Guðni Th.: Þurfum að einhenda okkur í það að skipa landinu ríkisstjórn Heimir Már Pétursson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 23. desember 2016 16:15 Forseti Íslands segist hafa ákveðið að bíða með næstu skref varðandi stjórnarmyndunarumboð eftir að Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata skilaði umboðinu. Það hefði getað truflað bæði þingstörf og stjórnarmyndunartilraunir ef þingmenn hefðu þurft að eiga við bæði verkefnin á þeim stutta tíma sem Alþingi hafði til að setja fjárlög. Guðni Th. Jóhannesson veitti Stöð 2 viðtal fyrr í dag um stöðuna í stjórnmálum landsins. Hann reiknar ekki með að veita neinum leiðtoga stjórnmálaflokkanna umboð til stjórnarmyndunar yfir jóladagana. Hann ítrekar hins vegar að leiðtogar stjórnmálaflokkanna geti hvenær sem er komið sér saman um myndun meirihlutastjórnar. Forsetinn er ánægður með þann anda sem ríkti á Alþingi síðustu tvær vikurnar og segir marga hafa haft það á orði við sig að svona ætti Alþingi að starfa. En töluvert vantaði upp á traust almennings til Alþingis eftir hrun. „Þannig að ég áleit að það væri ekki hundrað í hættunni þótt við dokuðum aðeins í stjórnarmyndunarviðræðum og leyfðum þingmönnum og stjórnmálaforingjum öllum að einbeita sér að störfum þingsins og við sáum einmitt óvenju góðan starfsanda í þinginu. Auðvitað eru aldrei allir ánægðir með niðurstöðu mála þegar fjárlög eru afgreidd en framgangsmátinn, málsmeðferðin... Ég hef heyrt í fólki sem segir: „Svona á þingið að starfa, ekki karp, ekki málþóf, sjónarmið koma fram og mál eru afgreidd.“ Ég held að þetta lofi góðu. Við höfum nýtt þing, þingmenn hafa aldrei verið yngri að meðaltali, reynslan lítil sem getur verið galli en líka kostur. Vonandi er þetta eitthvað sem við eigum eftir að sjá í framtíðinni en auðvitað þurfum við að einhenda okkur í það núna að skipa landinu ríkisstjórn,“ segir Guðni.Nánar verður rætt við forsetann í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Alþingi Tengdar fréttir Segir ekki glitta í neinn meirihluta í fjárlaganefnd Fundur í fjárlaganefnd Alþingis stendur enn yfir og er búist við að hann standi fram á kvöld að sögn Haraldar Benediktssonar, formanns nefndarinnar. 19. desember 2016 17:33 Forsætisráðherra stórlega efast um að ný ríkisstjórn verði mynduð fyrir áramót Formenn annarra flokka taka í sama streng og segir formaður Bjartrar þau stóru verkefni sem Alþingi þarf að ljúka fyrir áramót vera tímafrek og því lítill tími til að mynda nýja ríkisstjórn. 19. desember 2016 18:29 Benedikt segir „andskotann ekki neitt“ að frétta af stjórnarmyndun Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir engan tíma vera til stjórnarmyndunarviðræðna. 20. desember 2016 12:31 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Forseti Íslands segist hafa ákveðið að bíða með næstu skref varðandi stjórnarmyndunarumboð eftir að Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata skilaði umboðinu. Það hefði getað truflað bæði þingstörf og stjórnarmyndunartilraunir ef þingmenn hefðu þurft að eiga við bæði verkefnin á þeim stutta tíma sem Alþingi hafði til að setja fjárlög. Guðni Th. Jóhannesson veitti Stöð 2 viðtal fyrr í dag um stöðuna í stjórnmálum landsins. Hann reiknar ekki með að veita neinum leiðtoga stjórnmálaflokkanna umboð til stjórnarmyndunar yfir jóladagana. Hann ítrekar hins vegar að leiðtogar stjórnmálaflokkanna geti hvenær sem er komið sér saman um myndun meirihlutastjórnar. Forsetinn er ánægður með þann anda sem ríkti á Alþingi síðustu tvær vikurnar og segir marga hafa haft það á orði við sig að svona ætti Alþingi að starfa. En töluvert vantaði upp á traust almennings til Alþingis eftir hrun. „Þannig að ég áleit að það væri ekki hundrað í hættunni þótt við dokuðum aðeins í stjórnarmyndunarviðræðum og leyfðum þingmönnum og stjórnmálaforingjum öllum að einbeita sér að störfum þingsins og við sáum einmitt óvenju góðan starfsanda í þinginu. Auðvitað eru aldrei allir ánægðir með niðurstöðu mála þegar fjárlög eru afgreidd en framgangsmátinn, málsmeðferðin... Ég hef heyrt í fólki sem segir: „Svona á þingið að starfa, ekki karp, ekki málþóf, sjónarmið koma fram og mál eru afgreidd.“ Ég held að þetta lofi góðu. Við höfum nýtt þing, þingmenn hafa aldrei verið yngri að meðaltali, reynslan lítil sem getur verið galli en líka kostur. Vonandi er þetta eitthvað sem við eigum eftir að sjá í framtíðinni en auðvitað þurfum við að einhenda okkur í það núna að skipa landinu ríkisstjórn,“ segir Guðni.Nánar verður rætt við forsetann í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Alþingi Tengdar fréttir Segir ekki glitta í neinn meirihluta í fjárlaganefnd Fundur í fjárlaganefnd Alþingis stendur enn yfir og er búist við að hann standi fram á kvöld að sögn Haraldar Benediktssonar, formanns nefndarinnar. 19. desember 2016 17:33 Forsætisráðherra stórlega efast um að ný ríkisstjórn verði mynduð fyrir áramót Formenn annarra flokka taka í sama streng og segir formaður Bjartrar þau stóru verkefni sem Alþingi þarf að ljúka fyrir áramót vera tímafrek og því lítill tími til að mynda nýja ríkisstjórn. 19. desember 2016 18:29 Benedikt segir „andskotann ekki neitt“ að frétta af stjórnarmyndun Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir engan tíma vera til stjórnarmyndunarviðræðna. 20. desember 2016 12:31 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Segir ekki glitta í neinn meirihluta í fjárlaganefnd Fundur í fjárlaganefnd Alþingis stendur enn yfir og er búist við að hann standi fram á kvöld að sögn Haraldar Benediktssonar, formanns nefndarinnar. 19. desember 2016 17:33
Forsætisráðherra stórlega efast um að ný ríkisstjórn verði mynduð fyrir áramót Formenn annarra flokka taka í sama streng og segir formaður Bjartrar þau stóru verkefni sem Alþingi þarf að ljúka fyrir áramót vera tímafrek og því lítill tími til að mynda nýja ríkisstjórn. 19. desember 2016 18:29
Benedikt segir „andskotann ekki neitt“ að frétta af stjórnarmyndun Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir engan tíma vera til stjórnarmyndunarviðræðna. 20. desember 2016 12:31