Að agnúast út í sjálfa sig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 9. janúar 2017 10:30 Í vikunni skrifaði sá ágæti prófessor og fræðimaður, Torfi Tulinus grein í Fréttablaðið um pólitík. Þegar ég hóf lesturinn á grein hans fór ég brátt að agnúast út í sjálfa mig og spyrja hvaða ekkisens vitleysu ég hefði nú látið frá mér. Hvort ég gæti ekki komið skilaboðum um aukið samtal, sátt og samvinnu óbrengluðum frá mér? Ég ákvað þó áður en ég fór að gera út af við sjálfa mig með sleggjudómum og formælingum að hlusta aftur á það sem ég hafði raunverulega sagt. Fannst sumum sem til þekkja hann snúa út úr orðum mínum sem féllu í útvarpsviðtali í lok ársins 2016. Ég vil hins vegar frekar líta á skrif Torfa sem ákveðinn metnað um réttlátara íslenskt samfélag en það má vel greina í skrifum hans í gegnum tíðina. Bæði í umræðunni um menntamál sem sjávarútvegsmál lagði ég áherslu á aukið samráð og samtal og að leiðin til frekari sátta í sjávarútvegi felist í því að þjóðin fái aukna arðsemi úr sameiginlegri fiskveiðiauðlind hennar. Dró ég fram, eftir að hafa rætt um þvermóðsku útgerðarmanna gagnvart breytingum í sjávarútvegi, að sumir stjórnmálamenn ýti undir tortryggni gagnvart tilteknum hópum eða einstaklingum. Öfundargen í þessu samhengi er ekki rétta orðið en eftir stendur að það er að mínu mati ekki uppbyggilegt að ala á tortryggni í garð ýmissa hópa né líklegt að eftirsóknarverð sátt náist í grundvallarmálum sem snerta alla þjóðina. Ég held að virðing okkar gagnvart hvort öðru sé hjálplegri og skili okkur lengra en úlfúð, æsingur og útúrsnúningar. Í þeirri mikilvægu atvinnugrein sem sjávarútvegurinn er þarf að nást meiri sátt en verið hefur á umliðnum árum. Það er ekki stefna Viðreisnar að leggja af kvótakerfið eða minnka sjálfbærni í veiðum. Síður en svo. Mikilvægt er að halda áfram að auka heildarverðmæti sjávarútvegs. Hins vegar er það eindregið skoðun okkar að þjóðin eigi að fá aukna arðsemi úr þessari sameiginlegu auðlind þjóðarinnar. Það er lykillinn að sáttinni og aukinni réttlætiskennd sem kallað er eftir. Í Viðreisn höfum við talað fyrir því að treysta markaðnum í gegnum uppboð til að ákvarða það verð sem rétt er að þjóðin fái fyrir auðlindina. Þannig geti einnig opnast fyrir nýliðun í greininni. Í þessum efnum er þó ekkert sjálfgilt og hafa aðrir flokkar viljað fara aðrar leiðir. Það ber að virða. Eftir stendur að við komumst ekki hjá því að reyna að leita sátta í sjávarútvegi. Slíkt verður best gert með samtali og samvinnu, í þessum málaflokki sem öðrum. Andinn á nýbyrjuðu þingi og vinnubrögð gefa ákveðin fyrirheit til bjartsýni í þessum efnum. Ég er þó ekki það blaut á bak við eyrun að ekki þurfi á endanum að taka ákvörðun sem verður ekki endilega allra. Það er hlutverk stjórnmálamanna að axla slíka ábyrgð en samtal, samvinna og rannsóknir eiga að stuðla að rökrænni niðurstöðu og einhverju betra til að standa á og rökstyðja. Á endanum verður ákvörðunin ávallt að byggjast á hagsmunum heildarinnar og þjóðarinnar allrar. Það er lykilstefið sem ekki má hvika frá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Tengdar fréttir Öfundargenið Það tókst að vekja þjóðina um stund þegar ljóstrað var upp um yfir 600 íslensk nöfn í gögnunum frá Mossack Fonseca og að auðugir Íslendingar blygðuðust sín almennt ekki fyrir að skjóta fjármunum undan skatti. 4. janúar 2017 07:00 Mest lesið Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Sjá meira
Í vikunni skrifaði sá ágæti prófessor og fræðimaður, Torfi Tulinus grein í Fréttablaðið um pólitík. Þegar ég hóf lesturinn á grein hans fór ég brátt að agnúast út í sjálfa mig og spyrja hvaða ekkisens vitleysu ég hefði nú látið frá mér. Hvort ég gæti ekki komið skilaboðum um aukið samtal, sátt og samvinnu óbrengluðum frá mér? Ég ákvað þó áður en ég fór að gera út af við sjálfa mig með sleggjudómum og formælingum að hlusta aftur á það sem ég hafði raunverulega sagt. Fannst sumum sem til þekkja hann snúa út úr orðum mínum sem féllu í útvarpsviðtali í lok ársins 2016. Ég vil hins vegar frekar líta á skrif Torfa sem ákveðinn metnað um réttlátara íslenskt samfélag en það má vel greina í skrifum hans í gegnum tíðina. Bæði í umræðunni um menntamál sem sjávarútvegsmál lagði ég áherslu á aukið samráð og samtal og að leiðin til frekari sátta í sjávarútvegi felist í því að þjóðin fái aukna arðsemi úr sameiginlegri fiskveiðiauðlind hennar. Dró ég fram, eftir að hafa rætt um þvermóðsku útgerðarmanna gagnvart breytingum í sjávarútvegi, að sumir stjórnmálamenn ýti undir tortryggni gagnvart tilteknum hópum eða einstaklingum. Öfundargen í þessu samhengi er ekki rétta orðið en eftir stendur að það er að mínu mati ekki uppbyggilegt að ala á tortryggni í garð ýmissa hópa né líklegt að eftirsóknarverð sátt náist í grundvallarmálum sem snerta alla þjóðina. Ég held að virðing okkar gagnvart hvort öðru sé hjálplegri og skili okkur lengra en úlfúð, æsingur og útúrsnúningar. Í þeirri mikilvægu atvinnugrein sem sjávarútvegurinn er þarf að nást meiri sátt en verið hefur á umliðnum árum. Það er ekki stefna Viðreisnar að leggja af kvótakerfið eða minnka sjálfbærni í veiðum. Síður en svo. Mikilvægt er að halda áfram að auka heildarverðmæti sjávarútvegs. Hins vegar er það eindregið skoðun okkar að þjóðin eigi að fá aukna arðsemi úr þessari sameiginlegu auðlind þjóðarinnar. Það er lykillinn að sáttinni og aukinni réttlætiskennd sem kallað er eftir. Í Viðreisn höfum við talað fyrir því að treysta markaðnum í gegnum uppboð til að ákvarða það verð sem rétt er að þjóðin fái fyrir auðlindina. Þannig geti einnig opnast fyrir nýliðun í greininni. Í þessum efnum er þó ekkert sjálfgilt og hafa aðrir flokkar viljað fara aðrar leiðir. Það ber að virða. Eftir stendur að við komumst ekki hjá því að reyna að leita sátta í sjávarútvegi. Slíkt verður best gert með samtali og samvinnu, í þessum málaflokki sem öðrum. Andinn á nýbyrjuðu þingi og vinnubrögð gefa ákveðin fyrirheit til bjartsýni í þessum efnum. Ég er þó ekki það blaut á bak við eyrun að ekki þurfi á endanum að taka ákvörðun sem verður ekki endilega allra. Það er hlutverk stjórnmálamanna að axla slíka ábyrgð en samtal, samvinna og rannsóknir eiga að stuðla að rökrænni niðurstöðu og einhverju betra til að standa á og rökstyðja. Á endanum verður ákvörðunin ávallt að byggjast á hagsmunum heildarinnar og þjóðarinnar allrar. Það er lykilstefið sem ekki má hvika frá.
Öfundargenið Það tókst að vekja þjóðina um stund þegar ljóstrað var upp um yfir 600 íslensk nöfn í gögnunum frá Mossack Fonseca og að auðugir Íslendingar blygðuðust sín almennt ekki fyrir að skjóta fjármunum undan skatti. 4. janúar 2017 07:00
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir Skoðun