Að agnúast út í sjálfa sig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 9. janúar 2017 10:30 Í vikunni skrifaði sá ágæti prófessor og fræðimaður, Torfi Tulinus grein í Fréttablaðið um pólitík. Þegar ég hóf lesturinn á grein hans fór ég brátt að agnúast út í sjálfa mig og spyrja hvaða ekkisens vitleysu ég hefði nú látið frá mér. Hvort ég gæti ekki komið skilaboðum um aukið samtal, sátt og samvinnu óbrengluðum frá mér? Ég ákvað þó áður en ég fór að gera út af við sjálfa mig með sleggjudómum og formælingum að hlusta aftur á það sem ég hafði raunverulega sagt. Fannst sumum sem til þekkja hann snúa út úr orðum mínum sem féllu í útvarpsviðtali í lok ársins 2016. Ég vil hins vegar frekar líta á skrif Torfa sem ákveðinn metnað um réttlátara íslenskt samfélag en það má vel greina í skrifum hans í gegnum tíðina. Bæði í umræðunni um menntamál sem sjávarútvegsmál lagði ég áherslu á aukið samráð og samtal og að leiðin til frekari sátta í sjávarútvegi felist í því að þjóðin fái aukna arðsemi úr sameiginlegri fiskveiðiauðlind hennar. Dró ég fram, eftir að hafa rætt um þvermóðsku útgerðarmanna gagnvart breytingum í sjávarútvegi, að sumir stjórnmálamenn ýti undir tortryggni gagnvart tilteknum hópum eða einstaklingum. Öfundargen í þessu samhengi er ekki rétta orðið en eftir stendur að það er að mínu mati ekki uppbyggilegt að ala á tortryggni í garð ýmissa hópa né líklegt að eftirsóknarverð sátt náist í grundvallarmálum sem snerta alla þjóðina. Ég held að virðing okkar gagnvart hvort öðru sé hjálplegri og skili okkur lengra en úlfúð, æsingur og útúrsnúningar. Í þeirri mikilvægu atvinnugrein sem sjávarútvegurinn er þarf að nást meiri sátt en verið hefur á umliðnum árum. Það er ekki stefna Viðreisnar að leggja af kvótakerfið eða minnka sjálfbærni í veiðum. Síður en svo. Mikilvægt er að halda áfram að auka heildarverðmæti sjávarútvegs. Hins vegar er það eindregið skoðun okkar að þjóðin eigi að fá aukna arðsemi úr þessari sameiginlegu auðlind þjóðarinnar. Það er lykillinn að sáttinni og aukinni réttlætiskennd sem kallað er eftir. Í Viðreisn höfum við talað fyrir því að treysta markaðnum í gegnum uppboð til að ákvarða það verð sem rétt er að þjóðin fái fyrir auðlindina. Þannig geti einnig opnast fyrir nýliðun í greininni. Í þessum efnum er þó ekkert sjálfgilt og hafa aðrir flokkar viljað fara aðrar leiðir. Það ber að virða. Eftir stendur að við komumst ekki hjá því að reyna að leita sátta í sjávarútvegi. Slíkt verður best gert með samtali og samvinnu, í þessum málaflokki sem öðrum. Andinn á nýbyrjuðu þingi og vinnubrögð gefa ákveðin fyrirheit til bjartsýni í þessum efnum. Ég er þó ekki það blaut á bak við eyrun að ekki þurfi á endanum að taka ákvörðun sem verður ekki endilega allra. Það er hlutverk stjórnmálamanna að axla slíka ábyrgð en samtal, samvinna og rannsóknir eiga að stuðla að rökrænni niðurstöðu og einhverju betra til að standa á og rökstyðja. Á endanum verður ákvörðunin ávallt að byggjast á hagsmunum heildarinnar og þjóðarinnar allrar. Það er lykilstefið sem ekki má hvika frá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Tengdar fréttir Öfundargenið Það tókst að vekja þjóðina um stund þegar ljóstrað var upp um yfir 600 íslensk nöfn í gögnunum frá Mossack Fonseca og að auðugir Íslendingar blygðuðust sín almennt ekki fyrir að skjóta fjármunum undan skatti. 4. janúar 2017 07:00 Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Í vikunni skrifaði sá ágæti prófessor og fræðimaður, Torfi Tulinus grein í Fréttablaðið um pólitík. Þegar ég hóf lesturinn á grein hans fór ég brátt að agnúast út í sjálfa mig og spyrja hvaða ekkisens vitleysu ég hefði nú látið frá mér. Hvort ég gæti ekki komið skilaboðum um aukið samtal, sátt og samvinnu óbrengluðum frá mér? Ég ákvað þó áður en ég fór að gera út af við sjálfa mig með sleggjudómum og formælingum að hlusta aftur á það sem ég hafði raunverulega sagt. Fannst sumum sem til þekkja hann snúa út úr orðum mínum sem féllu í útvarpsviðtali í lok ársins 2016. Ég vil hins vegar frekar líta á skrif Torfa sem ákveðinn metnað um réttlátara íslenskt samfélag en það má vel greina í skrifum hans í gegnum tíðina. Bæði í umræðunni um menntamál sem sjávarútvegsmál lagði ég áherslu á aukið samráð og samtal og að leiðin til frekari sátta í sjávarútvegi felist í því að þjóðin fái aukna arðsemi úr sameiginlegri fiskveiðiauðlind hennar. Dró ég fram, eftir að hafa rætt um þvermóðsku útgerðarmanna gagnvart breytingum í sjávarútvegi, að sumir stjórnmálamenn ýti undir tortryggni gagnvart tilteknum hópum eða einstaklingum. Öfundargen í þessu samhengi er ekki rétta orðið en eftir stendur að það er að mínu mati ekki uppbyggilegt að ala á tortryggni í garð ýmissa hópa né líklegt að eftirsóknarverð sátt náist í grundvallarmálum sem snerta alla þjóðina. Ég held að virðing okkar gagnvart hvort öðru sé hjálplegri og skili okkur lengra en úlfúð, æsingur og útúrsnúningar. Í þeirri mikilvægu atvinnugrein sem sjávarútvegurinn er þarf að nást meiri sátt en verið hefur á umliðnum árum. Það er ekki stefna Viðreisnar að leggja af kvótakerfið eða minnka sjálfbærni í veiðum. Síður en svo. Mikilvægt er að halda áfram að auka heildarverðmæti sjávarútvegs. Hins vegar er það eindregið skoðun okkar að þjóðin eigi að fá aukna arðsemi úr þessari sameiginlegu auðlind þjóðarinnar. Það er lykillinn að sáttinni og aukinni réttlætiskennd sem kallað er eftir. Í Viðreisn höfum við talað fyrir því að treysta markaðnum í gegnum uppboð til að ákvarða það verð sem rétt er að þjóðin fái fyrir auðlindina. Þannig geti einnig opnast fyrir nýliðun í greininni. Í þessum efnum er þó ekkert sjálfgilt og hafa aðrir flokkar viljað fara aðrar leiðir. Það ber að virða. Eftir stendur að við komumst ekki hjá því að reyna að leita sátta í sjávarútvegi. Slíkt verður best gert með samtali og samvinnu, í þessum málaflokki sem öðrum. Andinn á nýbyrjuðu þingi og vinnubrögð gefa ákveðin fyrirheit til bjartsýni í þessum efnum. Ég er þó ekki það blaut á bak við eyrun að ekki þurfi á endanum að taka ákvörðun sem verður ekki endilega allra. Það er hlutverk stjórnmálamanna að axla slíka ábyrgð en samtal, samvinna og rannsóknir eiga að stuðla að rökrænni niðurstöðu og einhverju betra til að standa á og rökstyðja. Á endanum verður ákvörðunin ávallt að byggjast á hagsmunum heildarinnar og þjóðarinnar allrar. Það er lykilstefið sem ekki má hvika frá.
Öfundargenið Það tókst að vekja þjóðina um stund þegar ljóstrað var upp um yfir 600 íslensk nöfn í gögnunum frá Mossack Fonseca og að auðugir Íslendingar blygðuðust sín almennt ekki fyrir að skjóta fjármunum undan skatti. 4. janúar 2017 07:00
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar