Kveður eftir 15 ára feril Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. desember 2016 06:00 Herbergisfélagarnir Róbert og Snorri Steinn eru nú báðir hættir í landsliðinu. Þeir fagna hér á ÓL í Peking 2008. vísir/vilhelm Róbert Gunnarsson, línumaður íslenska landsliðsins og lykilmaður þess undanfarinn áratug, er hættur að leika með landsliðinu. Hann gaf ekki kost á sér í HM-hópinn en Geir Sveinsson landsliðsþjálfari tilkynnti í gær stóra 28 manna hópinn sem kemur saman til æfinga á milli jóla og nýárs. „Ég er búinn að liggja lengi yfir þessu. Maður ákveður ekki svona upp úr þurru. Þetta er búið að gerjast í mér í langan tíma,“ segir Róbert en hann segir erfitt að kveðja. „Við erum búnir að ganga í gegnum súrt og sætt saman strákarnir. Endalaust af stórmótum og ferðalögum sem og hlátri og gráti. Þetta er búin að vera rússíbanareið en öll ævintýri hafa sinn enda. Þetta er minn endir og ég geng stoltur frá borði. Er stoltur af því sem ég hef gert með strákunum sem eru orðnir mínir bestu vinir í dag.“ Landsliðsþjálfarinn Geir Sveinsson skilur afstöðu Róberts. „Hann er að taka það skref eins og fleiri hafa verið að gera upp á síðkastið.,“ segir Geir um ákvörðun Róberts. „Þetta er bara svona núna. Róbert er að draga sig til baka og það er allt í góðu. Ég virði ákvörðun hans enda hefur hann átt glæstan feril með landsliðinu.“ Róbert spilaði sinn fyrsta landsleik árið 2001 og á að baki 276 leiki en í þeim hefur hann skorað 773 mörk. Hann var bæði í silfurliðinu í Peking 2008 og bronsliðinu á EM í Austurríki árið 2010 og var máttarstólpi í stærstu afrekum íslenska landsliðsins. Fimmtán ára löngum landsliðsferli hans er nú lokið.Arnór enn þá tæpur Arnór Atlason er í 28 manna hópnum þrátt fyrir að vera mjög tæpur vegna meiðsla. Fresturinn til að skila þessum stóra hópi rann út í gær og sá Geir sig knúinn til að taka áhættuna enda hefur Arnór verið einn af stóru póstunum í liðinu til margra ára og er enn viljugur til að spila fyrir Ísland. „Við verðum að leyfa Arnóri að njóta vafans. Hann er alls ekki 100 prósent en Álaborg á leik á miðvikudaginn og þá sjáum við hvort hann verður með,“ segir Geir. Theodór Sigurbjörnsson, hægri hornamaður ÍBV, varð fyrir því óláni að meiðast á dögunum en hann hefði annars verið í hópnum. Í hans stað fær Óðinn Þór Ríkharðsson úr FH sæti í 28 manna hópnum. „Við settum Tedda í skoðun í gær þar sem kom endanlega fram að hann verður frá í einn til tvo mánuði. Það staðfesti að við gátum ekki tekið hann með. Þetta er klárlega mjög svekkjandi fyrir hann .“Tveir nýliðar og Vignir Óðinn Þór er annar tveggja nýliða í hópnum en einnig fær Elvar Örn Jónsson úr Selfossi tækifæri til að sanna sig. Þeir eru tveir af fimm leikmönnum úr U20 ára landsliðinu. „Óðinn hefur klárlega unnið fyrir sínu sæti þó Teddi væri á undan honum en hann hefur sýnt góða hluti eins og Elvar og fleiri. Þetta er framtíðin og ég vil gefa þessum strákum tækifæri til að komast inn í þetta hjá okkur,“ segir Geir. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Róbert Gunnarsson gaf ekki kost á sér á HM: „Sýnist þetta vera niðurstaðan til framtíðar“ Glæstum landsliðsferli Róberts Gunnarsson virðist vera lokið en hann vildi ekki fara með Íslandi á HM. 12. desember 2016 14:30 Róbert: Ég geng stoltur frá borði "Ég er endanlega hættur. Ég mun ekki spila fleiri landsleiki fyrir Ísland,“ segir línumaðurinn Róbert Gunnarsson sem ákvað í dag að leggja landsliðsskóna á hilluna. 12. desember 2016 18:27 Geir hefur valið 28 manna hópinn fyrir HM Geir Sveinsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið þá 28 leikmenn sem koma til greina í íslenska hópinn á HM í Frakklandi sem hefst í næsta mánuði. 12. desember 2016 14:09 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Fleiri fréttir Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Sjá meira
Róbert Gunnarsson, línumaður íslenska landsliðsins og lykilmaður þess undanfarinn áratug, er hættur að leika með landsliðinu. Hann gaf ekki kost á sér í HM-hópinn en Geir Sveinsson landsliðsþjálfari tilkynnti í gær stóra 28 manna hópinn sem kemur saman til æfinga á milli jóla og nýárs. „Ég er búinn að liggja lengi yfir þessu. Maður ákveður ekki svona upp úr þurru. Þetta er búið að gerjast í mér í langan tíma,“ segir Róbert en hann segir erfitt að kveðja. „Við erum búnir að ganga í gegnum súrt og sætt saman strákarnir. Endalaust af stórmótum og ferðalögum sem og hlátri og gráti. Þetta er búin að vera rússíbanareið en öll ævintýri hafa sinn enda. Þetta er minn endir og ég geng stoltur frá borði. Er stoltur af því sem ég hef gert með strákunum sem eru orðnir mínir bestu vinir í dag.“ Landsliðsþjálfarinn Geir Sveinsson skilur afstöðu Róberts. „Hann er að taka það skref eins og fleiri hafa verið að gera upp á síðkastið.,“ segir Geir um ákvörðun Róberts. „Þetta er bara svona núna. Róbert er að draga sig til baka og það er allt í góðu. Ég virði ákvörðun hans enda hefur hann átt glæstan feril með landsliðinu.“ Róbert spilaði sinn fyrsta landsleik árið 2001 og á að baki 276 leiki en í þeim hefur hann skorað 773 mörk. Hann var bæði í silfurliðinu í Peking 2008 og bronsliðinu á EM í Austurríki árið 2010 og var máttarstólpi í stærstu afrekum íslenska landsliðsins. Fimmtán ára löngum landsliðsferli hans er nú lokið.Arnór enn þá tæpur Arnór Atlason er í 28 manna hópnum þrátt fyrir að vera mjög tæpur vegna meiðsla. Fresturinn til að skila þessum stóra hópi rann út í gær og sá Geir sig knúinn til að taka áhættuna enda hefur Arnór verið einn af stóru póstunum í liðinu til margra ára og er enn viljugur til að spila fyrir Ísland. „Við verðum að leyfa Arnóri að njóta vafans. Hann er alls ekki 100 prósent en Álaborg á leik á miðvikudaginn og þá sjáum við hvort hann verður með,“ segir Geir. Theodór Sigurbjörnsson, hægri hornamaður ÍBV, varð fyrir því óláni að meiðast á dögunum en hann hefði annars verið í hópnum. Í hans stað fær Óðinn Þór Ríkharðsson úr FH sæti í 28 manna hópnum. „Við settum Tedda í skoðun í gær þar sem kom endanlega fram að hann verður frá í einn til tvo mánuði. Það staðfesti að við gátum ekki tekið hann með. Þetta er klárlega mjög svekkjandi fyrir hann .“Tveir nýliðar og Vignir Óðinn Þór er annar tveggja nýliða í hópnum en einnig fær Elvar Örn Jónsson úr Selfossi tækifæri til að sanna sig. Þeir eru tveir af fimm leikmönnum úr U20 ára landsliðinu. „Óðinn hefur klárlega unnið fyrir sínu sæti þó Teddi væri á undan honum en hann hefur sýnt góða hluti eins og Elvar og fleiri. Þetta er framtíðin og ég vil gefa þessum strákum tækifæri til að komast inn í þetta hjá okkur,“ segir Geir.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Róbert Gunnarsson gaf ekki kost á sér á HM: „Sýnist þetta vera niðurstaðan til framtíðar“ Glæstum landsliðsferli Róberts Gunnarsson virðist vera lokið en hann vildi ekki fara með Íslandi á HM. 12. desember 2016 14:30 Róbert: Ég geng stoltur frá borði "Ég er endanlega hættur. Ég mun ekki spila fleiri landsleiki fyrir Ísland,“ segir línumaðurinn Róbert Gunnarsson sem ákvað í dag að leggja landsliðsskóna á hilluna. 12. desember 2016 18:27 Geir hefur valið 28 manna hópinn fyrir HM Geir Sveinsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið þá 28 leikmenn sem koma til greina í íslenska hópinn á HM í Frakklandi sem hefst í næsta mánuði. 12. desember 2016 14:09 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Fleiri fréttir Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Sjá meira
Róbert Gunnarsson gaf ekki kost á sér á HM: „Sýnist þetta vera niðurstaðan til framtíðar“ Glæstum landsliðsferli Róberts Gunnarsson virðist vera lokið en hann vildi ekki fara með Íslandi á HM. 12. desember 2016 14:30
Róbert: Ég geng stoltur frá borði "Ég er endanlega hættur. Ég mun ekki spila fleiri landsleiki fyrir Ísland,“ segir línumaðurinn Róbert Gunnarsson sem ákvað í dag að leggja landsliðsskóna á hilluna. 12. desember 2016 18:27
Geir hefur valið 28 manna hópinn fyrir HM Geir Sveinsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið þá 28 leikmenn sem koma til greina í íslenska hópinn á HM í Frakklandi sem hefst í næsta mánuði. 12. desember 2016 14:09