Birgitta: Vantaði upp á vilja til að miðla málum í mjög stórum málum Anton Egilsson skrifar 12. desember 2016 18:36 Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sem skilaði umboði til stjórnarmyndunar í dag segir að það hafi vantað upp á vilja til að miðla málum í mjög stórum málum hjá flokkunum fimm. Hún vill þó ekki benda á einn flokk sem að viðræðurnar hafi strandað á. Var niðurstaða fundarins sú að Píratar færðu forseta til baka hið táknræna umboð. „Niðurstaðan er frá okkar hendi er sú að við færðum honum hið táknræna umboð og fórum yfir með honum hvernig vinnunni var undið fram og hvernig við sjáum fyrir okkur framtíðina.“ Aðspurð sagðist henni hafa komið það á óvart að ekki hafi tekist að fara í formlegar viðræður á milli flokkanna fimm. „Við vorum komin með svona 90 prósent, það vantaði upp á vilja til að málamiðla í mjög stórum málum, sem að við vorum þó komin langt með. Það kom okkur kom mjög á óvart að það skildi ekki takast í dag.“Ósanngjarnt að benda á flokk sem viðræður hafi strandað á Henni finnst það þá ósanngjarnt að benda á einhvern einn flokk sem viðræðurnar hafi strandað á. „Ég vil ekki fara að setja puttann á einn flokk, mér finnst það ósanngjarnt. Mér fannst fólk vera að leggja sig fram af heilum hug í allri þessari vinnu. Þetta var góð vinna og við fengum tækifæri til þess að fá betri skilning á því hvað fólk leggur mesta áherslu á í ólíkum málefnaflokkum. Við náðum samstöðu um hluti sem við ég hélt að væri mjög erfitt að ná samstöðu um og ég trúi ekki öðru en það verði hægt að halda áfram að vinna út frá því inn á þinginu.“ Hún segist þó ekki trúa öðru en að fólk sé tilbúið að vinna áfram með þær niðurstöður sem náðust á fundinum í dag. „Nú skiptir miklu mali að allir flokkarnir voru sammála um að mikilvægt væri að forgangsraða í heilbrigðismálum, menntamálin og aðra innviði sem kalla á slíkt. Þá voru allir flokkarnir sammála um stjórnarskrármálið og aðferðarfræði um hvernig við getum farið í þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB. Svo ég trúi ekki öðru en að fólk sé tilbúið að halda áfram að vinna með þær niðurstöður sem náðum í dag.Ekki fullreynt með stjórnarsamstarf flokkanna fimmSpurð um hvort að fullreynt væri með samstarf flokkanna fimm eftir niðurstöðu dagsins svaraði hún því neitandi. „Nei, það er ekki fullreynt, en að sjálfsögðu er það þannig að þegar það er ekki hægt að komast lengra er ekkert réttlætt að ég sé með umboðið eða Píratar. Mér finnst alveg sjálfsagt að allir tali við alla eins og reynt var um daginn, það var mjög árangursríkt. Í raun og veru náðu flokkarnir fimm saman út af því að flokkarnir höfðu tækifæri til að tala saman. Nú hefur fólk greint sínar sársaukalínur þó það hafi ekki verið tilbúið til að ganga alla leið í dag.“ Þá hefur ekkert breyst í afstöðu Pírata til samstarfs við stjórnarflokkanna tvo, Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk. „Við vorum mjög afgerandi með það fyrir kosningar að við ætluðum ekki í samstarf með stjórnarflokkunum. Ég hef ekki séð neitt koma frá þeim flokkum sem gefur til kynna að eitthvað hafi breyst hjá þeim.“ Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Katrín: „Strandaði ekki á okkur frekar en öðrum“ Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, segir að óformlegar viðræður Pírata, VG, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Samfylkingar, hafi ekki strandað á Vinstri grænum frekar en öðrum flokkum 12. desember 2016 15:43 Forseti Íslands segir alvarlega stöðu komna upp í stjórnarmyndun Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi frá sér yfirlýsingu rétt í þessu. 12. desember 2016 18:26 Viðræðum flokkanna fimm slitið Óformlegar viðræður sigldu í strand. 12. desember 2016 14:45 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sem skilaði umboði til stjórnarmyndunar í dag segir að það hafi vantað upp á vilja til að miðla málum í mjög stórum málum hjá flokkunum fimm. Hún vill þó ekki benda á einn flokk sem að viðræðurnar hafi strandað á. Var niðurstaða fundarins sú að Píratar færðu forseta til baka hið táknræna umboð. „Niðurstaðan er frá okkar hendi er sú að við færðum honum hið táknræna umboð og fórum yfir með honum hvernig vinnunni var undið fram og hvernig við sjáum fyrir okkur framtíðina.“ Aðspurð sagðist henni hafa komið það á óvart að ekki hafi tekist að fara í formlegar viðræður á milli flokkanna fimm. „Við vorum komin með svona 90 prósent, það vantaði upp á vilja til að málamiðla í mjög stórum málum, sem að við vorum þó komin langt með. Það kom okkur kom mjög á óvart að það skildi ekki takast í dag.“Ósanngjarnt að benda á flokk sem viðræður hafi strandað á Henni finnst það þá ósanngjarnt að benda á einhvern einn flokk sem viðræðurnar hafi strandað á. „Ég vil ekki fara að setja puttann á einn flokk, mér finnst það ósanngjarnt. Mér fannst fólk vera að leggja sig fram af heilum hug í allri þessari vinnu. Þetta var góð vinna og við fengum tækifæri til þess að fá betri skilning á því hvað fólk leggur mesta áherslu á í ólíkum málefnaflokkum. Við náðum samstöðu um hluti sem við ég hélt að væri mjög erfitt að ná samstöðu um og ég trúi ekki öðru en það verði hægt að halda áfram að vinna út frá því inn á þinginu.“ Hún segist þó ekki trúa öðru en að fólk sé tilbúið að vinna áfram með þær niðurstöður sem náðust á fundinum í dag. „Nú skiptir miklu mali að allir flokkarnir voru sammála um að mikilvægt væri að forgangsraða í heilbrigðismálum, menntamálin og aðra innviði sem kalla á slíkt. Þá voru allir flokkarnir sammála um stjórnarskrármálið og aðferðarfræði um hvernig við getum farið í þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB. Svo ég trúi ekki öðru en að fólk sé tilbúið að halda áfram að vinna með þær niðurstöður sem náðum í dag.Ekki fullreynt með stjórnarsamstarf flokkanna fimmSpurð um hvort að fullreynt væri með samstarf flokkanna fimm eftir niðurstöðu dagsins svaraði hún því neitandi. „Nei, það er ekki fullreynt, en að sjálfsögðu er það þannig að þegar það er ekki hægt að komast lengra er ekkert réttlætt að ég sé með umboðið eða Píratar. Mér finnst alveg sjálfsagt að allir tali við alla eins og reynt var um daginn, það var mjög árangursríkt. Í raun og veru náðu flokkarnir fimm saman út af því að flokkarnir höfðu tækifæri til að tala saman. Nú hefur fólk greint sínar sársaukalínur þó það hafi ekki verið tilbúið til að ganga alla leið í dag.“ Þá hefur ekkert breyst í afstöðu Pírata til samstarfs við stjórnarflokkanna tvo, Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk. „Við vorum mjög afgerandi með það fyrir kosningar að við ætluðum ekki í samstarf með stjórnarflokkunum. Ég hef ekki séð neitt koma frá þeim flokkum sem gefur til kynna að eitthvað hafi breyst hjá þeim.“
Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Katrín: „Strandaði ekki á okkur frekar en öðrum“ Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, segir að óformlegar viðræður Pírata, VG, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Samfylkingar, hafi ekki strandað á Vinstri grænum frekar en öðrum flokkum 12. desember 2016 15:43 Forseti Íslands segir alvarlega stöðu komna upp í stjórnarmyndun Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi frá sér yfirlýsingu rétt í þessu. 12. desember 2016 18:26 Viðræðum flokkanna fimm slitið Óformlegar viðræður sigldu í strand. 12. desember 2016 14:45 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Katrín: „Strandaði ekki á okkur frekar en öðrum“ Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, segir að óformlegar viðræður Pírata, VG, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Samfylkingar, hafi ekki strandað á Vinstri grænum frekar en öðrum flokkum 12. desember 2016 15:43
Forseti Íslands segir alvarlega stöðu komna upp í stjórnarmyndun Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi frá sér yfirlýsingu rétt í þessu. 12. desember 2016 18:26