Stóra brúneggjamálið – punktar Ari Teitsson skrifar 8. desember 2016 07:00 Í liðinni viku hefur brúneggjamálið verið fyrirferðarmeira í fjölmiðlaumfjöllun en önnur mál og margt íhugunarvert komið fram. Í leiðara síðasta tölublaðs Skarps segir: „Sumir hafa verið að sproksetja og jafnvel úthúða pilti (yfirhana í Brúneggjum) fyrir dýraníð og falsanir. Sem er algjörlega óverðskuldað. Þetta er bara ósköp venjulegur kapítalisti að sinna sinni hugsjón – að græða meira í dag en í gær.“ Þarf það að vera verri skýring en hver önnur á eðli málsins? Í þættinum Vikulokin benti lögfræðingurinn Gísli Tryggvason á að ef til vill væri unnt að lögsækja verslunina og framleiðendur fyrir að hafa blekkt neytendur og selt þeim falsaða vöru á yfirverði. Athygli vakti að lögfræðingurinn nefndi verslunina á undan framleiðanda sem vekur spurningar um ábyrgð hennar. Fróðlegt væri t.d. að vita hvort verslanir voru almennt að selja brúnegg með sömu álagningarprósentu og önnur egg, því hafi svo verið hafa verslanir miðað við ætlaða meðalálagningu á eggjum trúlega hagnast um einhverja tugi milljóna á ári á brúneggjasölu. Athugun á því væri verðugt verkefni fyrir nýjan Kastljósþátt. Svo sem vænta mátti benda „kapítalistar“ og jafnvel fleiri á að nú verði að gefa innflutning á eggjum frjálsan til að tryggja hag neytenda. En er endilega víst að sú gjörð tryggi hag neytenda best? Nýleg athugun RÚV bendir til að verð sambærilegrar vöru sé hér a.m.k. 30% hærra en verð í Bretlandi og tæplega ástæða til að ætla að annað gildi um innflutt egg. Þá bendir aðkoma verslunarinnar að sölu brúneggja undanfarin ár ekki til að verslunin tryggi að seld egg séu framleidd við viðunandi aðstæður eða að raunveruleg gæði endurspeglist í útsöluverði. Flutningskostnaður og kolefnishalli Því gæti farið svo að eftir fyrsta sýndarinnflutning verði boðin innflutt egg, framleidd við óþekktar aðstæður, á verði sem er langt yfir markaðsverði sambærilegrar vöru í þeim löndum sem flutt er frá. Við þetta bætist síðan að yfir 70% eggjanna er vatn og með eggjainnflutningi værum við að stórum hluta að flytja inn vatn af óvissum uppruna með tilheyrandi flutningskostnaði og kolefnishalla. Frá þjóðhagslegu og hnattrænu sjónarhorni er því í raun ekki vit í öðru en að framleiða hér þau egg sem þjóðin (og ferðamenn) þurfa. Það þyrfti því að vera unnt að gera með svipuðum framleiðslukostnaði og í erlendum eggjabúum, séu kröfur til framleiðslunnar áþekkar. Ef til vill ætti fyrsta verkefni nýskipaðrar nefndar um endurskoðun landbúnaðarstefnu að vera athugun á hvernig koma megi innlendri eggjaframleiðslu og sölu þannig fyrir að hún tryggi neytendum góð íslensk egg á sanngjörnu verði. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brúneggjamálið Mest lesið Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Í liðinni viku hefur brúneggjamálið verið fyrirferðarmeira í fjölmiðlaumfjöllun en önnur mál og margt íhugunarvert komið fram. Í leiðara síðasta tölublaðs Skarps segir: „Sumir hafa verið að sproksetja og jafnvel úthúða pilti (yfirhana í Brúneggjum) fyrir dýraníð og falsanir. Sem er algjörlega óverðskuldað. Þetta er bara ósköp venjulegur kapítalisti að sinna sinni hugsjón – að græða meira í dag en í gær.“ Þarf það að vera verri skýring en hver önnur á eðli málsins? Í þættinum Vikulokin benti lögfræðingurinn Gísli Tryggvason á að ef til vill væri unnt að lögsækja verslunina og framleiðendur fyrir að hafa blekkt neytendur og selt þeim falsaða vöru á yfirverði. Athygli vakti að lögfræðingurinn nefndi verslunina á undan framleiðanda sem vekur spurningar um ábyrgð hennar. Fróðlegt væri t.d. að vita hvort verslanir voru almennt að selja brúnegg með sömu álagningarprósentu og önnur egg, því hafi svo verið hafa verslanir miðað við ætlaða meðalálagningu á eggjum trúlega hagnast um einhverja tugi milljóna á ári á brúneggjasölu. Athugun á því væri verðugt verkefni fyrir nýjan Kastljósþátt. Svo sem vænta mátti benda „kapítalistar“ og jafnvel fleiri á að nú verði að gefa innflutning á eggjum frjálsan til að tryggja hag neytenda. En er endilega víst að sú gjörð tryggi hag neytenda best? Nýleg athugun RÚV bendir til að verð sambærilegrar vöru sé hér a.m.k. 30% hærra en verð í Bretlandi og tæplega ástæða til að ætla að annað gildi um innflutt egg. Þá bendir aðkoma verslunarinnar að sölu brúneggja undanfarin ár ekki til að verslunin tryggi að seld egg séu framleidd við viðunandi aðstæður eða að raunveruleg gæði endurspeglist í útsöluverði. Flutningskostnaður og kolefnishalli Því gæti farið svo að eftir fyrsta sýndarinnflutning verði boðin innflutt egg, framleidd við óþekktar aðstæður, á verði sem er langt yfir markaðsverði sambærilegrar vöru í þeim löndum sem flutt er frá. Við þetta bætist síðan að yfir 70% eggjanna er vatn og með eggjainnflutningi værum við að stórum hluta að flytja inn vatn af óvissum uppruna með tilheyrandi flutningskostnaði og kolefnishalla. Frá þjóðhagslegu og hnattrænu sjónarhorni er því í raun ekki vit í öðru en að framleiða hér þau egg sem þjóðin (og ferðamenn) þurfa. Það þyrfti því að vera unnt að gera með svipuðum framleiðslukostnaði og í erlendum eggjabúum, séu kröfur til framleiðslunnar áþekkar. Ef til vill ætti fyrsta verkefni nýskipaðrar nefndar um endurskoðun landbúnaðarstefnu að vera athugun á hvernig koma megi innlendri eggjaframleiðslu og sölu þannig fyrir að hún tryggi neytendum góð íslensk egg á sanngjörnu verði. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun