Forsetinn ekki farinn að íhuga utanþingsstjórn Heimir Már Pétursson skrifar 23. desember 2016 19:20 Forseti Íslands ætlar ekki að veita neinum leiðtoga stjórnmálaflokkanna fá umboð til myndunar ríkisstjórnar yfir jóladagana. Hins vegar geti þeir hvenær sem er myndað slíkan meirihluta. Forsetinn segir að skipun utanþingsstjórnar sé neyðarúrræði sem hann sé ekki farinn að íhuga. Alþingi lauk störum upp úr klukkan ellefu í gærkvöldi en á tveimur vikum afgreiddi það nokkur viðamikil mál, þeirra stærst jöfnun lífeyrisréttinda og fjárlög næsta árs. Eftir að Birgitta Jónsdóttir skilaði umboði til stjórnarmyndunar hinn 12. desember segir Guðni Th. Jóhannesson forseti að hann hafi ákveðið að bíða um stund með næstu skref í stjórnarmyndunarviðræðum. „Ef menn hefðu reynt að gera hvort tveggja þá hefði jafnvel getað farið svo að það hefði getað spillt fyrir á báðum vígstöðvum. Þannig að ég áleit að það væri ekki hundrað í hættunni þótt við dokuðum aðeins við í stjórnarmyndunarviðræðum. Og leyfðum þingmönnum og stjórnmálaforingjum öllum að einbeita sér að störfum þingsins,“ segir Guðni. Guðni segir að hann myndi veita umboðið strax ef ástæða væri til. Þingmenn hafi átt dágóða törn að undanförnu og skynsamlegt að fólk eigi frí yfir jólin. Forsætisráðherra sagði á dögunum að ef ekki hefði tekist að mynda meirihlutastjórn fyrir áramót ætti að skoða möguleika á minnihlutastjórnum. Forsetinn segist skilja þetta sjónarmið. Minnihlutastjórnir séu í grunninn af tvennum toga. Annars vegar stjórn þar sem aðrir flokkar tilkynna að þeir muni verja hana vantrausti og hins vegar minnihlutastjórn skipuð upp á von og óvon um hvort hún stæði af sér vantrauststillögu. „Fyrri kosturinn er auðvitað heillavænlegri. Við verðum bara að sjá til hvort mál þróast þannig að við þurfum að huga að myndun minnihlutastjórnar. Það væri ekkert stórslys. Auðvitað hefur það gerst áður. En megin reglan er sú á þingi að leiðtogar flokkanna þar vilja stefna að myndun meirihlutastjórnar og það er ekki útséð með það,“ segir forsetinn. Forsetinn hefur skrifað bók um forsetatíð Kristjáns Eldjárns og hefur frá kosningum fylgt þeim hefðum sem Kristján og Vigdís Finnbogadóttir mótuðu við myndun ríkisstjórna. En Kristján var í tvígang með utanþingsstjórn á prjónunum þegar illa gekk að mynda meirihluta á Alþingi.Guðni segist ekki farinn að hripa niður nöfn í slíka stjórn enda væri stjórn af þeim toga neyðarráð sem einungis einu sinni hafi verið gripið til í seinni heimsstyrjöldinni. Núverandi starfsstjórn geti setið eitthvað áfram á meðan reynt sé að mynda meirihlutastjórn. Utanþingsstjórn sé neyðarráð. „Þá myndi sama hefð og venja ráða og hér hefur verið. Að það yrði leitað til fólks sem starfa sinna vegna, þekkingar og reynslu gæti tekið þetta að sér. En Heimir (Már Pétursson), við erum ekki að fara að mynda utanþingsstjórn,“ segir forseti Íslands bjartsýnn á nýtt ár fyrir hönd þjóðarinnar. Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
Forseti Íslands ætlar ekki að veita neinum leiðtoga stjórnmálaflokkanna fá umboð til myndunar ríkisstjórnar yfir jóladagana. Hins vegar geti þeir hvenær sem er myndað slíkan meirihluta. Forsetinn segir að skipun utanþingsstjórnar sé neyðarúrræði sem hann sé ekki farinn að íhuga. Alþingi lauk störum upp úr klukkan ellefu í gærkvöldi en á tveimur vikum afgreiddi það nokkur viðamikil mál, þeirra stærst jöfnun lífeyrisréttinda og fjárlög næsta árs. Eftir að Birgitta Jónsdóttir skilaði umboði til stjórnarmyndunar hinn 12. desember segir Guðni Th. Jóhannesson forseti að hann hafi ákveðið að bíða um stund með næstu skref í stjórnarmyndunarviðræðum. „Ef menn hefðu reynt að gera hvort tveggja þá hefði jafnvel getað farið svo að það hefði getað spillt fyrir á báðum vígstöðvum. Þannig að ég áleit að það væri ekki hundrað í hættunni þótt við dokuðum aðeins við í stjórnarmyndunarviðræðum. Og leyfðum þingmönnum og stjórnmálaforingjum öllum að einbeita sér að störfum þingsins,“ segir Guðni. Guðni segir að hann myndi veita umboðið strax ef ástæða væri til. Þingmenn hafi átt dágóða törn að undanförnu og skynsamlegt að fólk eigi frí yfir jólin. Forsætisráðherra sagði á dögunum að ef ekki hefði tekist að mynda meirihlutastjórn fyrir áramót ætti að skoða möguleika á minnihlutastjórnum. Forsetinn segist skilja þetta sjónarmið. Minnihlutastjórnir séu í grunninn af tvennum toga. Annars vegar stjórn þar sem aðrir flokkar tilkynna að þeir muni verja hana vantrausti og hins vegar minnihlutastjórn skipuð upp á von og óvon um hvort hún stæði af sér vantrauststillögu. „Fyrri kosturinn er auðvitað heillavænlegri. Við verðum bara að sjá til hvort mál þróast þannig að við þurfum að huga að myndun minnihlutastjórnar. Það væri ekkert stórslys. Auðvitað hefur það gerst áður. En megin reglan er sú á þingi að leiðtogar flokkanna þar vilja stefna að myndun meirihlutastjórnar og það er ekki útséð með það,“ segir forsetinn. Forsetinn hefur skrifað bók um forsetatíð Kristjáns Eldjárns og hefur frá kosningum fylgt þeim hefðum sem Kristján og Vigdís Finnbogadóttir mótuðu við myndun ríkisstjórna. En Kristján var í tvígang með utanþingsstjórn á prjónunum þegar illa gekk að mynda meirihluta á Alþingi.Guðni segist ekki farinn að hripa niður nöfn í slíka stjórn enda væri stjórn af þeim toga neyðarráð sem einungis einu sinni hafi verið gripið til í seinni heimsstyrjöldinni. Núverandi starfsstjórn geti setið eitthvað áfram á meðan reynt sé að mynda meirihlutastjórn. Utanþingsstjórn sé neyðarráð. „Þá myndi sama hefð og venja ráða og hér hefur verið. Að það yrði leitað til fólks sem starfa sinna vegna, þekkingar og reynslu gæti tekið þetta að sér. En Heimir (Már Pétursson), við erum ekki að fara að mynda utanþingsstjórn,“ segir forseti Íslands bjartsýnn á nýtt ár fyrir hönd þjóðarinnar.
Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira