Hver hefur eftirlit með eftirlitsaðilanum? Ástfríður Sigurðardóttir skrifar 16. desember 2016 07:00 Í kjölfar umfjöllunar Kastljóss nýverið um málefni Brúneggja og eftirlit Matvælastofnunar var ofangreindri spurningu stundum varpað fram í umræðunni og sem verkefnastjóri ytri úttekta á stofnuninni frá árinu 2008 tel ég rétt að nýta tækifærið og skýra frá því hvernig staðið er að úttektum þriðja aðila á opinberu eftirliti hér á landi. Lögbundnar kröfur Þeir aðilar sem sinna opinberu eftirliti á Íslandi með öryggi matvæla og fóðurs, dýraheilbrigði og dýravelferð starfa meðal annars á grundvelli reglugerðar Evrópusambandsins nr. 882/2004 um opinbert eftirlit sem innleidd var hér á landi árið 2010. Í reglugerðinni er einnig kveðið á um að jafnframt skuli fara fram reglulegar úttektir í öllum aðildarríkjum EES á því hvort eftirlitinu sé sinnt á réttan hátt og í samræmi við löggjöf þar að lútandi. Í ríkjum Evrópusambandsins er það framkvæmdastjórnin sem er ábyrg fyrir þessum úttektum en á Íslandi og í Noregi er það Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) sem framkvæmir þær. Frá árinu 2008 hefur ESA komið í 3-5 úttektir á ári og alls 35. Það er óhætt að fullyrða að engin stofnun á Íslandi lýtur fleiri ytri úttektum árlega en Matvælastofnun og eru starfsmenn margir hverjir þrautþjálfaðir í slíkri vinnu. Hver og ein úttekt útheimtir mikinn undirbúning og framlag fjölda starfsmanna í hvert sinn enda þarf að senda upplýsingar til ESA fyrirfram, útbúa dagskrá, hafa samband við fyrirtæki sem heimsótt eru, skipuleggja hvaða starfsmenn fylgja úttektarmönnum í fyrirtæki, sitja fundi með fulltrúum ESA og síðast en ekki síst útbúa tímasettar úrbótaáætlanir í kjölfar hverrar úttektar. Við undirbúning og framkvæmd slíkra úttekta er unnið eftir skráðu verklagi sem finna má í gæðahandbók Matvælastofnunar á vef hennar. Hjá því er ekki komist að gerðar séu kröfur um einhverjar úrbætur í kjölfar slíkra úttekta. Þær eru tímasettar og er það hlutverk verkefnastjóra að sinna eftirfylgni með því að úrbótaverkefnum sé lokið og ESA reglubundið upplýst um gang mála. Úttektir hafa því orðið til þess að farið hefur verið í mörg verkefni hjá stofnuninni og sum jafnvel fyrr en áætlað var. Sem dæmi um úrbótaverkefni og afurðir þeirra má nefna skoðunarhandbækur, þróun skráðra verkferla í gæðahandbók, betrumbætur á gagnagrunni eftirlitsskýrslna, áhættu- og frammistöðuflokkun, þjálfun starfsmanna í eftirliti, útgáfu leiðbeininga og staðfestingu á innra úttektakerfi sem einnig hefur verið hrint í framkvæmd. Þess ber að geta að athugasemdir ESA geta einnig snúið að öðrum aðilum sem koma að opinberu eftirliti, svo sem ráðuneytum, heilbrigðiseftirliti sveitarfélaga og öðrum stofnunum. Innri úttektir Matvælastofnunar Í ofangreindri löggjöf um opinbert eftirlit er einnig kveðið á um að stjórnvöld í hverju aðildarríki EFTA/EES skuli, samhliða ytri úttektum 3ja aðila, tryggja að framkvæmdar séu innri úttektir á framkvæmd opinbers eftirlits þannig að markmiðum reglugerðarinnar sé náð. Af þessu tilefni hefur verið innleitt innra úttektakerfi á opinberu eftirliti með matvælum, fóðri, heilbrigði og velferð dýra sem birt hefur verið á heimasíðu Matvælastofnunar (www.matvælastofnun.is). Þjálfun úttektarmanna fór fram á árinu og þegar hafa verið framkvæmdar 5 úttektir bæði á eftirlit Matvælastofnunar á tilteknum sviðum sem og eftirliti hjá tveimur svæðum heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga. Unnið er að úrbótaáætlunum í kjölfar úttektanna og verða niðurstöður sem og framkvæmd þeirra kynnt betur í ársskýrslu Matvælastofnunar 2016. Hagsmunir útflytjenda Til viðbótar lögbundnum úttektum ESA hér á landi koma einnig sendinefndir til landsins til að gera úttekt á þeim framleiðslufyrirtækjum sem hafa leyfi til útflutnings til tiltekinna ríkja utan EES. Um leið er einnig litið til þess hvernig staðið er að opinberu eftirliti með þessum fyrirtækjum. Nokkur aukning hefur verið á fjölda slíkra úttekta á síðustu árum og skipar undirbúningur þeirra, framkvæmd og verkefnastjórnun sífellt meiri sess í starfsemi Matvælastofnunar. Mikilvægt er að vel takist til í slíkum úttektum þar sem útkoma þeirra getur haft áhrif á útflutningshagsmuni og möguleika fyrirtækja á aðgangi að erlendum mörkuðum með vörur sínar. Samhliða þessu fela slíkar úttektir í sér viðurkenningu erlendra systurstofnana Matvælastofnunar á opinberu eftirliti sem stofnunin sinnir. Lokaorð Framangreind umfjöllun sýnir að virkt eftirlit er með starfsemi Matvælastofnunar. Það á bæði við um ytri úttektir ESA og viðskiptaríkja auk innri úttekta stofnunarinnar, sbr. kerfi sem samþykkt er af ráðuneyti atvinnuvega og nýsköpunar. Þá má að lokum geta þess að líkt og aðrar ríkisstofnanir heyrir Matvælastofnun undir eftirlit Ríkisendurskoðunar og má nálgast niðurstöður þeirra úttekta á heimasíðu hennar, en niðurstöður þeirra hafa almennt verið góðar. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brúneggjamálið Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í kjölfar umfjöllunar Kastljóss nýverið um málefni Brúneggja og eftirlit Matvælastofnunar var ofangreindri spurningu stundum varpað fram í umræðunni og sem verkefnastjóri ytri úttekta á stofnuninni frá árinu 2008 tel ég rétt að nýta tækifærið og skýra frá því hvernig staðið er að úttektum þriðja aðila á opinberu eftirliti hér á landi. Lögbundnar kröfur Þeir aðilar sem sinna opinberu eftirliti á Íslandi með öryggi matvæla og fóðurs, dýraheilbrigði og dýravelferð starfa meðal annars á grundvelli reglugerðar Evrópusambandsins nr. 882/2004 um opinbert eftirlit sem innleidd var hér á landi árið 2010. Í reglugerðinni er einnig kveðið á um að jafnframt skuli fara fram reglulegar úttektir í öllum aðildarríkjum EES á því hvort eftirlitinu sé sinnt á réttan hátt og í samræmi við löggjöf þar að lútandi. Í ríkjum Evrópusambandsins er það framkvæmdastjórnin sem er ábyrg fyrir þessum úttektum en á Íslandi og í Noregi er það Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) sem framkvæmir þær. Frá árinu 2008 hefur ESA komið í 3-5 úttektir á ári og alls 35. Það er óhætt að fullyrða að engin stofnun á Íslandi lýtur fleiri ytri úttektum árlega en Matvælastofnun og eru starfsmenn margir hverjir þrautþjálfaðir í slíkri vinnu. Hver og ein úttekt útheimtir mikinn undirbúning og framlag fjölda starfsmanna í hvert sinn enda þarf að senda upplýsingar til ESA fyrirfram, útbúa dagskrá, hafa samband við fyrirtæki sem heimsótt eru, skipuleggja hvaða starfsmenn fylgja úttektarmönnum í fyrirtæki, sitja fundi með fulltrúum ESA og síðast en ekki síst útbúa tímasettar úrbótaáætlanir í kjölfar hverrar úttektar. Við undirbúning og framkvæmd slíkra úttekta er unnið eftir skráðu verklagi sem finna má í gæðahandbók Matvælastofnunar á vef hennar. Hjá því er ekki komist að gerðar séu kröfur um einhverjar úrbætur í kjölfar slíkra úttekta. Þær eru tímasettar og er það hlutverk verkefnastjóra að sinna eftirfylgni með því að úrbótaverkefnum sé lokið og ESA reglubundið upplýst um gang mála. Úttektir hafa því orðið til þess að farið hefur verið í mörg verkefni hjá stofnuninni og sum jafnvel fyrr en áætlað var. Sem dæmi um úrbótaverkefni og afurðir þeirra má nefna skoðunarhandbækur, þróun skráðra verkferla í gæðahandbók, betrumbætur á gagnagrunni eftirlitsskýrslna, áhættu- og frammistöðuflokkun, þjálfun starfsmanna í eftirliti, útgáfu leiðbeininga og staðfestingu á innra úttektakerfi sem einnig hefur verið hrint í framkvæmd. Þess ber að geta að athugasemdir ESA geta einnig snúið að öðrum aðilum sem koma að opinberu eftirliti, svo sem ráðuneytum, heilbrigðiseftirliti sveitarfélaga og öðrum stofnunum. Innri úttektir Matvælastofnunar Í ofangreindri löggjöf um opinbert eftirlit er einnig kveðið á um að stjórnvöld í hverju aðildarríki EFTA/EES skuli, samhliða ytri úttektum 3ja aðila, tryggja að framkvæmdar séu innri úttektir á framkvæmd opinbers eftirlits þannig að markmiðum reglugerðarinnar sé náð. Af þessu tilefni hefur verið innleitt innra úttektakerfi á opinberu eftirliti með matvælum, fóðri, heilbrigði og velferð dýra sem birt hefur verið á heimasíðu Matvælastofnunar (www.matvælastofnun.is). Þjálfun úttektarmanna fór fram á árinu og þegar hafa verið framkvæmdar 5 úttektir bæði á eftirlit Matvælastofnunar á tilteknum sviðum sem og eftirliti hjá tveimur svæðum heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga. Unnið er að úrbótaáætlunum í kjölfar úttektanna og verða niðurstöður sem og framkvæmd þeirra kynnt betur í ársskýrslu Matvælastofnunar 2016. Hagsmunir útflytjenda Til viðbótar lögbundnum úttektum ESA hér á landi koma einnig sendinefndir til landsins til að gera úttekt á þeim framleiðslufyrirtækjum sem hafa leyfi til útflutnings til tiltekinna ríkja utan EES. Um leið er einnig litið til þess hvernig staðið er að opinberu eftirliti með þessum fyrirtækjum. Nokkur aukning hefur verið á fjölda slíkra úttekta á síðustu árum og skipar undirbúningur þeirra, framkvæmd og verkefnastjórnun sífellt meiri sess í starfsemi Matvælastofnunar. Mikilvægt er að vel takist til í slíkum úttektum þar sem útkoma þeirra getur haft áhrif á útflutningshagsmuni og möguleika fyrirtækja á aðgangi að erlendum mörkuðum með vörur sínar. Samhliða þessu fela slíkar úttektir í sér viðurkenningu erlendra systurstofnana Matvælastofnunar á opinberu eftirliti sem stofnunin sinnir. Lokaorð Framangreind umfjöllun sýnir að virkt eftirlit er með starfsemi Matvælastofnunar. Það á bæði við um ytri úttektir ESA og viðskiptaríkja auk innri úttekta stofnunarinnar, sbr. kerfi sem samþykkt er af ráðuneyti atvinnuvega og nýsköpunar. Þá má að lokum geta þess að líkt og aðrar ríkisstofnanir heyrir Matvælastofnun undir eftirlit Ríkisendurskoðunar og má nálgast niðurstöður þeirra úttekta á heimasíðu hennar, en niðurstöður þeirra hafa almennt verið góðar. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar