Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni 28. desember 2016 18:00 Mál konu sem hætti við að kæra nauðgun er í forgangi hjá lögreglu. Konan er undir eftirliti lögreglu og nýtur verndar. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld en þar verður rætt við Jón HB Snorrason, aðstoðarlögreglustjóra. Maðurinn sem er grunaður um að hafa nauðgað henni afplánar nú eftirstöðvar annars fangelsisdóms sem hann hlaut árið 2012. Rannsókn beinist einnig að mönnum sem grunaðir eru um að hafa hótað konunni. Einnig verður fjallað um stjórnarmyndun í kvöldfréttum en formenn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hafa varist allra fregna af viðræðum þeirra undanfarna sólarhringa. Formenn Viðreisnar og Bjartrar framtíðar kynntu málefnatillögur fyrir formanni Sjálfstæðisflokksins í gær. Við ræðum síðan við Skúla Mogensen, stofnanda WOW air, en hann er sannfærður um að félagið geti orðið eitt af öflugri lággjaldaflugfélögum í heimi. Skúli Mogensen er Viðskiptamaður ársins að mati fréttastofu þrír sex fimm. Við fjöllum einnig um útsölur og skilarétt neytenda en dæmi eru um að útsölur hafi byrjað strax á fyrsta opnunardegi eftir jól. Þannig hafa margir ekki fengið fullt verð fyrir vörur sínar. Formaður Neytendasamtakanna segir þetta óviðunandi. Leikkonan Carrie Fisher, sem sló í gegn með túlkun sinni á Lilju prinsessu í Stjörnustríðsmyndunum, skipar sérstakan sess í kvöldfréttunum. Margir minnast Fisher en hún lést í gær og við ræðum við eldheita en sorgmædda Stjörnustríðsaðdáendur. Þetta og meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2, á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og í beinni útsendingu á fréttavefnum Vísi. Fréttir af flugi Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Sjá meira
Mál konu sem hætti við að kæra nauðgun er í forgangi hjá lögreglu. Konan er undir eftirliti lögreglu og nýtur verndar. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld en þar verður rætt við Jón HB Snorrason, aðstoðarlögreglustjóra. Maðurinn sem er grunaður um að hafa nauðgað henni afplánar nú eftirstöðvar annars fangelsisdóms sem hann hlaut árið 2012. Rannsókn beinist einnig að mönnum sem grunaðir eru um að hafa hótað konunni. Einnig verður fjallað um stjórnarmyndun í kvöldfréttum en formenn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hafa varist allra fregna af viðræðum þeirra undanfarna sólarhringa. Formenn Viðreisnar og Bjartrar framtíðar kynntu málefnatillögur fyrir formanni Sjálfstæðisflokksins í gær. Við ræðum síðan við Skúla Mogensen, stofnanda WOW air, en hann er sannfærður um að félagið geti orðið eitt af öflugri lággjaldaflugfélögum í heimi. Skúli Mogensen er Viðskiptamaður ársins að mati fréttastofu þrír sex fimm. Við fjöllum einnig um útsölur og skilarétt neytenda en dæmi eru um að útsölur hafi byrjað strax á fyrsta opnunardegi eftir jól. Þannig hafa margir ekki fengið fullt verð fyrir vörur sínar. Formaður Neytendasamtakanna segir þetta óviðunandi. Leikkonan Carrie Fisher, sem sló í gegn með túlkun sinni á Lilju prinsessu í Stjörnustríðsmyndunum, skipar sérstakan sess í kvöldfréttunum. Margir minnast Fisher en hún lést í gær og við ræðum við eldheita en sorgmædda Stjörnustríðsaðdáendur. Þetta og meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2, á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og í beinni útsendingu á fréttavefnum Vísi.
Fréttir af flugi Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Sjá meira