Viðræðum flokkanna fimm slitið Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 12. desember 2016 14:45 Frá fundinum. vísir/anton brink Óformlegum viðræðum Pírata, Bjartrar framtíðar, Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Vinstri grænna var slitið á fundi formanna flokkanna rétt í þessu, upp úr klukkan hálf þrjú. Flokkarnir hafa átt í viðræðum um mögulega stjórnarmyndun frá því að Píratar tóku við stjórnarmyndunarumboðinu fyrir tíu dögum. Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, mun því skila umboðinu til Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands klukkan 17, en hún tilkynnti þetta að fundi loknum. Fundur formannanna átti upphaflega að hefjast klukkan 12. Fundinum var hins vegar frestað um rúman hálftíma að beiðni Katrínar Jakobsdóttur, formanns VG, þar sem fundur þingflokksins hafði dregist á langinn. Fundur formanna stóð því yfir í tæpar tvær klukkstundir. Þingmenn flokkanna hittust á fundi seint í gær til að taka ákvörðun um næstu skref og samþykktu þá þingmenn Samfylkingarinnar og Pírata að halda viðræðum áfram. Hinir flokkarnir; Viðreisn, Björt framtíð og Vinstri græn greindu ekki frá afstöðu sinni. Sex vikur eru liðnar frá kosningum og fróðlegt verður að sjá hver næstu skref verða. Til þessa hefur forseti Íslands tilkynnt daginn eftir að umboði er skilað hver fær umboðið næst. Formenn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Pírata hafa nú spreytt sig með umboðið og hafa formlegar og óformlegar viðrærður staðið yfir undanfarnar vikur. Fróðlegt verður að sjá hvort forseti Íslands láti formann Viðreisnar, Bjartrar framtíðar, Framsóknar eða Samfylkingar fái umboðið eða hvort hreinlega verði boðað til kosninga að nýju.Vísir verður með beina útsendingu frá Bessastöðum þegar Birgitta mætir á fund forseta. Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Vantraust ríkir á milli VG og Viðreisnar í stjórnarviðræðum Formlegar stjórnarmyndunarviðræður fimm flokka hefjast ekki í dag eins og stóð til. Samtal flokkanna heldur áfram um helgina. Fundarmönnum þykir flokkarnir hafa þokast nær varðandi tekjuöflun ríkisins. 9. desember 2016 07:15 Fátt því til fyrirstöðu að boða aftur til kosninga Formenn tveggja stærstu flokkanna hafa tekið jákvætt í þær hugmyndir að boða aftur til alþingiskosninga. Starfandi forsætisráðherra og forseta þarf til að rjúfa þing og boða til kosninga. Fáar reglur gilda um þá stöðu sem nú er upp 10. desember 2016 07:15 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Sjá meira
Óformlegum viðræðum Pírata, Bjartrar framtíðar, Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Vinstri grænna var slitið á fundi formanna flokkanna rétt í þessu, upp úr klukkan hálf þrjú. Flokkarnir hafa átt í viðræðum um mögulega stjórnarmyndun frá því að Píratar tóku við stjórnarmyndunarumboðinu fyrir tíu dögum. Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, mun því skila umboðinu til Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands klukkan 17, en hún tilkynnti þetta að fundi loknum. Fundur formannanna átti upphaflega að hefjast klukkan 12. Fundinum var hins vegar frestað um rúman hálftíma að beiðni Katrínar Jakobsdóttur, formanns VG, þar sem fundur þingflokksins hafði dregist á langinn. Fundur formanna stóð því yfir í tæpar tvær klukkstundir. Þingmenn flokkanna hittust á fundi seint í gær til að taka ákvörðun um næstu skref og samþykktu þá þingmenn Samfylkingarinnar og Pírata að halda viðræðum áfram. Hinir flokkarnir; Viðreisn, Björt framtíð og Vinstri græn greindu ekki frá afstöðu sinni. Sex vikur eru liðnar frá kosningum og fróðlegt verður að sjá hver næstu skref verða. Til þessa hefur forseti Íslands tilkynnt daginn eftir að umboði er skilað hver fær umboðið næst. Formenn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Pírata hafa nú spreytt sig með umboðið og hafa formlegar og óformlegar viðrærður staðið yfir undanfarnar vikur. Fróðlegt verður að sjá hvort forseti Íslands láti formann Viðreisnar, Bjartrar framtíðar, Framsóknar eða Samfylkingar fái umboðið eða hvort hreinlega verði boðað til kosninga að nýju.Vísir verður með beina útsendingu frá Bessastöðum þegar Birgitta mætir á fund forseta.
Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Vantraust ríkir á milli VG og Viðreisnar í stjórnarviðræðum Formlegar stjórnarmyndunarviðræður fimm flokka hefjast ekki í dag eins og stóð til. Samtal flokkanna heldur áfram um helgina. Fundarmönnum þykir flokkarnir hafa þokast nær varðandi tekjuöflun ríkisins. 9. desember 2016 07:15 Fátt því til fyrirstöðu að boða aftur til kosninga Formenn tveggja stærstu flokkanna hafa tekið jákvætt í þær hugmyndir að boða aftur til alþingiskosninga. Starfandi forsætisráðherra og forseta þarf til að rjúfa þing og boða til kosninga. Fáar reglur gilda um þá stöðu sem nú er upp 10. desember 2016 07:15 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Sjá meira
Vantraust ríkir á milli VG og Viðreisnar í stjórnarviðræðum Formlegar stjórnarmyndunarviðræður fimm flokka hefjast ekki í dag eins og stóð til. Samtal flokkanna heldur áfram um helgina. Fundarmönnum þykir flokkarnir hafa þokast nær varðandi tekjuöflun ríkisins. 9. desember 2016 07:15
Fátt því til fyrirstöðu að boða aftur til kosninga Formenn tveggja stærstu flokkanna hafa tekið jákvætt í þær hugmyndir að boða aftur til alþingiskosninga. Starfandi forsætisráðherra og forseta þarf til að rjúfa þing og boða til kosninga. Fáar reglur gilda um þá stöðu sem nú er upp 10. desember 2016 07:15