Hvalfjörður heimsfrumsýndur á Vimeo Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 10. desember 2016 07:00 Hvalfjörður fjallar um samband tveggja ungra bræðra sem búa í sveit á Íslandi og hvernig sá yngri tekst á við það að koma að eldri bróður sínum sem er að reyna að taka sitt eigið líf,“ segir Guðmundur Arnar Guðmundsson, leikstjóri stuttmyndarinnar Hvalfjarðar, en Vimeo var að velja stuttmyndina sem þeirra „Staff Pick Première“ og verður myndin því heimsfrumsýnd á netinu á miðvikudaginn 14 desember. Síðan stuttmyndin vann til verðlauna í aðalkeppninni á kvikmyndahátíðinni í Cannes fyrir þremur árum hefur hún farið út um allan heim og unnið til um 50 alþjóðlegra verðlauna. En hvaða þýðingu hafa þessi verðlaun fyrir myndina? „Þetta er ákveðinn gæðastimpill en Hvalfjörður hefur náttúrulega gengið ótrúlega vel og við sjáum þetta núna sem möguleika til að enn fleiri fái tækifæri til að sjá myndina. Aðstandendur Vimeo áætla að að minnsta kosti 100.000 einstaklingar muni horfa á Hvalfjörð í gegnum síðuna, sem er náttúrulega gríðarlega stór tala og veitir myndinni og okkur sem listamönnum mikla ánægju,“ útskýrir Guðmundur og bætir við að myndin hafi nú þegar verið sýnd bæði á RIFF og RÚV. „Okkur finnst mjög gaman að þeir Íslendingar sem misstu af að sjá Hvalfjörð þar, en langar að sjá myndina, fái tækifæri til þess á miðvikudaginn næsta,“ segir hann. Guðmundur Arnar hefur vakið mikla athygli undanfarið fyrir sína fyrstu kvikmynd í fullri lengd, Hjartastein, en móttökurnar hafa farið fram úr þeirra björtustu vonum. „Eins og er þá er ég í Marokkó þar sem ég er að sýna Hjartastein. Ég mun næstu mánuði halda áfram að ferðast með Hjartastein víða um heim og sýna á hátíðum. Þess á milli, þá aðallega í flugvélum, er ég að skrifa mína næstu kvikmynd sem ég er orðin mjög spenntur fyrir,“ segir Guðmundur. Bíó og sjónvarp Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Hvalfjörður fjallar um samband tveggja ungra bræðra sem búa í sveit á Íslandi og hvernig sá yngri tekst á við það að koma að eldri bróður sínum sem er að reyna að taka sitt eigið líf,“ segir Guðmundur Arnar Guðmundsson, leikstjóri stuttmyndarinnar Hvalfjarðar, en Vimeo var að velja stuttmyndina sem þeirra „Staff Pick Première“ og verður myndin því heimsfrumsýnd á netinu á miðvikudaginn 14 desember. Síðan stuttmyndin vann til verðlauna í aðalkeppninni á kvikmyndahátíðinni í Cannes fyrir þremur árum hefur hún farið út um allan heim og unnið til um 50 alþjóðlegra verðlauna. En hvaða þýðingu hafa þessi verðlaun fyrir myndina? „Þetta er ákveðinn gæðastimpill en Hvalfjörður hefur náttúrulega gengið ótrúlega vel og við sjáum þetta núna sem möguleika til að enn fleiri fái tækifæri til að sjá myndina. Aðstandendur Vimeo áætla að að minnsta kosti 100.000 einstaklingar muni horfa á Hvalfjörð í gegnum síðuna, sem er náttúrulega gríðarlega stór tala og veitir myndinni og okkur sem listamönnum mikla ánægju,“ útskýrir Guðmundur og bætir við að myndin hafi nú þegar verið sýnd bæði á RIFF og RÚV. „Okkur finnst mjög gaman að þeir Íslendingar sem misstu af að sjá Hvalfjörð þar, en langar að sjá myndina, fái tækifæri til þess á miðvikudaginn næsta,“ segir hann. Guðmundur Arnar hefur vakið mikla athygli undanfarið fyrir sína fyrstu kvikmynd í fullri lengd, Hjartastein, en móttökurnar hafa farið fram úr þeirra björtustu vonum. „Eins og er þá er ég í Marokkó þar sem ég er að sýna Hjartastein. Ég mun næstu mánuði halda áfram að ferðast með Hjartastein víða um heim og sýna á hátíðum. Þess á milli, þá aðallega í flugvélum, er ég að skrifa mína næstu kvikmynd sem ég er orðin mjög spenntur fyrir,“ segir Guðmundur.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira