„Þjónkun stjórnvalda við framleiðendur er alger“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. desember 2016 11:02 Formaður Neytendasamtakanna segir hagsmunir framleiðenda allsráðandi. Vísir Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, segir Brúneggjamálið svokallaða endurspegla það hvernig hagsmunir neytenda séu afgangsstærð á Íslandi. Þeim sé sópað út af borðinu á meðan hagsmunir framleiðenda séu allsráðandi. Þetta kom fram í máli hans á Sprengisandi þar sem hann var gestur ásamt þeim Katrínu Olgu Jóhannesdóttur, formanni Viðskiptaráðs og Helgu Völu Helgadóttur, lögmanni. Ólafur segir að Neytendasamtökin hafi ekki farið varhluta af óánægju almennings þegar Kastljósið uppljóstraði um svik Brúneggja ehf. Hann rekur viðbrögðin til vitundavakningar um neytendamál og áhrifa samfélagsmiðlanna. Sjá einnig: Neytendur blekktir árum saman: Auglýstu vistvæn egg án þess að uppfylla skilyrði „Ég held að ég hafi aldrei viðbrögðin verða svona snögg eins og á mánudaginn eftir að Kastljósið sýndi Brúneggjaþáttinn. Það reis upp alda á samfélagsmiðlum, það fylltist „inboxið“ hjá mér,“ segir Ólafur. Hann fagnar því að verslanir hafi í kjölfarið ákveðið að taka eggin úr sölu, sem og aðrar vörur sem merktar eru vistvænar því það er í raun, „ekkert til sem heitir vistvænn landbúnaður.“ Það sé annars vegar venjulegur landbúnaður og hins vegar lífrænn landbúnaður sem um gilda strangar alþjóðlegar reglur. Hið sama á ekki við um vistvænan lanbúnað - sem „er bara einhver óskapnaður.“ Þjónkun við framleiðendur alger Hann fagnar loforðum Matvælastofnunar um bót og betrun enda sé það grunnkrafa neytenda að fá upplýsingar um vörur og þjónustu. Brúneggjamálið endurspegli þó forgangsröðun stjórnvalda í neytendamálum. „Þjónkun stjórnvalda við framleiðendur er alger og tilitsemin við neytendur er engin. Engin,“ segir Ólafur „Hagsmunir neytenda eru afgangsstærð, sópað út af borðinu. Hagsmunir framleiðenda eru allsráðandi,“ bætir hann við. Ólafur telur þó að hlutirnir séu að breytast með tilkomu samfélagsmiðlanna og vitundarvakningar neytenda í kjölfarið. „Neytendur geta greitt atkvæði með fótunum og ég held að þeir séu farnir að gera það í auknum mæli.“ Spjall þeirra má heyra með því að smella hér. Brúneggjamálið Neytendur Tengdar fréttir Réttur framleiðandans í fyrirrúmi Það sem blasir við eftir að Kastljós fjallaði um Brúneggjamálið á mánudag er að réttur framleiðandans á Íslandi er mun hærra skrifaður en neytandans 1. desember 2016 07:00 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, segir Brúneggjamálið svokallaða endurspegla það hvernig hagsmunir neytenda séu afgangsstærð á Íslandi. Þeim sé sópað út af borðinu á meðan hagsmunir framleiðenda séu allsráðandi. Þetta kom fram í máli hans á Sprengisandi þar sem hann var gestur ásamt þeim Katrínu Olgu Jóhannesdóttur, formanni Viðskiptaráðs og Helgu Völu Helgadóttur, lögmanni. Ólafur segir að Neytendasamtökin hafi ekki farið varhluta af óánægju almennings þegar Kastljósið uppljóstraði um svik Brúneggja ehf. Hann rekur viðbrögðin til vitundavakningar um neytendamál og áhrifa samfélagsmiðlanna. Sjá einnig: Neytendur blekktir árum saman: Auglýstu vistvæn egg án þess að uppfylla skilyrði „Ég held að ég hafi aldrei viðbrögðin verða svona snögg eins og á mánudaginn eftir að Kastljósið sýndi Brúneggjaþáttinn. Það reis upp alda á samfélagsmiðlum, það fylltist „inboxið“ hjá mér,“ segir Ólafur. Hann fagnar því að verslanir hafi í kjölfarið ákveðið að taka eggin úr sölu, sem og aðrar vörur sem merktar eru vistvænar því það er í raun, „ekkert til sem heitir vistvænn landbúnaður.“ Það sé annars vegar venjulegur landbúnaður og hins vegar lífrænn landbúnaður sem um gilda strangar alþjóðlegar reglur. Hið sama á ekki við um vistvænan lanbúnað - sem „er bara einhver óskapnaður.“ Þjónkun við framleiðendur alger Hann fagnar loforðum Matvælastofnunar um bót og betrun enda sé það grunnkrafa neytenda að fá upplýsingar um vörur og þjónustu. Brúneggjamálið endurspegli þó forgangsröðun stjórnvalda í neytendamálum. „Þjónkun stjórnvalda við framleiðendur er alger og tilitsemin við neytendur er engin. Engin,“ segir Ólafur „Hagsmunir neytenda eru afgangsstærð, sópað út af borðinu. Hagsmunir framleiðenda eru allsráðandi,“ bætir hann við. Ólafur telur þó að hlutirnir séu að breytast með tilkomu samfélagsmiðlanna og vitundarvakningar neytenda í kjölfarið. „Neytendur geta greitt atkvæði með fótunum og ég held að þeir séu farnir að gera það í auknum mæli.“ Spjall þeirra má heyra með því að smella hér.
Brúneggjamálið Neytendur Tengdar fréttir Réttur framleiðandans í fyrirrúmi Það sem blasir við eftir að Kastljós fjallaði um Brúneggjamálið á mánudag er að réttur framleiðandans á Íslandi er mun hærra skrifaður en neytandans 1. desember 2016 07:00 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Réttur framleiðandans í fyrirrúmi Það sem blasir við eftir að Kastljós fjallaði um Brúneggjamálið á mánudag er að réttur framleiðandans á Íslandi er mun hærra skrifaður en neytandans 1. desember 2016 07:00