,“ segir Kristján og bætir við að öll vinna við viðræðurnar sé unnin í fullu samráði flokkanna; það sé ekki þannig að Birgitta eða Píratar stýri þeim. Fundur hefst á Alþingi núna klukkan 10:30 en þá mælir Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, fyrir bandorminum svokallaða en í honum felast margvíslegar lagabreytingar sem þarf að gera vegna fjárlaga sem ráðherrann mælti fyrir í gær. Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Birgitta um viðræður: Fundurinn í dag var frábær Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segist vongóð um að það takist að fara í formlegar viðræður um stjórnarsamstarf í lok þessarar viku. Fundir milli flokkanna fimm halda áfram á morgun. 6. desember 2016 23:39 Fyrsta fundi lokið: Ætla að halda óformlegum viðræðum áfram á morgun Flokkarnir fimm ræddu hvernig þeir geta náð saman í stærstu málunum. 5. desember 2016 15:34 Alþingi sett í miðri stjórnarmyndun í dag Leiðtogar flokkanna sammála um að gefa sér tíma fram að helgi eða inn í helgina til að komast að því hvort þeir hefji formlegar viðræður. 6. desember 2016 12:43 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Það mun ráðast á morgun hvort að Píratar, Vinstri grænir, Samfylkingin, Viðreisn og Björt framtíð muni hefja formlegar viðræður um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Þetta segir Kristján Gunnarsson, fjölmiðlafulltrúi Pírata, í samtali við Vísi en Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata sem fer með stjórnarmyndunarumboðið, baðst undan viðtali um stöðuna í viðræðunum þegar eftir því var leitað. Birgitta og formenn hinna flokkanna, það er þau Katrín Jakobsdóttir, Logi Már Einarsson, Benedikt Jóhannesson og Óttarr Proppé, hafa átt í óformlegum viðræðum í þessari viku og fundað daglega síðan á mánudag. Að sögn Kristjáns munu þeir funda aftur í dag eftir að þingfundi lýkur en á fundunum hefur verið lögð áhersla á það að ræða stór mál á borð við sjávarútvegsmálin, skattamáli og fjármögnun ríkissjóðs til að kanna hvort að þar séu einhverjir ásteytingarsteinar. Þá hafa formenn flokkanna einnig unnið að því að finna sameiginlega ferla varðandi það hvernig taka skuli ákvarðanir í formlegum stjórnarmyndunar-viðræðum og hvernig vinna skuli stjórnarsáttmála ef til þess kemur. Kristján segir að það sé í raun enginn tímarammi varðandi það hvenær formlegar stjórnarmyndunarviðræður þurfa að hefjast þó flokkarnir miði við að það liggi fyrir á morgun en þá verður vika liðin frá því að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veitti Birgittu stjórnarmyndunarumboðið. „Ég held að það sé alveg hægt að segja að það sé fullur skilningur á því frá forseta Íslands að það þurfi að taka sér tíma í þetta og vanda sig. Það er búið að gefa það út að við viljum geta svarað því fyrir helgi, sem er þá á morgun, hvort farið verði í formlegar viðræður og þessir fundir í þessari viku miða að því að geta svarað þeirri spurningu í lok vikunnar,“ segir Kristján og bætir við að öll vinna við viðræðurnar sé unnin í fullu samráði flokkanna; það sé ekki þannig að Birgitta eða Píratar stýri þeim. Fundur hefst á Alþingi núna klukkan 10:30 en þá mælir Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, fyrir bandorminum svokallaða en í honum felast margvíslegar lagabreytingar sem þarf að gera vegna fjárlaga sem ráðherrann mælti fyrir í gær.
Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Birgitta um viðræður: Fundurinn í dag var frábær Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segist vongóð um að það takist að fara í formlegar viðræður um stjórnarsamstarf í lok þessarar viku. Fundir milli flokkanna fimm halda áfram á morgun. 6. desember 2016 23:39 Fyrsta fundi lokið: Ætla að halda óformlegum viðræðum áfram á morgun Flokkarnir fimm ræddu hvernig þeir geta náð saman í stærstu málunum. 5. desember 2016 15:34 Alþingi sett í miðri stjórnarmyndun í dag Leiðtogar flokkanna sammála um að gefa sér tíma fram að helgi eða inn í helgina til að komast að því hvort þeir hefji formlegar viðræður. 6. desember 2016 12:43 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Birgitta um viðræður: Fundurinn í dag var frábær Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segist vongóð um að það takist að fara í formlegar viðræður um stjórnarsamstarf í lok þessarar viku. Fundir milli flokkanna fimm halda áfram á morgun. 6. desember 2016 23:39
Fyrsta fundi lokið: Ætla að halda óformlegum viðræðum áfram á morgun Flokkarnir fimm ræddu hvernig þeir geta náð saman í stærstu málunum. 5. desember 2016 15:34
Alþingi sett í miðri stjórnarmyndun í dag Leiðtogar flokkanna sammála um að gefa sér tíma fram að helgi eða inn í helgina til að komast að því hvort þeir hefji formlegar viðræður. 6. desember 2016 12:43