Ennþá ágreiningur um stór mál Ásgeir Erlendsson skrifar 11. desember 2016 19:30 Ríkisstjórnarsamstarf flokkanna fimm, sem hafa verið í óformlegum viðræðum, ræðst í kvöld eða snemma í fyrramálið. Formaður Vinstri grænna segir að flokkarnir fimm eigi enn eftir að ná samkomulagi um stefnu í stórum málaflokkum. Níu dagar eru síðan Guðni Th. Jóhannesson afhenti Birgittu Jónsdóttur, þingflokksformanni Pírata stjórnarmyndunarumboð. Undanfarna daga hafa fulltrúar Viðreisnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna, Samfylkingar og Pírata átt í óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum. Fulltrúar flokkanna hittust á nefndarsviði Alþingis síðdegis til að ræða sjávarútvegs og landbúnaðarmál. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar sagði á Bylgjunni í dag að nú væri komið að þeim tímapunkti í viðræðunum að menn yrðu að leggja mat á framhaldið. Enginn niðurstaða væri komin sjávarútvegsmálin en Benedikt Jóhannsson formaður flokksins sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að flokkarnir væru jákvæðari en áður fyrir markaðsleið í sjávarútvegi. „Það er ekki komin nein niðurstaða þar. Það er alveg ljóst að þar eru ólíkar áherslur, annars vegar flokkar sem vilja bara gamaldags skattahækkanir og hins vegar flokkar sem vilja markaðslausnir í þessu. “ Sagði Þorsteinn á Sprengisandi Bylgjunnar í dag. Formenn flokkanna fimm koma til með að funda í Alþingishúsinu klukkan hálf átta í kvöld og í kjölfarið verður svo efnt til þingflokksfunda. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir að enn eigi eftir að móta tillögur um hvernig flokkarnir geti mæst í stóru málunum. „Við getum sagt að það er svona aukinn skilningur milli flokka á hvar þeir standa, hvað ber í milli og hvað þeir eiga sameiginlegt en það sem enn er eftir að gera er að móta raunverulegar tillögur um hvar við getum mæst og hvaða lausnir við sjáum í stóru pólitísku málunum sem þurfa að vera undirstaða fyrir ríkisstjórnarsamstarfi.“ Segir Katrín. Birgitta Jónsdóttir sagði í samtali við fréttastofu að enginn Pírati myndi tjá sig um gang viðræðnanna í dag en í gær sagði Smári McCarty, þingmaður, flokksins að yfirgnæfandi líkur væru á að flokkarnir fimm myndu ná saman. „Mér finnst ekki tímabært að segja neitt til um það fyrr en við erum komin með eitthvað haldfast á borðið.“ Segir Katrín. Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Ríkisstjórnarsamstarf flokkanna fimm, sem hafa verið í óformlegum viðræðum, ræðst í kvöld eða snemma í fyrramálið. Formaður Vinstri grænna segir að flokkarnir fimm eigi enn eftir að ná samkomulagi um stefnu í stórum málaflokkum. Níu dagar eru síðan Guðni Th. Jóhannesson afhenti Birgittu Jónsdóttur, þingflokksformanni Pírata stjórnarmyndunarumboð. Undanfarna daga hafa fulltrúar Viðreisnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna, Samfylkingar og Pírata átt í óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum. Fulltrúar flokkanna hittust á nefndarsviði Alþingis síðdegis til að ræða sjávarútvegs og landbúnaðarmál. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar sagði á Bylgjunni í dag að nú væri komið að þeim tímapunkti í viðræðunum að menn yrðu að leggja mat á framhaldið. Enginn niðurstaða væri komin sjávarútvegsmálin en Benedikt Jóhannsson formaður flokksins sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að flokkarnir væru jákvæðari en áður fyrir markaðsleið í sjávarútvegi. „Það er ekki komin nein niðurstaða þar. Það er alveg ljóst að þar eru ólíkar áherslur, annars vegar flokkar sem vilja bara gamaldags skattahækkanir og hins vegar flokkar sem vilja markaðslausnir í þessu. “ Sagði Þorsteinn á Sprengisandi Bylgjunnar í dag. Formenn flokkanna fimm koma til með að funda í Alþingishúsinu klukkan hálf átta í kvöld og í kjölfarið verður svo efnt til þingflokksfunda. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir að enn eigi eftir að móta tillögur um hvernig flokkarnir geti mæst í stóru málunum. „Við getum sagt að það er svona aukinn skilningur milli flokka á hvar þeir standa, hvað ber í milli og hvað þeir eiga sameiginlegt en það sem enn er eftir að gera er að móta raunverulegar tillögur um hvar við getum mæst og hvaða lausnir við sjáum í stóru pólitísku málunum sem þurfa að vera undirstaða fyrir ríkisstjórnarsamstarfi.“ Segir Katrín. Birgitta Jónsdóttir sagði í samtali við fréttastofu að enginn Pírati myndi tjá sig um gang viðræðnanna í dag en í gær sagði Smári McCarty, þingmaður, flokksins að yfirgnæfandi líkur væru á að flokkarnir fimm myndu ná saman. „Mér finnst ekki tímabært að segja neitt til um það fyrr en við erum komin með eitthvað haldfast á borðið.“ Segir Katrín.
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira