Trump segir Kínverja stela og þeir segja allt of mikið gert úr málinu Samúel Karl Ólason skrifar 17. desember 2016 18:00 Donald Trump segir Kínverja hafa stolið kafbátnum. Vísir/GETTY/AFP Kínverjar hafa sakað Bandaríkin um að bregðast allt of illa við atviki í Suður-Kínahafi. Kínverjar lögðu hald á sjálfvirkan kafbát Bandaríkjanna á þriðjudaginn, þegar verið var að nota kafbátinn við rannsóknir á alþjóðlegu hafsvæði. Hernaðaryfirvöld í Bandaríkjunum fara fram á að kafbátnum verði skilað og hafa varað Kínverja við því að grípa aftur til svipaðra aðgerða. Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna segja Kínverja ætla að skila kafbátnum en Kínverjar gagnrýndu Bandaríkin fyrir að gera allt of mikið úr atvikinu. Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hafði tíst um málið skömmu fyrir tilkynningu Kínverja í dag. Sagði hann Kína hafa stolið kafbátnum með slíkum hætti sem ætti sér ekki nokkurt fordæmi. Trump hefur þegar valdið taugatitringi í Peking með viðhorfi sínu og ummælum gagnvart Taívan.China steals United States Navy research drone in international waters - rips it out of water and takes it to China in unprecedented act.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 17, 2016 Forsetinn verðandi hefur orðið fyrir mikilli gagnrýni á samfélagsmiðlum fyrir að hafa skrifað orðið „unprecedented“ vitlaust í tísti sínu, en hann hefur breytt tístinu. Herskip frá Kína tók kafbátinn um borð skammt undan ströndum Filippseyja, skömmu áður en áhöfn rannsóknaskipsins USNS Bowditch hafði tækifæri til þess á fimmtudaginn. Bandaríkin segja kafbátinn hafa verið greinilega merktan og vilja þau fá hann aftur. Kína hefur gert ólöglegt tilkall til nærri því alls Suður-Kínahafs og hafa þeir byggt eyjur, flotastöðvar og flugvelli og þar að auki hefur eldflaugum og loftvarnabyssum verið komið fyrir á eyjum víða um hafið. Spenna á svæðinu er mikil. Sérfræðingar segja atvikið með kafbátinn vera mjög alvarlegt og að það muni koma til með að auka spennuna á svæðinu frekar. Donald Trump Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Kínverjar „verulega áhyggjufullir“ vegna ummæla Trump Segja Eitt Kína-stefnuna vera hornstein samskipta ríkjanna. 12. desember 2016 10:18 Trump lætur gagnrýni Kínverja sér sem vind um eyru þjóta Er í lagi að selja Taívönum hergögn fyrir milljarða dala en ekki taka við heillaóskum frá þeim? 3. desember 2016 15:07 Kínverjar vígbúa eyjur sínar í Suður-Kínahafi Virðast hafa byggt umfangsmiklar loftvarnir á eyjum sem þeir byggðu á umdeildu hafsvæði. 15. desember 2016 17:00 Víetnamar vinna við umdeilt rif Kínverjar og Taívan gera einnig tilkall til rifsins sem er í Suður-Kínahafi. 8. desember 2016 14:45 Símtalið umdeilda hluti af skipulagðri stefnubreytingu Donald Trump vill breyta stefnu Bandaríkjanna varðandi Taívan og Kína. 5. desember 2016 11:00 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Sjá meira
Kínverjar hafa sakað Bandaríkin um að bregðast allt of illa við atviki í Suður-Kínahafi. Kínverjar lögðu hald á sjálfvirkan kafbát Bandaríkjanna á þriðjudaginn, þegar verið var að nota kafbátinn við rannsóknir á alþjóðlegu hafsvæði. Hernaðaryfirvöld í Bandaríkjunum fara fram á að kafbátnum verði skilað og hafa varað Kínverja við því að grípa aftur til svipaðra aðgerða. Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna segja Kínverja ætla að skila kafbátnum en Kínverjar gagnrýndu Bandaríkin fyrir að gera allt of mikið úr atvikinu. Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hafði tíst um málið skömmu fyrir tilkynningu Kínverja í dag. Sagði hann Kína hafa stolið kafbátnum með slíkum hætti sem ætti sér ekki nokkurt fordæmi. Trump hefur þegar valdið taugatitringi í Peking með viðhorfi sínu og ummælum gagnvart Taívan.China steals United States Navy research drone in international waters - rips it out of water and takes it to China in unprecedented act.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 17, 2016 Forsetinn verðandi hefur orðið fyrir mikilli gagnrýni á samfélagsmiðlum fyrir að hafa skrifað orðið „unprecedented“ vitlaust í tísti sínu, en hann hefur breytt tístinu. Herskip frá Kína tók kafbátinn um borð skammt undan ströndum Filippseyja, skömmu áður en áhöfn rannsóknaskipsins USNS Bowditch hafði tækifæri til þess á fimmtudaginn. Bandaríkin segja kafbátinn hafa verið greinilega merktan og vilja þau fá hann aftur. Kína hefur gert ólöglegt tilkall til nærri því alls Suður-Kínahafs og hafa þeir byggt eyjur, flotastöðvar og flugvelli og þar að auki hefur eldflaugum og loftvarnabyssum verið komið fyrir á eyjum víða um hafið. Spenna á svæðinu er mikil. Sérfræðingar segja atvikið með kafbátinn vera mjög alvarlegt og að það muni koma til með að auka spennuna á svæðinu frekar.
Donald Trump Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Kínverjar „verulega áhyggjufullir“ vegna ummæla Trump Segja Eitt Kína-stefnuna vera hornstein samskipta ríkjanna. 12. desember 2016 10:18 Trump lætur gagnrýni Kínverja sér sem vind um eyru þjóta Er í lagi að selja Taívönum hergögn fyrir milljarða dala en ekki taka við heillaóskum frá þeim? 3. desember 2016 15:07 Kínverjar vígbúa eyjur sínar í Suður-Kínahafi Virðast hafa byggt umfangsmiklar loftvarnir á eyjum sem þeir byggðu á umdeildu hafsvæði. 15. desember 2016 17:00 Víetnamar vinna við umdeilt rif Kínverjar og Taívan gera einnig tilkall til rifsins sem er í Suður-Kínahafi. 8. desember 2016 14:45 Símtalið umdeilda hluti af skipulagðri stefnubreytingu Donald Trump vill breyta stefnu Bandaríkjanna varðandi Taívan og Kína. 5. desember 2016 11:00 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Sjá meira
Kínverjar „verulega áhyggjufullir“ vegna ummæla Trump Segja Eitt Kína-stefnuna vera hornstein samskipta ríkjanna. 12. desember 2016 10:18
Trump lætur gagnrýni Kínverja sér sem vind um eyru þjóta Er í lagi að selja Taívönum hergögn fyrir milljarða dala en ekki taka við heillaóskum frá þeim? 3. desember 2016 15:07
Kínverjar vígbúa eyjur sínar í Suður-Kínahafi Virðast hafa byggt umfangsmiklar loftvarnir á eyjum sem þeir byggðu á umdeildu hafsvæði. 15. desember 2016 17:00
Víetnamar vinna við umdeilt rif Kínverjar og Taívan gera einnig tilkall til rifsins sem er í Suður-Kínahafi. 8. desember 2016 14:45
Símtalið umdeilda hluti af skipulagðri stefnubreytingu Donald Trump vill breyta stefnu Bandaríkjanna varðandi Taívan og Kína. 5. desember 2016 11:00