Þorvaldur skorar á Guðna að veita sér umboð til stjórnarmyndunar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. desember 2016 23:00 Þorvaldur Þorvaldsson, formaður Alþýðufylkingarinnar vill að Guðni Th. Jóhannesson, forseti, veit sér umboð til stjórnarmyndunar. vísir Formaður Alþýðufylkingarinnar skorar á forseta Íslands að veita fylkingunni umboð til að mynda utanþingsstjórn. Þetta kemur fram í opnu bréfi formannsins, Þorvaldar Þorvaldssonar, til Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, sem birtist í Fréttablaðinu í dag. „Í ljósi þess vandræðagangs sem einkennir tilraunir þeirra flokka sem sitja á Alþingi til að reyna að mynda ríkisstjórn viljum við hvetja þig til að leita til Alþýðufylkingarinnar og veita henni umboð til myndunar utanþingsstjórnar,“ segir Þorvaldur. Núverandi stjórnarkreppa varpi ljósi á djúpstæða kreppu í samfélaginu. „Þó að mikið sé talað um efnahagslegt góðæri, nær það aðeins til lítils hluta þjóðarinnar. Auk þess blasir við að þegar næsta efnahagsbóla springur verður það að óbreyttu enn á ný hinn fátæki skari sem verður látinn bera byrðarnar.“ Seðlabanki Íslands lækkaði í morgun stýrivextina um 0,25 prósent meðal annars þar sem hagvöxtur hefði verið umfram spár bankans.Fengu 575 atkvæði Alþýðufylkingin bauð fram í Alþingiskosningunum 2013, sveitastjórnarkosningunum 2014 og aftur í nýafstöðnum kosningum til Alþingis. Þar fékk flokkurinn 575 atkvæði samanlagt eða um 0,3 prósent. Mest var fylgið í norðausturkjördæmi, tæplega eitt prósent. Ljóst er að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er í nokkrum vanda með næstu skref. Fram hefur komið að hans vilji sé að ríkisstjórn sé mynduð fyrir jól en nú eru tíu dagar til jóla. Birgitta Jónsdóttir skilaði umboði til stjórnarmyndunar á Bessastaði á mánudag og eiga flokkarnir nú í óformlegum samtölum hver við annan. Þorvaldur minnir á ítarlega stefnuskrá flokksins í kosningunum.„Féfletta samfélagið í gegnum fjármálakerfið“ „Fjögurra ára áætlun Alþýðufylkingarinnar, sem byggðist á áformum um félagsvæðingu innviða samfélagsins þar sem lykilatriði er að fjármálakerfið verði rekið félagslega, til að það hætti að draga til sín öll tiltæk verðmæti í samfélaginu og svelti þannig velferðina og aðra mikilvæga þjónustu við almenning.“ Hugmyndir annarra flokka séu samhengislausar eða beinlínis handbendi auðstéttarinnar svo hún geti áfram rakað saman gróða á kostnað alþýðunnar. „Þess vegna geta þeir ekki komið sér saman um lausnir á aðsteðjandi vandamálum, enda vilja þeir ekki ráðast að orsökum þeirra.“Grein Þorvaldar má lesa í heild sinni hér en þar ræðir hann nánar um mikilvægi þess að „koma í veg fyrir að fjármálafáveldið í landinu hafi opinn aðgang að því að féfletta samfélagið gegnum fjármálakerfið og aðrar samsteypur auðstéttarinnar.“ Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Formaður Alþýðufylkingarinnar skorar á forseta Íslands að veita fylkingunni umboð til að mynda utanþingsstjórn. Þetta kemur fram í opnu bréfi formannsins, Þorvaldar Þorvaldssonar, til Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, sem birtist í Fréttablaðinu í dag. „Í ljósi þess vandræðagangs sem einkennir tilraunir þeirra flokka sem sitja á Alþingi til að reyna að mynda ríkisstjórn viljum við hvetja þig til að leita til Alþýðufylkingarinnar og veita henni umboð til myndunar utanþingsstjórnar,“ segir Þorvaldur. Núverandi stjórnarkreppa varpi ljósi á djúpstæða kreppu í samfélaginu. „Þó að mikið sé talað um efnahagslegt góðæri, nær það aðeins til lítils hluta þjóðarinnar. Auk þess blasir við að þegar næsta efnahagsbóla springur verður það að óbreyttu enn á ný hinn fátæki skari sem verður látinn bera byrðarnar.“ Seðlabanki Íslands lækkaði í morgun stýrivextina um 0,25 prósent meðal annars þar sem hagvöxtur hefði verið umfram spár bankans.Fengu 575 atkvæði Alþýðufylkingin bauð fram í Alþingiskosningunum 2013, sveitastjórnarkosningunum 2014 og aftur í nýafstöðnum kosningum til Alþingis. Þar fékk flokkurinn 575 atkvæði samanlagt eða um 0,3 prósent. Mest var fylgið í norðausturkjördæmi, tæplega eitt prósent. Ljóst er að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er í nokkrum vanda með næstu skref. Fram hefur komið að hans vilji sé að ríkisstjórn sé mynduð fyrir jól en nú eru tíu dagar til jóla. Birgitta Jónsdóttir skilaði umboði til stjórnarmyndunar á Bessastaði á mánudag og eiga flokkarnir nú í óformlegum samtölum hver við annan. Þorvaldur minnir á ítarlega stefnuskrá flokksins í kosningunum.„Féfletta samfélagið í gegnum fjármálakerfið“ „Fjögurra ára áætlun Alþýðufylkingarinnar, sem byggðist á áformum um félagsvæðingu innviða samfélagsins þar sem lykilatriði er að fjármálakerfið verði rekið félagslega, til að það hætti að draga til sín öll tiltæk verðmæti í samfélaginu og svelti þannig velferðina og aðra mikilvæga þjónustu við almenning.“ Hugmyndir annarra flokka séu samhengislausar eða beinlínis handbendi auðstéttarinnar svo hún geti áfram rakað saman gróða á kostnað alþýðunnar. „Þess vegna geta þeir ekki komið sér saman um lausnir á aðsteðjandi vandamálum, enda vilja þeir ekki ráðast að orsökum þeirra.“Grein Þorvaldar má lesa í heild sinni hér en þar ræðir hann nánar um mikilvægi þess að „koma í veg fyrir að fjármálafáveldið í landinu hafi opinn aðgang að því að féfletta samfélagið gegnum fjármálakerfið og aðrar samsteypur auðstéttarinnar.“
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira