Bann Blatter stendur að fullu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. desember 2016 00:00 Sepp Blatter, forseti FIFA. Vísir/AFP Sepp Blatter, fyrrum forseti FIFA, tapaði máli sínu fyrir Alþjóðlega íþróttadómstólnum en endanlegur úrskurður CAS kom í dag. Blatter var dæmdur í sex ára bann frá fótbolta fyrir að borga Michael Platini, fyrrum forseta UEFA, 1,3 milljónir punda undir borðið eða 184 milljónir íslenskra króna. „Peningagjöfina“ fékk Platini í tengslum við FIFA-þingið 2011 þegar Blatter var endurkjörinn forseti FIFA. BBC segir frá. Bæði Blatter og Platinu neituðu sök og áfrýjuðu báðir. Bannið þýddi þó að þeir hrökkluðust úr sínum störfum. Áfrýjun Platini gekk reyndar betur en í maí minnkaði Alþjóðlegi íþróttadómstóllinn refsingu hans í fjögur ár. Alþjóðlegi íþróttadómstóllinn leit svo á að millifærslan hafi verið óviðeigandi gjöf og ekki samkvæmt neinum samningum. Blatter og Platini héldu því fram að Blattar hafi verið að greiða Platini fyrir ráðgjafastörf í tengslum við HM 1998. FIFA setti þá félaga reyndar átta ára bann í fyrstu en eftir að áfrýjunarnefnd FIFA tók málið fyrir var það minnkað niður í fyrrnefnd sex ár. Sepp Blatter var forseti FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins í sautján ár frá 1998 til 2015. Hann er nú orðið áttræður. Blatter missti tökin þegar FIFA-skandallinn felldi marga háttsetta menn innan sambandsins vorið 2015. Mútur, peningaþvætti og svik innan raða FIFA komu fram í dagsljósið í kringum FIFA-þingið2015 þegar Blatter var endurkjörinn forseti FIFA í fjórða sinn. Hann lét á endanum undan pressunni, sagði af sér og boðaði til nýs þing þar sem Gianni Infantino var kosinn nýr forseti FIFA. Haustið eftir voru svissneskir saksóknarar farnir að rannsaka Blatter og áður en árið var liðið var FIFA bæði búið að setja hann í 90 daga tímabundið bann og svo dæma hann í fyrrnefnt átta ára bann frá fótbolta. FIFA Fótbolti Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira
Sepp Blatter, fyrrum forseti FIFA, tapaði máli sínu fyrir Alþjóðlega íþróttadómstólnum en endanlegur úrskurður CAS kom í dag. Blatter var dæmdur í sex ára bann frá fótbolta fyrir að borga Michael Platini, fyrrum forseta UEFA, 1,3 milljónir punda undir borðið eða 184 milljónir íslenskra króna. „Peningagjöfina“ fékk Platini í tengslum við FIFA-þingið 2011 þegar Blatter var endurkjörinn forseti FIFA. BBC segir frá. Bæði Blatter og Platinu neituðu sök og áfrýjuðu báðir. Bannið þýddi þó að þeir hrökkluðust úr sínum störfum. Áfrýjun Platini gekk reyndar betur en í maí minnkaði Alþjóðlegi íþróttadómstóllinn refsingu hans í fjögur ár. Alþjóðlegi íþróttadómstóllinn leit svo á að millifærslan hafi verið óviðeigandi gjöf og ekki samkvæmt neinum samningum. Blatter og Platini héldu því fram að Blattar hafi verið að greiða Platini fyrir ráðgjafastörf í tengslum við HM 1998. FIFA setti þá félaga reyndar átta ára bann í fyrstu en eftir að áfrýjunarnefnd FIFA tók málið fyrir var það minnkað niður í fyrrnefnd sex ár. Sepp Blatter var forseti FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins í sautján ár frá 1998 til 2015. Hann er nú orðið áttræður. Blatter missti tökin þegar FIFA-skandallinn felldi marga háttsetta menn innan sambandsins vorið 2015. Mútur, peningaþvætti og svik innan raða FIFA komu fram í dagsljósið í kringum FIFA-þingið2015 þegar Blatter var endurkjörinn forseti FIFA í fjórða sinn. Hann lét á endanum undan pressunni, sagði af sér og boðaði til nýs þing þar sem Gianni Infantino var kosinn nýr forseti FIFA. Haustið eftir voru svissneskir saksóknarar farnir að rannsaka Blatter og áður en árið var liðið var FIFA bæði búið að setja hann í 90 daga tímabundið bann og svo dæma hann í fyrrnefnt átta ára bann frá fótbolta.
FIFA Fótbolti Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira