Ferðaþjónustan er vannýtt auðlind Grímur Sæmundsen skrifar 20. desember 2016 07:00 Ferðaþjónustan hefur gert það að verkum að þjóðarskútan hefur siglt úr ölduróti hrunsins, skapað störfin sem glötuðust og hjálpað til við að greiða skuldirnar sem urðu til. Erlendir gestir sem sækja landið okkar heim í tugþúsundavís í hverjum mánuði hafa skilað miklum efnahagslegum ávinningi. Nú er svo komið að hlutdeild ferðaþjónustunnar sem hlutfall af vergri landsframleiðslu er um 10% og hefur greinin haldið uppi hagvexti þjóðarinnar undanfarin ár. Óhætt er að segja að vel hafi gengið í ferðaþjónustunni að undanförnu en viðvörunarljós blikka nú í mælaborðinu þar sem gengi íslensku krónunnar hefur styrkst um tæp 16% frá áramótum ásamt því að laun hafa hækkað um 10%.Svört mynd dregin upp Jákvæðar fréttir bárust úr Seðlabanka Íslands í síðustu viku þegar stýrivextir lækkuðu um 0,25% – í fyrsta sinn um margra mánaða skeið. Í kjölfar lækkunar stýrivaxta steig Már Guðmundsson seðlabankastjóri fram og fjallaði (loksins!) um ferðaþjónustuna – stærstu útflutningsatvinnugreinina, en þá til að kenna henni um það sem miður hefur farið við stjórn efnahagsmála í landinu. Hátt gengi íslensku krónunnar væri á ábyrgð ferðaþjónustunnar og hingað streymdi allt of mikið af ferðamönnum. Núna væri komið gott og mátti ekki skilja seðlabankastjóra öðruvísi en takmarka ætti flugferðir með ferðamenn til landsins. Fast á hæla seðlabankastjóra kom Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor og kvað jafnvel enn fastar að orði. Ferðaþjónustan væri ofnýtt auðlind og nú skyldi skattleggja ferðaþjónustuna í drep með komugjöldum, gistináttaskatti og færa alla greinina upp í efsta þrep virðisaukaskatts. Þannig myndi ferðaþjónustunni ekki takast að eyðileggja rekstrargrunn annarra útflutningsatvinnugreina. Mátti helst skilja prófessorinn með þeim hætti að kippa ætti fótunum undan rekstrargrunni ferðaþjónustunnar til að varðveita rekstrargrunn annarra útflutningsatvinnugreina.Vítahringurinn rofinn Hvað gengur þessum ágætum mönnum til? Talað er um ferðaþjónustuna, sem hefur öðrum fremur bjargað efnahag þessarar þjóðar eftir hrun, eins og hún sé til vandræða. Samtök ferðaþjónustunnar hafa glímt við það undanfarin misseri að gera ráðamönnum þjóðarinnar grein fyrir því að uppgangur ferðaþjónustunnar sé ekki bóla eða síldarævintýri, en eins og oft áður í okkar samfélagi fer umræðan úr ökkla í eyra. Loksins þegar menn virðast vera að átta sig á þessari staðreynd verður þetta einstaka tækifæri að vandamáli! Íslensk ferðaþjónusta hefur haldið uppi kaupmætti í landinu undanfarin misseri og með gríðarlegum gjaldeyristekjum hefur tekist að rjúfa vítahring sem hefur verið við lýði hér á landi um áratugaskeið með tilheyrandi verðbólgu. Þrátt fyrir neikvæðan vöruskiptajöfnuð, sem stefnir í að verði rúmlega 100 milljarðar á þessu ári, hefur gengi krónunnar haldið áfram að styrkjast gagnvart erlendum gjaldmiðlum vegna þess mikla jákvæða þjónustujafnaðar sem greinin skapar. Þannig hefur ferðaþjónustunni tekist að vernda kaupmátt heimila í landinu. Það munar um minna!Ferðaþjónustan sé tekin með í reikninginn Það er löngu kominn tími til að ferðaþjónustan sem alvöru atvinnugrein sé tekin með í reikninginn og greininni búið hagfelldara rekstrarumhverfi í stað þess að finna henni allt til foráttu. Taka þarf fastar á því að lækka stýrivexti þannig að fyrirtæki hér á landi búi við svipað rekstrarumhverfi og í nágrannalöndunum og stíga þarf markvissari og ákveðnari skref til afléttingar gjaldeyrishafta. Í því efni blasir við að stuðla hraðar að því að lífeyrissjóðir landsins flytji innlendar peningaeignir í erlendar með áhættudreifingu til langs tíma að leiðarljósi. Þetta býr til mótvægi við hið mikla gjaldeyrisinnflæði, sem ferðaþjónustan og aðrar útflutningsgreinar skapa og mun þannig vinna gegn frekari styrkingu íslensku krónunnar og stuðla að meira jafnvægi í gjaldeyrismálum þjóðarinnar.Stöndum frammi fyrir einstöku tækifæri Hagstjórnarlausnin felst ekki í því að hækka skatta og gjöld á ferðaþjónustu – ganga í skrokk á mjólkurkúnni. Við stöndum frammi fyrir einstöku tækifæri til að byggja upp í stað þess að rífa niður. Ísland verður að vera samkeppnishæft við þær þjóðir sem við berum okkur saman við og hér á landi verður að ríkja hagstjórn sem tekur mið af þörfum útflutningsatvinnugreinanna. Við sem störfum í ferðaþjónustu verðum að hafa fagmennsku og gæði að leiðarljósi í öllum okkar aðgerðum og að því vinnum við nú alla daga. Ferðaþjónustan er vannýtt auðlind, en við Íslendingar verðum okkar eigin gæfu smiðir við nýtingu hennar. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Halldór 05.07.2025 Jón Ísak Ragnarsson Halldór Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Sjá meira
Ferðaþjónustan hefur gert það að verkum að þjóðarskútan hefur siglt úr ölduróti hrunsins, skapað störfin sem glötuðust og hjálpað til við að greiða skuldirnar sem urðu til. Erlendir gestir sem sækja landið okkar heim í tugþúsundavís í hverjum mánuði hafa skilað miklum efnahagslegum ávinningi. Nú er svo komið að hlutdeild ferðaþjónustunnar sem hlutfall af vergri landsframleiðslu er um 10% og hefur greinin haldið uppi hagvexti þjóðarinnar undanfarin ár. Óhætt er að segja að vel hafi gengið í ferðaþjónustunni að undanförnu en viðvörunarljós blikka nú í mælaborðinu þar sem gengi íslensku krónunnar hefur styrkst um tæp 16% frá áramótum ásamt því að laun hafa hækkað um 10%.Svört mynd dregin upp Jákvæðar fréttir bárust úr Seðlabanka Íslands í síðustu viku þegar stýrivextir lækkuðu um 0,25% – í fyrsta sinn um margra mánaða skeið. Í kjölfar lækkunar stýrivaxta steig Már Guðmundsson seðlabankastjóri fram og fjallaði (loksins!) um ferðaþjónustuna – stærstu útflutningsatvinnugreinina, en þá til að kenna henni um það sem miður hefur farið við stjórn efnahagsmála í landinu. Hátt gengi íslensku krónunnar væri á ábyrgð ferðaþjónustunnar og hingað streymdi allt of mikið af ferðamönnum. Núna væri komið gott og mátti ekki skilja seðlabankastjóra öðruvísi en takmarka ætti flugferðir með ferðamenn til landsins. Fast á hæla seðlabankastjóra kom Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor og kvað jafnvel enn fastar að orði. Ferðaþjónustan væri ofnýtt auðlind og nú skyldi skattleggja ferðaþjónustuna í drep með komugjöldum, gistináttaskatti og færa alla greinina upp í efsta þrep virðisaukaskatts. Þannig myndi ferðaþjónustunni ekki takast að eyðileggja rekstrargrunn annarra útflutningsatvinnugreina. Mátti helst skilja prófessorinn með þeim hætti að kippa ætti fótunum undan rekstrargrunni ferðaþjónustunnar til að varðveita rekstrargrunn annarra útflutningsatvinnugreina.Vítahringurinn rofinn Hvað gengur þessum ágætum mönnum til? Talað er um ferðaþjónustuna, sem hefur öðrum fremur bjargað efnahag þessarar þjóðar eftir hrun, eins og hún sé til vandræða. Samtök ferðaþjónustunnar hafa glímt við það undanfarin misseri að gera ráðamönnum þjóðarinnar grein fyrir því að uppgangur ferðaþjónustunnar sé ekki bóla eða síldarævintýri, en eins og oft áður í okkar samfélagi fer umræðan úr ökkla í eyra. Loksins þegar menn virðast vera að átta sig á þessari staðreynd verður þetta einstaka tækifæri að vandamáli! Íslensk ferðaþjónusta hefur haldið uppi kaupmætti í landinu undanfarin misseri og með gríðarlegum gjaldeyristekjum hefur tekist að rjúfa vítahring sem hefur verið við lýði hér á landi um áratugaskeið með tilheyrandi verðbólgu. Þrátt fyrir neikvæðan vöruskiptajöfnuð, sem stefnir í að verði rúmlega 100 milljarðar á þessu ári, hefur gengi krónunnar haldið áfram að styrkjast gagnvart erlendum gjaldmiðlum vegna þess mikla jákvæða þjónustujafnaðar sem greinin skapar. Þannig hefur ferðaþjónustunni tekist að vernda kaupmátt heimila í landinu. Það munar um minna!Ferðaþjónustan sé tekin með í reikninginn Það er löngu kominn tími til að ferðaþjónustan sem alvöru atvinnugrein sé tekin með í reikninginn og greininni búið hagfelldara rekstrarumhverfi í stað þess að finna henni allt til foráttu. Taka þarf fastar á því að lækka stýrivexti þannig að fyrirtæki hér á landi búi við svipað rekstrarumhverfi og í nágrannalöndunum og stíga þarf markvissari og ákveðnari skref til afléttingar gjaldeyrishafta. Í því efni blasir við að stuðla hraðar að því að lífeyrissjóðir landsins flytji innlendar peningaeignir í erlendar með áhættudreifingu til langs tíma að leiðarljósi. Þetta býr til mótvægi við hið mikla gjaldeyrisinnflæði, sem ferðaþjónustan og aðrar útflutningsgreinar skapa og mun þannig vinna gegn frekari styrkingu íslensku krónunnar og stuðla að meira jafnvægi í gjaldeyrismálum þjóðarinnar.Stöndum frammi fyrir einstöku tækifæri Hagstjórnarlausnin felst ekki í því að hækka skatta og gjöld á ferðaþjónustu – ganga í skrokk á mjólkurkúnni. Við stöndum frammi fyrir einstöku tækifæri til að byggja upp í stað þess að rífa niður. Ísland verður að vera samkeppnishæft við þær þjóðir sem við berum okkur saman við og hér á landi verður að ríkja hagstjórn sem tekur mið af þörfum útflutningsatvinnugreinanna. Við sem störfum í ferðaþjónustu verðum að hafa fagmennsku og gæði að leiðarljósi í öllum okkar aðgerðum og að því vinnum við nú alla daga. Ferðaþjónustan er vannýtt auðlind, en við Íslendingar verðum okkar eigin gæfu smiðir við nýtingu hennar. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun