Kína úti í mýri Trúður nú við stýri Búið er ævintýri Helgi Steinar Gunnlaugsson skrifar 2. desember 2016 00:00 Utanríkisnefnd Bandaríkjanna sagði árið 2007 að samband þjóðarinnar við Kína yrði það mikilvægasta á 21. öldinni. Eftir 35 ár af endurbættum tengslum voru þessar tvær þjóðir búnar að byggja upp samband sem hafði verið óhugsanlegt aðeins nokkrum áratugum áður. Sá sögulegi fundur sem þáverandi forseti Bandaríkjanna, Richard Nixon, átti við formann kínverska alþýðuveldisins, Maó Tsetung, árið 1973 bar ákveðna kaldhæðni í för með sér. Á þeim tíma lét Maó það út úr sér að honum líkaði vel við það að sjá hægrimenn rísa til valda. Sú kaldhæðni hefur núna náð hámarki þar sem báðum þjóðum verður brátt stjórnað af tveimur íhaldssömum einstaklingum. Á kínversku hliðinni er það Xi Jinping, sem stjórnað hefur Kína síðan 2012. Þrátt fyrir að hafa verið talinn umbótasinni á sínum tíma, þá hefur hann verið harðlega gagnrýndur fyrir að hunsa mannréttindi og ýta undir þjóðernishyggju mun meira en forverar hans. Á hinn bóginn er það næstverðandi forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, sem mun taka við embættinu 20. janúar á næsta ári. Ef samband þessara tveggja þjóða er í raun það mikilvægasta í heiminum í dag, þá þarf vandlega að skoða þær afleiðingar sem leiðtogar þeirra gætu leitt af sér.Viðhorf Kínverja Eftir að hafa horft upp á Donald Trump móðga Kínverja og ásaka þá um að “nauðga” bandaríska hagkerfinu, væri erfitt að hugsa til þess að honum yrði vel tekið í alþýðuveldinu. Það virðist hins vegar svo að milljarðamæringurinn njóti óvenju mikilla vinsælda í Kína. Í Henan-héraði til dæmis er fyrirtæki sem ber nafnið Trump Consulting. Fyrirtækið sem sérhæfir sig í eignaumsjón hefur engin tengsl við Donald Trump, en segist hins vegar hafa fengið innblástur frá honum. Í borginni Shenzhen er einnig fyrirtæki sem framleiðir klósettsetur og baðherbergisinnréttingar og ber það fyrirtæki nafnið Shenzhen Trump Industries. Dóttir milljarðamæringsins, Ivanka, er með yfir 14.000 fylgjendur á blogg-síðu sinni Sina Weibo (kínverska útgáfan af Twitter). Það er að vísu önnur ljós ástæða fyrir því að Kínverjar kunna betur við Trump en búast mætti við. Donald Trump virðist gefa ríkisstjórninni í Peking tilvalið tækifæri til að gagnrýna vestræna lýðræðiskerfið. Í áratugi hefur kínverska ríkisstjórnin reynt að benda á að það lýðræði sem vestræn ríki hafa hrósað og reynt að kynna fyrir Kínverjum er alls ekki fullkomið. Eftir sigur Trumps birti íhaldssama ríkisrekna dagblaðið Global Times grein sem sagði að þetta væri “sönnunargagn þess að bandarískir kjósendur höfðu fengið nóg af stjórnmálum í Washington”. Sama blaðið birti á þessu ári skoðanakönnun sem sýndi það að 54% af Kínverjum myndu kjósa Donald Trump, hefðu þeir kost á því.Hvar liggur ógnin? Þó svo að margir Kínverjar hafa áhyggjur af því að Trump gæti verið herskár eða hvatvís, þá virðist sem vanþekking hans á utanríkismálum gæti gagnast þeim. Á undanförnum árum hefur Obama verið harður í garð Kínverja og þá sérstaklega þegar kemur að landhelgisdeilum þeirra við önnur ríki í Suður-Kínahafi. Hefði Hillary Clinton unnið töldu margir Kínverjar það líklegt að hún myndi viðhalda þeirri stefnu til að halda kínversku ríkisstjórninni í skefjum. Trump hefur hins vegar sagst fyrirlíta utanríkisstefnu þeirra beggja og lofaði að endursmíða utanríkisstefnu Bandaríkjanna með mikilmennskubrag, eins óljós og sú stefna virðist vera. Kínverjar virtust hreinlega ekki kunna vel við Hillary. Sem utanríkisráðherra hafði hún ekki aðeins gagnrýnt mannréttindi og ritskoðun í landinu, heldur líka ásakað Kínverja um að stela leyniskjölum og mikilvægum viðskiptaupplýsingum. Og þó svo að stjórnvöld í Kína séu kannski ekki fagnandi yfir sigri Donalds Trump, þá hefur vanhæfni fjölmiðla til að spá fyrir um sigur hans verið himnasending til þeirra í von um að sýna fram á að vestrænum fjölmiðlum sé stjórnað af hlutdrægni og spillingu. Spjót Donalds Trump virðast hafa að mestu leyti beinst gegn kínverskum efnahagsdeilum. Hann hefur ásakað Kínverja um að stela bandarískum störfum og fylgi hann þeirri stefnu eftir að formlega ásaka Kínverja fyrir að ráðskast með bandarísku myntina eða að setja 45% viðskiptatoll á þjóðina mun það hafa verulegar afleiðingar fyrir efnahagskerfið um heim allan. Kínverjar hafa einnig hótað að hætta verslun með Boeing-þotur, Iphone-síma og bandarískt maískorn ef Trump ákveður að leggja í efnahagsstríð. Einnig hefur næstverðandi forseti varið seinustu árum í það að tala um hvað Bandaríkin hafi orðið veikburða undir stjórn Obama og þurfi að endurvekja styrkleika sinn í heiminum. Fyrir frekar stríðsglaða þjóð þá getur svona orðræða vakið upp ákveðna áhættuklemmu. Þess ber að minnast að ríkisstjórn Bandaríkjanna ber skylda til að verja Tævan og önnur nágrannaríki ef Kína skyldi bregðast hernaðarlega við. Ógnin er sú, að ef Donald Trump kýs að bregðast við aðgerðum Kínverja á næstu árum með sömu hvatvísi og hann hefur brugðist við stórstjörnum á Twitter klukkan þrjú að morgni, þá verður samband þessarra tveggja þjóða óumdeilanlega það mikilvægasta á 21. öldinni, en engan veginn eins og friðsælt og allir hefðu vonast eftir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Donald Trump Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Utanríkisnefnd Bandaríkjanna sagði árið 2007 að samband þjóðarinnar við Kína yrði það mikilvægasta á 21. öldinni. Eftir 35 ár af endurbættum tengslum voru þessar tvær þjóðir búnar að byggja upp samband sem hafði verið óhugsanlegt aðeins nokkrum áratugum áður. Sá sögulegi fundur sem þáverandi forseti Bandaríkjanna, Richard Nixon, átti við formann kínverska alþýðuveldisins, Maó Tsetung, árið 1973 bar ákveðna kaldhæðni í för með sér. Á þeim tíma lét Maó það út úr sér að honum líkaði vel við það að sjá hægrimenn rísa til valda. Sú kaldhæðni hefur núna náð hámarki þar sem báðum þjóðum verður brátt stjórnað af tveimur íhaldssömum einstaklingum. Á kínversku hliðinni er það Xi Jinping, sem stjórnað hefur Kína síðan 2012. Þrátt fyrir að hafa verið talinn umbótasinni á sínum tíma, þá hefur hann verið harðlega gagnrýndur fyrir að hunsa mannréttindi og ýta undir þjóðernishyggju mun meira en forverar hans. Á hinn bóginn er það næstverðandi forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, sem mun taka við embættinu 20. janúar á næsta ári. Ef samband þessara tveggja þjóða er í raun það mikilvægasta í heiminum í dag, þá þarf vandlega að skoða þær afleiðingar sem leiðtogar þeirra gætu leitt af sér.Viðhorf Kínverja Eftir að hafa horft upp á Donald Trump móðga Kínverja og ásaka þá um að “nauðga” bandaríska hagkerfinu, væri erfitt að hugsa til þess að honum yrði vel tekið í alþýðuveldinu. Það virðist hins vegar svo að milljarðamæringurinn njóti óvenju mikilla vinsælda í Kína. Í Henan-héraði til dæmis er fyrirtæki sem ber nafnið Trump Consulting. Fyrirtækið sem sérhæfir sig í eignaumsjón hefur engin tengsl við Donald Trump, en segist hins vegar hafa fengið innblástur frá honum. Í borginni Shenzhen er einnig fyrirtæki sem framleiðir klósettsetur og baðherbergisinnréttingar og ber það fyrirtæki nafnið Shenzhen Trump Industries. Dóttir milljarðamæringsins, Ivanka, er með yfir 14.000 fylgjendur á blogg-síðu sinni Sina Weibo (kínverska útgáfan af Twitter). Það er að vísu önnur ljós ástæða fyrir því að Kínverjar kunna betur við Trump en búast mætti við. Donald Trump virðist gefa ríkisstjórninni í Peking tilvalið tækifæri til að gagnrýna vestræna lýðræðiskerfið. Í áratugi hefur kínverska ríkisstjórnin reynt að benda á að það lýðræði sem vestræn ríki hafa hrósað og reynt að kynna fyrir Kínverjum er alls ekki fullkomið. Eftir sigur Trumps birti íhaldssama ríkisrekna dagblaðið Global Times grein sem sagði að þetta væri “sönnunargagn þess að bandarískir kjósendur höfðu fengið nóg af stjórnmálum í Washington”. Sama blaðið birti á þessu ári skoðanakönnun sem sýndi það að 54% af Kínverjum myndu kjósa Donald Trump, hefðu þeir kost á því.Hvar liggur ógnin? Þó svo að margir Kínverjar hafa áhyggjur af því að Trump gæti verið herskár eða hvatvís, þá virðist sem vanþekking hans á utanríkismálum gæti gagnast þeim. Á undanförnum árum hefur Obama verið harður í garð Kínverja og þá sérstaklega þegar kemur að landhelgisdeilum þeirra við önnur ríki í Suður-Kínahafi. Hefði Hillary Clinton unnið töldu margir Kínverjar það líklegt að hún myndi viðhalda þeirri stefnu til að halda kínversku ríkisstjórninni í skefjum. Trump hefur hins vegar sagst fyrirlíta utanríkisstefnu þeirra beggja og lofaði að endursmíða utanríkisstefnu Bandaríkjanna með mikilmennskubrag, eins óljós og sú stefna virðist vera. Kínverjar virtust hreinlega ekki kunna vel við Hillary. Sem utanríkisráðherra hafði hún ekki aðeins gagnrýnt mannréttindi og ritskoðun í landinu, heldur líka ásakað Kínverja um að stela leyniskjölum og mikilvægum viðskiptaupplýsingum. Og þó svo að stjórnvöld í Kína séu kannski ekki fagnandi yfir sigri Donalds Trump, þá hefur vanhæfni fjölmiðla til að spá fyrir um sigur hans verið himnasending til þeirra í von um að sýna fram á að vestrænum fjölmiðlum sé stjórnað af hlutdrægni og spillingu. Spjót Donalds Trump virðast hafa að mestu leyti beinst gegn kínverskum efnahagsdeilum. Hann hefur ásakað Kínverja um að stela bandarískum störfum og fylgi hann þeirri stefnu eftir að formlega ásaka Kínverja fyrir að ráðskast með bandarísku myntina eða að setja 45% viðskiptatoll á þjóðina mun það hafa verulegar afleiðingar fyrir efnahagskerfið um heim allan. Kínverjar hafa einnig hótað að hætta verslun með Boeing-þotur, Iphone-síma og bandarískt maískorn ef Trump ákveður að leggja í efnahagsstríð. Einnig hefur næstverðandi forseti varið seinustu árum í það að tala um hvað Bandaríkin hafi orðið veikburða undir stjórn Obama og þurfi að endurvekja styrkleika sinn í heiminum. Fyrir frekar stríðsglaða þjóð þá getur svona orðræða vakið upp ákveðna áhættuklemmu. Þess ber að minnast að ríkisstjórn Bandaríkjanna ber skylda til að verja Tævan og önnur nágrannaríki ef Kína skyldi bregðast hernaðarlega við. Ógnin er sú, að ef Donald Trump kýs að bregðast við aðgerðum Kínverja á næstu árum með sömu hvatvísi og hann hefur brugðist við stórstjörnum á Twitter klukkan þrjú að morgni, þá verður samband þessarra tveggja þjóða óumdeilanlega það mikilvægasta á 21. öldinni, en engan veginn eins og friðsælt og allir hefðu vonast eftir.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir Skoðun