Kerry sendir Netanyahu tóninn á síðustu metrunum í valdatíð sinni Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 29. desember 2016 13:06 John Kerry er starfandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Vísir/EPA Svo virðist sem John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafi raskað rónni enn frekar á milli Ísraels og Bandaríkjanna í nýlegri gagnrýni sinni á landnemabyggðir Ísraelsmanna í Palestínu. Reuters greinir frá. Kerry viðraði áhyggjur sínar að áframhaldandi landnám Ísraelsmanna gæti raskað ró enn frekar í Mið-Austurlöndum. Samband landanna tveggja, Bandaríkjanna og Ísraels, hefur þó verið í stirðari kantinum í valdatíð Obama en ráðamenn samþykktu nýverið tillögu Sameinuðu þjóðanna þar sem Ísraelsmenn eru hvattir til að enda landnemabyggðir sínar. Ísraelsmenn eru ósáttir við Bandaríkjamenn og telja að þeir hafi átt hlutdeild í að leggja tillöguna fram. Kerry bendir á að það hafi hins vegar verið í höndum Egyptalands. Kerry varði þessa ákvörðun með því að benda á að þetta væri ekki gert með það í huga að einangra Ísrael heldur að þessi framganga ísraelsmanna sé ekki boðleg og sporni gegn friði. Hann bendir á að vinaþjóðir á borð við Bandaríkin og Ísrael eigi að benda hvor annarri á ef mistök eru gerð. Það sýni virðingu. Kerry hefur mikið lagt upp úr svokallaðri tveggjalanda lausn þar sem örugg landamæri séu sett á milli Ísraels og Palestínu sem miðar við þær línur sem lagðar voru árið 1967 þegar vestur bakki Palestínu var enn í höndum Palestínumanna. Kerry virðist því senda Ísraelsmönnum ansi gagnrýninn tón í lok valdatíðar sinnar.Netanyahu stórmóðgaður Benjamin Netanyahu sakaði Kerry um að vera hlutdrægan og benti á að Ísraelsmenn þyrftu ekki að fá fyrirlestur frá erlendum aðilum um hvernig þeir hátta sínum málum. Einnig sagðist hann hlakka til að vinna með nýkjörnum forseta Bandaríkjanna Donald Trump þar sem sá hafi lagt upp með að samband Bandaríkjanna og Ísraels muni aðeins styrkjast í valdatíð sinni. Forseti Palestínu, Mahmoud Abbas sagði í andsvari að hann teldi þó að friður á milli Ísrael og Palestínu væri mögulegur en áréttaði að til þess þyrftu Ísraelsmenn að stöðva landnemabyggðir sínar og læra að lifa í friði með þeim. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fleiri fréttir Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Sjá meira
Svo virðist sem John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafi raskað rónni enn frekar á milli Ísraels og Bandaríkjanna í nýlegri gagnrýni sinni á landnemabyggðir Ísraelsmanna í Palestínu. Reuters greinir frá. Kerry viðraði áhyggjur sínar að áframhaldandi landnám Ísraelsmanna gæti raskað ró enn frekar í Mið-Austurlöndum. Samband landanna tveggja, Bandaríkjanna og Ísraels, hefur þó verið í stirðari kantinum í valdatíð Obama en ráðamenn samþykktu nýverið tillögu Sameinuðu þjóðanna þar sem Ísraelsmenn eru hvattir til að enda landnemabyggðir sínar. Ísraelsmenn eru ósáttir við Bandaríkjamenn og telja að þeir hafi átt hlutdeild í að leggja tillöguna fram. Kerry bendir á að það hafi hins vegar verið í höndum Egyptalands. Kerry varði þessa ákvörðun með því að benda á að þetta væri ekki gert með það í huga að einangra Ísrael heldur að þessi framganga ísraelsmanna sé ekki boðleg og sporni gegn friði. Hann bendir á að vinaþjóðir á borð við Bandaríkin og Ísrael eigi að benda hvor annarri á ef mistök eru gerð. Það sýni virðingu. Kerry hefur mikið lagt upp úr svokallaðri tveggjalanda lausn þar sem örugg landamæri séu sett á milli Ísraels og Palestínu sem miðar við þær línur sem lagðar voru árið 1967 þegar vestur bakki Palestínu var enn í höndum Palestínumanna. Kerry virðist því senda Ísraelsmönnum ansi gagnrýninn tón í lok valdatíðar sinnar.Netanyahu stórmóðgaður Benjamin Netanyahu sakaði Kerry um að vera hlutdrægan og benti á að Ísraelsmenn þyrftu ekki að fá fyrirlestur frá erlendum aðilum um hvernig þeir hátta sínum málum. Einnig sagðist hann hlakka til að vinna með nýkjörnum forseta Bandaríkjanna Donald Trump þar sem sá hafi lagt upp með að samband Bandaríkjanna og Ísraels muni aðeins styrkjast í valdatíð sinni. Forseti Palestínu, Mahmoud Abbas sagði í andsvari að hann teldi þó að friður á milli Ísrael og Palestínu væri mögulegur en áréttaði að til þess þyrftu Ísraelsmenn að stöðva landnemabyggðir sínar og læra að lifa í friði með þeim.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fleiri fréttir Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Sjá meira