Barn á leikskólaaldri hársbreidd frá því að hafna í sjónum í Reynisfjöru Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. janúar 2017 15:47 Skot úr myndbandinu hjá Huga rétt fyrir klukkan eitt í dag. Stelpan í bleiku buxunum slapp með skrekkinn þegar alda náði til hennar skömmu eftir að myndbandið var tekið. Hugi R. Ingibjartsson Hugi R. Ingibjartsson, leiðsögumaður, varð vitni að því í Reynisfjöru í dag þegar stúlkubarn, á að giska þriggja ára, var næstum tekið af öldu. Barnið var eftirlitslaust en mínútum áður hafði Hugi tekið upp myndband þar sem stúlkan var í stuðlaberginu ásamt móður sinni og systkini.Atvikið varð á milli klukkan hálf eitt og eitt í dag en rúmri klukkustund síðar barst lögreglu tilkynning um konu sem farið hefði í sjóinn við Kirkjufjöru, nærri Dyrhólaey. Hún fannst í sjónum eftir töluverða leit en eiginmaður hennar og tvö börn sluppu með skrekkinn. Ekki fást upplýsingar um líðan konunnar sem var lengi í sjónum.„Ég sá stelpuna skola niður í fjöruna. Svo greipa allt í einu maður í hana. Þetta hefur verið svona tíu metrum frá mér,“ segir Hugi sem var með hóp ferðamanna á Suðurlandinu í dag. Hann segist hafa tekið eftir stelpunni skömmu fyrr þegar hann var í beinni útsendingu á Facebook úr fjörunni.Nýja skiltið sem hannað var af verkfræðistofunni EFLU.Myndbandið má sjá hér að neðan en stelpan birtist með mömmu sinni eftir um átta mínútur. Nokkrum augnablikum síðar munaði minnstu að aldan tæki hana. Hugi er sannfærður að hefði árvökull maður ekki gripið í stelpuna væri hún farin.Öllum Íslendingum ætti að vera kunnugt um hættuna sem er fyrir hendi í Reynisfjöru. Kínverskur ferðamaður lét lífið í fjörunni í febrúar í fyrra og fleiri hafa tínt lífi. Þá hafa margir komist í hann krappann en öldur geta komið því sem næst upp úr þurru og tekið með sér fólk. Brugðist hefur verið við með því að setja upp betri skilti á svæðinu, nú síðast í október. Skiltið má sjá hér að neðan. Hugi segir að á leiðinni úr Reynisfjöru nokkru síðar hafi lögreglu borið að garði vegna hins slyssins í fjörunni í dag. Hann segir verst að hann hafi ekki náð myndbandi af því þegar stúlkan fór næstum með öldunni enda ljóst að slíkt hefði haft nauðsynlegt forvarnargildi. Björgunarsveitarmenn munu standa vaktina í Reynisfjöru í dag og fram á kvöld.Uppfært 10. janúar klukkan 19:30 Myndbandið hefur verið fjarlægt að ósk Huga. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Manns leitað sem fór í sjóinn við Reynisfjöru Björgunarsveitir ásamt lögreglunni á Suðurlandi hafa verið kallaðar út eftir að tilkynning barst um mann sem fór í sjóinn við Reynisfjöru. 9. janúar 2017 13:14 Öll fjölskyldan fór í sjóinn við Kirkjufjöru Verið er að flytja konu á fimmtugsaldri, sem féll í sjóinn við Kirkjufjöru, á Landspítalann. 9. janúar 2017 14:46 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira
Hugi R. Ingibjartsson, leiðsögumaður, varð vitni að því í Reynisfjöru í dag þegar stúlkubarn, á að giska þriggja ára, var næstum tekið af öldu. Barnið var eftirlitslaust en mínútum áður hafði Hugi tekið upp myndband þar sem stúlkan var í stuðlaberginu ásamt móður sinni og systkini.Atvikið varð á milli klukkan hálf eitt og eitt í dag en rúmri klukkustund síðar barst lögreglu tilkynning um konu sem farið hefði í sjóinn við Kirkjufjöru, nærri Dyrhólaey. Hún fannst í sjónum eftir töluverða leit en eiginmaður hennar og tvö börn sluppu með skrekkinn. Ekki fást upplýsingar um líðan konunnar sem var lengi í sjónum.„Ég sá stelpuna skola niður í fjöruna. Svo greipa allt í einu maður í hana. Þetta hefur verið svona tíu metrum frá mér,“ segir Hugi sem var með hóp ferðamanna á Suðurlandinu í dag. Hann segist hafa tekið eftir stelpunni skömmu fyrr þegar hann var í beinni útsendingu á Facebook úr fjörunni.Nýja skiltið sem hannað var af verkfræðistofunni EFLU.Myndbandið má sjá hér að neðan en stelpan birtist með mömmu sinni eftir um átta mínútur. Nokkrum augnablikum síðar munaði minnstu að aldan tæki hana. Hugi er sannfærður að hefði árvökull maður ekki gripið í stelpuna væri hún farin.Öllum Íslendingum ætti að vera kunnugt um hættuna sem er fyrir hendi í Reynisfjöru. Kínverskur ferðamaður lét lífið í fjörunni í febrúar í fyrra og fleiri hafa tínt lífi. Þá hafa margir komist í hann krappann en öldur geta komið því sem næst upp úr þurru og tekið með sér fólk. Brugðist hefur verið við með því að setja upp betri skilti á svæðinu, nú síðast í október. Skiltið má sjá hér að neðan. Hugi segir að á leiðinni úr Reynisfjöru nokkru síðar hafi lögreglu borið að garði vegna hins slyssins í fjörunni í dag. Hann segir verst að hann hafi ekki náð myndbandi af því þegar stúlkan fór næstum með öldunni enda ljóst að slíkt hefði haft nauðsynlegt forvarnargildi. Björgunarsveitarmenn munu standa vaktina í Reynisfjöru í dag og fram á kvöld.Uppfært 10. janúar klukkan 19:30 Myndbandið hefur verið fjarlægt að ósk Huga.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Manns leitað sem fór í sjóinn við Reynisfjöru Björgunarsveitir ásamt lögreglunni á Suðurlandi hafa verið kallaðar út eftir að tilkynning barst um mann sem fór í sjóinn við Reynisfjöru. 9. janúar 2017 13:14 Öll fjölskyldan fór í sjóinn við Kirkjufjöru Verið er að flytja konu á fimmtugsaldri, sem féll í sjóinn við Kirkjufjöru, á Landspítalann. 9. janúar 2017 14:46 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira
Manns leitað sem fór í sjóinn við Reynisfjöru Björgunarsveitir ásamt lögreglunni á Suðurlandi hafa verið kallaðar út eftir að tilkynning barst um mann sem fór í sjóinn við Reynisfjöru. 9. janúar 2017 13:14
Öll fjölskyldan fór í sjóinn við Kirkjufjöru Verið er að flytja konu á fimmtugsaldri, sem féll í sjóinn við Kirkjufjöru, á Landspítalann. 9. janúar 2017 14:46