Hafnarfjarðarslagur á Seltjarnarnesi Tómas Þór Þórðarson. skrifar 27. desember 2016 07:00 Það er alltaf hart barist þegar Hafnarfjarðarliðin mætast. vísir/Ernir Eins og undanfarin ár þurfa færustu handboltamenn Olís-deilda karla og kvenna að læsa inni konfektskálina því keppt verður um Flugfélags Íslands-bikarinn milli jóla og nýárs. Þar mætast efstu fjögur liðin í báðum deildunum; efsta liðið mætir því sem er í fjórða sæti í undanúrslitum og annað og þriðja sætið mætast. Sigurvegararnir berjast svo um deildabikarinn sjálfan í úrslitaleik. Í kvennaflokki verður endurtekning á úrslitaleiknum frá því í fyrra í undanúrslitunum þar sem Fram og Valur mætast en Safaramýrarliðið hafði betur í Reykjavíkurslagnum um sigur í bikarnum á síðasta ári. Í hinum undanúrslitaleiknum mætast nágrannaliðin Stjarnan og Haukar en það verður síðasti leikur dagsins. Öll undanúrslitin fara fram sama daginn, á morgun, og úrslitaleikurinn á miðvikudaginn. Ríkjandi deildabikarmeistarar Hauka þykja ansi líklegir til sigurs en þeir mæta FH í Hafnarfjarðarslag. Því miður fyrir handboltaáhugamenn fer mótið ekki fram í Strandgötu þetta árið heldur Hertz-hellinum á Seltjarnarnesi en ekki hefði verið amalegt að horfa á Hafnarfjarðarslaginn í gömlu góðu Strandgötunni. Haukarnir eru í öðru sæti Olís-deildar karla eftir að vinna níu leiki í röð. Þeir einmitt tóku FH með einu marki í dramatískum Hafnarfjarðarslag í síðasta leik fyrir HM-fríið. Topplið Aftureldingar mætir Valsmönnum í fyrri undanúrslitaleik karla. Karlalið Vals líkt og konurnar tapaði í úrslitum í fyrra og þarf nú að komast í gegnum strákana úr kjúklingabænum ætli þeir sér alla leið á ný.Dagskráin:Þriðjudagur 27. desember kl.16.00 | Fram - Valur | Konur kl.17.45 | Afturelding - Valur | Karlar kl.19.30 | Haukar - FH | Karlar kl.21.15 | Stjarnan - Haukar | KonurMiðvikudagur 28.desember kl.18.30 | Úrslit kvenna kl.20.15 | Úrslit karla Íslenski handboltinn Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Fleiri fréttir ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Sjá meira
Eins og undanfarin ár þurfa færustu handboltamenn Olís-deilda karla og kvenna að læsa inni konfektskálina því keppt verður um Flugfélags Íslands-bikarinn milli jóla og nýárs. Þar mætast efstu fjögur liðin í báðum deildunum; efsta liðið mætir því sem er í fjórða sæti í undanúrslitum og annað og þriðja sætið mætast. Sigurvegararnir berjast svo um deildabikarinn sjálfan í úrslitaleik. Í kvennaflokki verður endurtekning á úrslitaleiknum frá því í fyrra í undanúrslitunum þar sem Fram og Valur mætast en Safaramýrarliðið hafði betur í Reykjavíkurslagnum um sigur í bikarnum á síðasta ári. Í hinum undanúrslitaleiknum mætast nágrannaliðin Stjarnan og Haukar en það verður síðasti leikur dagsins. Öll undanúrslitin fara fram sama daginn, á morgun, og úrslitaleikurinn á miðvikudaginn. Ríkjandi deildabikarmeistarar Hauka þykja ansi líklegir til sigurs en þeir mæta FH í Hafnarfjarðarslag. Því miður fyrir handboltaáhugamenn fer mótið ekki fram í Strandgötu þetta árið heldur Hertz-hellinum á Seltjarnarnesi en ekki hefði verið amalegt að horfa á Hafnarfjarðarslaginn í gömlu góðu Strandgötunni. Haukarnir eru í öðru sæti Olís-deildar karla eftir að vinna níu leiki í röð. Þeir einmitt tóku FH með einu marki í dramatískum Hafnarfjarðarslag í síðasta leik fyrir HM-fríið. Topplið Aftureldingar mætir Valsmönnum í fyrri undanúrslitaleik karla. Karlalið Vals líkt og konurnar tapaði í úrslitum í fyrra og þarf nú að komast í gegnum strákana úr kjúklingabænum ætli þeir sér alla leið á ný.Dagskráin:Þriðjudagur 27. desember kl.16.00 | Fram - Valur | Konur kl.17.45 | Afturelding - Valur | Karlar kl.19.30 | Haukar - FH | Karlar kl.21.15 | Stjarnan - Haukar | KonurMiðvikudagur 28.desember kl.18.30 | Úrslit kvenna kl.20.15 | Úrslit karla
Íslenski handboltinn Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Fleiri fréttir ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Sjá meira