Tekjutap hins opinbera vegna aflandsfélaga allt að sex milljarðar á ári hverju Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. janúar 2017 15:51 Skýrsla starfshóps um um eignir Íslendinga á aflandsfélögum er komin út. Samsett/Valli/Ernir Niðurstöður starfshóps um eignir Íslendinga á aflandssvæðum gefa til kynna að í lok ársins 2015 hafi uppsafnað umfang eigna og umsvifa Íslendinga á aflandssvæðum frá árinu 1990 legið á bilinu 350-810 milljarða króna. Þetta kemur fram í skýrslu starfshópsins sem gerð var opinber í dag. Starfshópurinn telur að mögulegt tekjutap hins opinbera vegna vantalinna eigna geti numið allt frá 2,8-6,5 milljarða króna árlega miðað við gildandi tekjuskattslög. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skipaði starfshópinn sem átti að meta umfang eigna Íslendinga á aflandssvæðum og tekjutap hins opinbera af slíkum umsvifum.Erfitt að leggja nákvæmt mat á umfangið Tekið er fram í skýrslunni að erfitt sé að leggja nákvæmt mat á umfang og beinar fjárhæðir og telur nefndin ljóst að þeir upphæðir sem hún nefnir séu á breiðu bili. Meginniðurstaða matsins er að uppsafnað fjármagn á aflandssvæðum vegna ólögmætrar milliverðlagningar í vöruviðskiptum yfir tímabilið 1990-2015 geti verið á bilinu 140-160 milljarðar króna. Einnig var stuðst við upplýsingar um eignir í stýringu erlendis sem hafa verið notaðar til þess að áætla umfang aflandseigna, en starfshópurinn telur umfang þeirra geta verið á bilinu 110-350 milljarðar króna. Tekið er þó fram að ekki er hægt að segja til um það hversu stór hluti umfangsins hafi verið gefinn upp til skatts á íslensku skattframtali. Að lokum var lagt mat á óskráðar fjármagnstilfærslur milli landa og þær taldar geta numið á bilinu 100-300 milljarða króna Starfshópurinn telur mögulegt er að þær fjárhæðir sem um ræðir skarist að einhverju leyti. Að því gefnu að fjárhæðirnar skarist ekki er niðurstaðan sú að alls geti umfangið hafa numið á bilinu 350-810 milljarða króna í lok árs 2015.Umsvifamikil aflandsfélagavæðing Íslendinga fyrir hrun Mögulegt tekjutap hins opinbera af fjármagnstilfærslum og eignaumsýslu á aflandssvæðum var einnig skoðað og niðurstöður matsins sýndu að hið opinbera geti orðið af af 2,8-6,5 milljarða króna ár hvert miðað við framangreindar áætlanir um eignaumsvif og að því gefnu að fjármagn sem talið er vera á aflandssvæðum sé ekki gefið upp til skatts á íslensku skattframtali. Að mati starfshópsins bendir allt til þess að mest öll aflandsvistun eigna í eigu Íslendinga hafi átti sér stað fyrir fall fjármálakerfisins árið 2008 en frá þeim tíma hafi orðið miklar framfarir í reglulegum upplýsingaskiptum milli landa. Í skýrslunni segir að umfang aflandsvæðingar íslensks efnahagslífs hafi verið einstakt á heimsvísu á árunum fyrir hrun og að drifkrafturinn hafi verið skattahagræðing og virk markaðssetning íslenskrar sérbankaþjónustu í Lúxemborg. Í skýrslunni segir einnig að íslensk skattalög virðast íslensk skattalög hafa gefið meira svigrúm til flutnings eigna úr lögsögunni með löglegum hætti en víða annars staðar, en eftirfylgni ogagnaskráning á þessu sviði hélt ekki í við hraðan vöxt fjármagnsflutninga. Í starfshópnum sátu fulltrúar fjármála- og efnahagsráðuneytis, Fjármálaeftirlitsins, Hagstofu Íslands, ríkisskattstjóra, Seðlabanka Íslands og skattrannsóknarstjóra, auk Sigurðar Ingólfssonar, hagfræðings, sem var skipaður formaður hópsins. Skýrsla starfshópsins hefur verið send efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis til umfjöllunar og meðferðar. Panama-skjölin Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira
Niðurstöður starfshóps um eignir Íslendinga á aflandssvæðum gefa til kynna að í lok ársins 2015 hafi uppsafnað umfang eigna og umsvifa Íslendinga á aflandssvæðum frá árinu 1990 legið á bilinu 350-810 milljarða króna. Þetta kemur fram í skýrslu starfshópsins sem gerð var opinber í dag. Starfshópurinn telur að mögulegt tekjutap hins opinbera vegna vantalinna eigna geti numið allt frá 2,8-6,5 milljarða króna árlega miðað við gildandi tekjuskattslög. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skipaði starfshópinn sem átti að meta umfang eigna Íslendinga á aflandssvæðum og tekjutap hins opinbera af slíkum umsvifum.Erfitt að leggja nákvæmt mat á umfangið Tekið er fram í skýrslunni að erfitt sé að leggja nákvæmt mat á umfang og beinar fjárhæðir og telur nefndin ljóst að þeir upphæðir sem hún nefnir séu á breiðu bili. Meginniðurstaða matsins er að uppsafnað fjármagn á aflandssvæðum vegna ólögmætrar milliverðlagningar í vöruviðskiptum yfir tímabilið 1990-2015 geti verið á bilinu 140-160 milljarðar króna. Einnig var stuðst við upplýsingar um eignir í stýringu erlendis sem hafa verið notaðar til þess að áætla umfang aflandseigna, en starfshópurinn telur umfang þeirra geta verið á bilinu 110-350 milljarðar króna. Tekið er þó fram að ekki er hægt að segja til um það hversu stór hluti umfangsins hafi verið gefinn upp til skatts á íslensku skattframtali. Að lokum var lagt mat á óskráðar fjármagnstilfærslur milli landa og þær taldar geta numið á bilinu 100-300 milljarða króna Starfshópurinn telur mögulegt er að þær fjárhæðir sem um ræðir skarist að einhverju leyti. Að því gefnu að fjárhæðirnar skarist ekki er niðurstaðan sú að alls geti umfangið hafa numið á bilinu 350-810 milljarða króna í lok árs 2015.Umsvifamikil aflandsfélagavæðing Íslendinga fyrir hrun Mögulegt tekjutap hins opinbera af fjármagnstilfærslum og eignaumsýslu á aflandssvæðum var einnig skoðað og niðurstöður matsins sýndu að hið opinbera geti orðið af af 2,8-6,5 milljarða króna ár hvert miðað við framangreindar áætlanir um eignaumsvif og að því gefnu að fjármagn sem talið er vera á aflandssvæðum sé ekki gefið upp til skatts á íslensku skattframtali. Að mati starfshópsins bendir allt til þess að mest öll aflandsvistun eigna í eigu Íslendinga hafi átti sér stað fyrir fall fjármálakerfisins árið 2008 en frá þeim tíma hafi orðið miklar framfarir í reglulegum upplýsingaskiptum milli landa. Í skýrslunni segir að umfang aflandsvæðingar íslensks efnahagslífs hafi verið einstakt á heimsvísu á árunum fyrir hrun og að drifkrafturinn hafi verið skattahagræðing og virk markaðssetning íslenskrar sérbankaþjónustu í Lúxemborg. Í skýrslunni segir einnig að íslensk skattalög virðast íslensk skattalög hafa gefið meira svigrúm til flutnings eigna úr lögsögunni með löglegum hætti en víða annars staðar, en eftirfylgni ogagnaskráning á þessu sviði hélt ekki í við hraðan vöxt fjármagnsflutninga. Í starfshópnum sátu fulltrúar fjármála- og efnahagsráðuneytis, Fjármálaeftirlitsins, Hagstofu Íslands, ríkisskattstjóra, Seðlabanka Íslands og skattrannsóknarstjóra, auk Sigurðar Ingólfssonar, hagfræðings, sem var skipaður formaður hópsins. Skýrsla starfshópsins hefur verið send efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis til umfjöllunar og meðferðar.
Panama-skjölin Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira