Að agnúast út í sjálfa sig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 9. janúar 2017 10:30 Í vikunni skrifaði sá ágæti prófessor og fræðimaður, Torfi Tulinus grein í Fréttablaðið um pólitík. Þegar ég hóf lesturinn á grein hans fór ég brátt að agnúast út í sjálfa mig og spyrja hvaða ekkisens vitleysu ég hefði nú látið frá mér. Hvort ég gæti ekki komið skilaboðum um aukið samtal, sátt og samvinnu óbrengluðum frá mér? Ég ákvað þó áður en ég fór að gera út af við sjálfa mig með sleggjudómum og formælingum að hlusta aftur á það sem ég hafði raunverulega sagt. Fannst sumum sem til þekkja hann snúa út úr orðum mínum sem féllu í útvarpsviðtali í lok ársins 2016. Ég vil hins vegar frekar líta á skrif Torfa sem ákveðinn metnað um réttlátara íslenskt samfélag en það má vel greina í skrifum hans í gegnum tíðina. Bæði í umræðunni um menntamál sem sjávarútvegsmál lagði ég áherslu á aukið samráð og samtal og að leiðin til frekari sátta í sjávarútvegi felist í því að þjóðin fái aukna arðsemi úr sameiginlegri fiskveiðiauðlind hennar. Dró ég fram, eftir að hafa rætt um þvermóðsku útgerðarmanna gagnvart breytingum í sjávarútvegi, að sumir stjórnmálamenn ýti undir tortryggni gagnvart tilteknum hópum eða einstaklingum. Öfundargen í þessu samhengi er ekki rétta orðið en eftir stendur að það er að mínu mati ekki uppbyggilegt að ala á tortryggni í garð ýmissa hópa né líklegt að eftirsóknarverð sátt náist í grundvallarmálum sem snerta alla þjóðina. Ég held að virðing okkar gagnvart hvort öðru sé hjálplegri og skili okkur lengra en úlfúð, æsingur og útúrsnúningar. Í þeirri mikilvægu atvinnugrein sem sjávarútvegurinn er þarf að nást meiri sátt en verið hefur á umliðnum árum. Það er ekki stefna Viðreisnar að leggja af kvótakerfið eða minnka sjálfbærni í veiðum. Síður en svo. Mikilvægt er að halda áfram að auka heildarverðmæti sjávarútvegs. Hins vegar er það eindregið skoðun okkar að þjóðin eigi að fá aukna arðsemi úr þessari sameiginlegu auðlind þjóðarinnar. Það er lykillinn að sáttinni og aukinni réttlætiskennd sem kallað er eftir. Í Viðreisn höfum við talað fyrir því að treysta markaðnum í gegnum uppboð til að ákvarða það verð sem rétt er að þjóðin fái fyrir auðlindina. Þannig geti einnig opnast fyrir nýliðun í greininni. Í þessum efnum er þó ekkert sjálfgilt og hafa aðrir flokkar viljað fara aðrar leiðir. Það ber að virða. Eftir stendur að við komumst ekki hjá því að reyna að leita sátta í sjávarútvegi. Slíkt verður best gert með samtali og samvinnu, í þessum málaflokki sem öðrum. Andinn á nýbyrjuðu þingi og vinnubrögð gefa ákveðin fyrirheit til bjartsýni í þessum efnum. Ég er þó ekki það blaut á bak við eyrun að ekki þurfi á endanum að taka ákvörðun sem verður ekki endilega allra. Það er hlutverk stjórnmálamanna að axla slíka ábyrgð en samtal, samvinna og rannsóknir eiga að stuðla að rökrænni niðurstöðu og einhverju betra til að standa á og rökstyðja. Á endanum verður ákvörðunin ávallt að byggjast á hagsmunum heildarinnar og þjóðarinnar allrar. Það er lykilstefið sem ekki má hvika frá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Tengdar fréttir Öfundargenið Það tókst að vekja þjóðina um stund þegar ljóstrað var upp um yfir 600 íslensk nöfn í gögnunum frá Mossack Fonseca og að auðugir Íslendingar blygðuðust sín almennt ekki fyrir að skjóta fjármunum undan skatti. 4. janúar 2017 07:00 Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Sjá meira
Í vikunni skrifaði sá ágæti prófessor og fræðimaður, Torfi Tulinus grein í Fréttablaðið um pólitík. Þegar ég hóf lesturinn á grein hans fór ég brátt að agnúast út í sjálfa mig og spyrja hvaða ekkisens vitleysu ég hefði nú látið frá mér. Hvort ég gæti ekki komið skilaboðum um aukið samtal, sátt og samvinnu óbrengluðum frá mér? Ég ákvað þó áður en ég fór að gera út af við sjálfa mig með sleggjudómum og formælingum að hlusta aftur á það sem ég hafði raunverulega sagt. Fannst sumum sem til þekkja hann snúa út úr orðum mínum sem féllu í útvarpsviðtali í lok ársins 2016. Ég vil hins vegar frekar líta á skrif Torfa sem ákveðinn metnað um réttlátara íslenskt samfélag en það má vel greina í skrifum hans í gegnum tíðina. Bæði í umræðunni um menntamál sem sjávarútvegsmál lagði ég áherslu á aukið samráð og samtal og að leiðin til frekari sátta í sjávarútvegi felist í því að þjóðin fái aukna arðsemi úr sameiginlegri fiskveiðiauðlind hennar. Dró ég fram, eftir að hafa rætt um þvermóðsku útgerðarmanna gagnvart breytingum í sjávarútvegi, að sumir stjórnmálamenn ýti undir tortryggni gagnvart tilteknum hópum eða einstaklingum. Öfundargen í þessu samhengi er ekki rétta orðið en eftir stendur að það er að mínu mati ekki uppbyggilegt að ala á tortryggni í garð ýmissa hópa né líklegt að eftirsóknarverð sátt náist í grundvallarmálum sem snerta alla þjóðina. Ég held að virðing okkar gagnvart hvort öðru sé hjálplegri og skili okkur lengra en úlfúð, æsingur og útúrsnúningar. Í þeirri mikilvægu atvinnugrein sem sjávarútvegurinn er þarf að nást meiri sátt en verið hefur á umliðnum árum. Það er ekki stefna Viðreisnar að leggja af kvótakerfið eða minnka sjálfbærni í veiðum. Síður en svo. Mikilvægt er að halda áfram að auka heildarverðmæti sjávarútvegs. Hins vegar er það eindregið skoðun okkar að þjóðin eigi að fá aukna arðsemi úr þessari sameiginlegu auðlind þjóðarinnar. Það er lykillinn að sáttinni og aukinni réttlætiskennd sem kallað er eftir. Í Viðreisn höfum við talað fyrir því að treysta markaðnum í gegnum uppboð til að ákvarða það verð sem rétt er að þjóðin fái fyrir auðlindina. Þannig geti einnig opnast fyrir nýliðun í greininni. Í þessum efnum er þó ekkert sjálfgilt og hafa aðrir flokkar viljað fara aðrar leiðir. Það ber að virða. Eftir stendur að við komumst ekki hjá því að reyna að leita sátta í sjávarútvegi. Slíkt verður best gert með samtali og samvinnu, í þessum málaflokki sem öðrum. Andinn á nýbyrjuðu þingi og vinnubrögð gefa ákveðin fyrirheit til bjartsýni í þessum efnum. Ég er þó ekki það blaut á bak við eyrun að ekki þurfi á endanum að taka ákvörðun sem verður ekki endilega allra. Það er hlutverk stjórnmálamanna að axla slíka ábyrgð en samtal, samvinna og rannsóknir eiga að stuðla að rökrænni niðurstöðu og einhverju betra til að standa á og rökstyðja. Á endanum verður ákvörðunin ávallt að byggjast á hagsmunum heildarinnar og þjóðarinnar allrar. Það er lykilstefið sem ekki má hvika frá.
Öfundargenið Það tókst að vekja þjóðina um stund þegar ljóstrað var upp um yfir 600 íslensk nöfn í gögnunum frá Mossack Fonseca og að auðugir Íslendingar blygðuðust sín almennt ekki fyrir að skjóta fjármunum undan skatti. 4. janúar 2017 07:00
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun