Aukning ferðamanna hugsanleg skýring á fjölgun útkalla Landhelgisgæslunnar nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 30. desember 2016 13:46 Þyrla Landhelgisgæslunnar í sjúkraflugi árið 2015. Vísir/Pjetur Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni kemur fram að í ár stefni í að heildarútköll flugdeildar verði 62 prósentum fleiri en þau voru fyrir fimm árum, árið 2011. Útköll hjá flugdeild Landhelgisgæslunnar voru 251 talsins í ár, í fyrra voru þau 218 en árið 2011 voru þau aðeins 155.Fjölgun ferðamanna möguleg ástæðaÍ tilkynningunni segir að leitar- og björgunarútköllum flugdeildarinnar hafi fjölgað nokkuð, bæði á sjó og landi. Í ár voru slík útköll 44 talsins en aðeins 26 árið 2011. „Fjölgun sjóútkalla er meðal annars rakin til þess að þegar bátar og skip detta út úr ferilvöktun stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar er þyrla eða flugvél yfirleitt kölluð út til leitar,“ segir í tilkynningunni. Þá hafi leitar- og björgunarútköllum fjölgað áberandi mikið í óbyggðum. „Líkleg skýring á því er fjölgun ferðamanna á hálendinu og öðrum óbyggðum svæðum.“ Sjúkraflutningum Landhelgisgæslunnar hefur einnig fjölgað milli ára og er aukning ferðamanna einnig talin eiga þátt í þeirri fjölgun. „Hugsanlega endurspeglast því í þessari aukningu vaxandi bílaumferð vegna fleiri ferðamanna. Að sama skapi má gera ráð fyrir að fleiri sjúkraútköll í óbyggðum tengist aukinni umferð ferðamanna á hálendinu eða öðrum afskekktum og óbyggðum svæðum þar sem hefðbundnir sjúkraflutningar með bílum eru illframkvæmanlegir,“ segir í tilkynningu Landhelgisgæslunnar.Útköllum vegna Íslendinga fjölgar líkaAthygli vekur að hlutfall erlendra sjúklinga sem fluttir eru, í samanburði við hlutfall Íslendinga, hefur lítið breyst milli ára. „Þótt sjúklingum hafi almennt fjölgað benda þessar bráðabirgðatölur ekki til að erlendum sjúklingum hafi fjölgað meira en Íslendingum. Hlutfallið á milli þeirra er nánast það sama allt tímabilið: Um það bil þriðjungur þeirra eru erlendir en tveir þriðju Íslendingar. Þetta kemur nokkuð á óvart í ljósi mikillar fjölgunar erlendra ferðamanna undanfarin ár.“ Vakin er athygli á því að ekki er um endanlegar tölur að ræða enda næstum tveir dagar eftir af árinu. Því gætu þær breyst lítillega á næstu dögum. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Aldrei fleiri þyrluútköll hjá Landhelgisgæslunni Það sem af er árinu 2015 hefur Landhelgisgæslan sent þyrlur í 214 útköll sem er mesti fjöldi þyrluútkalla á einu ári frá upphafi og nær tvöfalt meira en var að jafnaði fyrir tíu árum. Helmingur fluganna er vegna ferðamanna. 30. desember 2015 07:00 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Sjá meira
Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni kemur fram að í ár stefni í að heildarútköll flugdeildar verði 62 prósentum fleiri en þau voru fyrir fimm árum, árið 2011. Útköll hjá flugdeild Landhelgisgæslunnar voru 251 talsins í ár, í fyrra voru þau 218 en árið 2011 voru þau aðeins 155.Fjölgun ferðamanna möguleg ástæðaÍ tilkynningunni segir að leitar- og björgunarútköllum flugdeildarinnar hafi fjölgað nokkuð, bæði á sjó og landi. Í ár voru slík útköll 44 talsins en aðeins 26 árið 2011. „Fjölgun sjóútkalla er meðal annars rakin til þess að þegar bátar og skip detta út úr ferilvöktun stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar er þyrla eða flugvél yfirleitt kölluð út til leitar,“ segir í tilkynningunni. Þá hafi leitar- og björgunarútköllum fjölgað áberandi mikið í óbyggðum. „Líkleg skýring á því er fjölgun ferðamanna á hálendinu og öðrum óbyggðum svæðum.“ Sjúkraflutningum Landhelgisgæslunnar hefur einnig fjölgað milli ára og er aukning ferðamanna einnig talin eiga þátt í þeirri fjölgun. „Hugsanlega endurspeglast því í þessari aukningu vaxandi bílaumferð vegna fleiri ferðamanna. Að sama skapi má gera ráð fyrir að fleiri sjúkraútköll í óbyggðum tengist aukinni umferð ferðamanna á hálendinu eða öðrum afskekktum og óbyggðum svæðum þar sem hefðbundnir sjúkraflutningar með bílum eru illframkvæmanlegir,“ segir í tilkynningu Landhelgisgæslunnar.Útköllum vegna Íslendinga fjölgar líkaAthygli vekur að hlutfall erlendra sjúklinga sem fluttir eru, í samanburði við hlutfall Íslendinga, hefur lítið breyst milli ára. „Þótt sjúklingum hafi almennt fjölgað benda þessar bráðabirgðatölur ekki til að erlendum sjúklingum hafi fjölgað meira en Íslendingum. Hlutfallið á milli þeirra er nánast það sama allt tímabilið: Um það bil þriðjungur þeirra eru erlendir en tveir þriðju Íslendingar. Þetta kemur nokkuð á óvart í ljósi mikillar fjölgunar erlendra ferðamanna undanfarin ár.“ Vakin er athygli á því að ekki er um endanlegar tölur að ræða enda næstum tveir dagar eftir af árinu. Því gætu þær breyst lítillega á næstu dögum.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Aldrei fleiri þyrluútköll hjá Landhelgisgæslunni Það sem af er árinu 2015 hefur Landhelgisgæslan sent þyrlur í 214 útköll sem er mesti fjöldi þyrluútkalla á einu ári frá upphafi og nær tvöfalt meira en var að jafnaði fyrir tíu árum. Helmingur fluganna er vegna ferðamanna. 30. desember 2015 07:00 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Sjá meira
Aldrei fleiri þyrluútköll hjá Landhelgisgæslunni Það sem af er árinu 2015 hefur Landhelgisgæslan sent þyrlur í 214 útköll sem er mesti fjöldi þyrluútkalla á einu ári frá upphafi og nær tvöfalt meira en var að jafnaði fyrir tíu árum. Helmingur fluganna er vegna ferðamanna. 30. desember 2015 07:00
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?