Öfundargenið Torfi H. Tulinius skrifar 4. janúar 2017 07:00 Íslensk valdastétt hefur staðið af sér Panamahneykslið. Það tókst að vekja þjóðina um stund þegar ljóstrað var upp um yfir 600 íslensk nöfn í gögnunum frá Mossack Fonseca og að auðugir Íslendingar blygðuðust sín almennt ekki fyrir að skjóta fjármunum undan skatti. Æðstu ráðamenn voru, ýmist þeir sjálfir eða makar þeirra, með einum eða öðrum hætti viðriðnir aflandsfélög: forsætisráðherra, fjármálaráðherra, innanríkisráðherra og sjálfur forsetinn. Allt kom fyrir ekki, því þótt pólitísku lífi forsætisráðherra fyrrverandi virðist að mestu lokið og ferli fráfarandi forseta lauk á þessari nótu, mun fjármálaráðherrann, Bjarni Benediktsson, líklega bráðum stýra landinu, studdur af náfrænda sínum úr sömu valdastétt. Aflandsfélög eru skaðleg. Miklum verðmætum sem verða til af striti fjöldans og nýtingu auðlinda sem ýmist eru eða ættu að vera í eigu almennings er komið undan. Þau gagnast því ekki til að þróa samfélögin til betri vegar, hlúa að heilbrigði, menntun, velferð og gera einstaklingum kleift að eflast og þroskast. Ekki hefur tekist að mynda ríkisstjórn án þeirra flokka þar sem báðir formennirnir voru nefndir í Panamaskjölunum. Látið er að því liggja að það sé vegna þess að VG sé klofið milli sjónarmiða landsbyggðar og höfuðborgar og að formann flokksins, Katrínu Jakobsdóttur, skorti myndugleika til að gera þær málamiðlanir sem þurfi. Ástæða er til að efast um þessa skýringu því allt annað blasir við: auðmannastéttin er um það bil að ná aftur tökum á samfélaginu, án þess að gera upp við spillta fortíð sína og með aðstoð Bjartrar framtíðar. Viðræður um stjórn án Panamaflokkanna munu hafa strandað á að Viðreisn sætti sig ekki við hækkanir á eigna- og fjármagnssköttum. Þó lá fyrir að ríkið þyrfti að auka tekjur sínar til að endurreisa heilbrigðiskerfið og aðrar stoðir siðmenntaðs og framsækins samfélags. Einnig er ljóst að það nægir að taka upp skattkerfi sem líkist því norska til að endar nái saman hér. Í Noregi greiða menn 28% skatt á fjármagnstekjur og eignaskatt. Þó er hægri stjórn þar við völd. Íslensk auðmannastétt er því sérlega forhert í hagsmunagæslu sinni. Þetta lýsir sér e.t.v. í orði sem þingmaður Viðreisnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, greip til undir lok viðtals á Útvarpi Sögu 30. des. sl. Um útvegsmenn sem tregðast við að greiða eðlilegt afnotagjald af sameiginlegri auðlind okkar talaði hún af virðingu en sakaði þó um þrjósku. Um þau stjórnmálaöfl sem krefjast auðlindarentu notaði hún orðið „öfundargen“. Orðið ber með sér að öfund sé sumu fólki eðlislæg. Það gefur í skyn að krafan um að auðnum sé skipt af meiri skynsemi og réttlæti sé siðferðislega ámælisverð. Með orðinu virðist þingmaður Viðreisnar opinbera viðhorf valdastéttarinnar til þeirra sem vilja betra, réttlátara og framsæknara samfélag: þeir lúta stjórn öfundargensins og því ekkert mark á þeim takandi. Það vekur furðu að þingmenn Bjartrar framtíðar skuli vilja stuðla að Viðreisn valdastéttar. Aðrir kostir hljóta að vera betri.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Íslensk valdastétt hefur staðið af sér Panamahneykslið. Það tókst að vekja þjóðina um stund þegar ljóstrað var upp um yfir 600 íslensk nöfn í gögnunum frá Mossack Fonseca og að auðugir Íslendingar blygðuðust sín almennt ekki fyrir að skjóta fjármunum undan skatti. Æðstu ráðamenn voru, ýmist þeir sjálfir eða makar þeirra, með einum eða öðrum hætti viðriðnir aflandsfélög: forsætisráðherra, fjármálaráðherra, innanríkisráðherra og sjálfur forsetinn. Allt kom fyrir ekki, því þótt pólitísku lífi forsætisráðherra fyrrverandi virðist að mestu lokið og ferli fráfarandi forseta lauk á þessari nótu, mun fjármálaráðherrann, Bjarni Benediktsson, líklega bráðum stýra landinu, studdur af náfrænda sínum úr sömu valdastétt. Aflandsfélög eru skaðleg. Miklum verðmætum sem verða til af striti fjöldans og nýtingu auðlinda sem ýmist eru eða ættu að vera í eigu almennings er komið undan. Þau gagnast því ekki til að þróa samfélögin til betri vegar, hlúa að heilbrigði, menntun, velferð og gera einstaklingum kleift að eflast og þroskast. Ekki hefur tekist að mynda ríkisstjórn án þeirra flokka þar sem báðir formennirnir voru nefndir í Panamaskjölunum. Látið er að því liggja að það sé vegna þess að VG sé klofið milli sjónarmiða landsbyggðar og höfuðborgar og að formann flokksins, Katrínu Jakobsdóttur, skorti myndugleika til að gera þær málamiðlanir sem þurfi. Ástæða er til að efast um þessa skýringu því allt annað blasir við: auðmannastéttin er um það bil að ná aftur tökum á samfélaginu, án þess að gera upp við spillta fortíð sína og með aðstoð Bjartrar framtíðar. Viðræður um stjórn án Panamaflokkanna munu hafa strandað á að Viðreisn sætti sig ekki við hækkanir á eigna- og fjármagnssköttum. Þó lá fyrir að ríkið þyrfti að auka tekjur sínar til að endurreisa heilbrigðiskerfið og aðrar stoðir siðmenntaðs og framsækins samfélags. Einnig er ljóst að það nægir að taka upp skattkerfi sem líkist því norska til að endar nái saman hér. Í Noregi greiða menn 28% skatt á fjármagnstekjur og eignaskatt. Þó er hægri stjórn þar við völd. Íslensk auðmannastétt er því sérlega forhert í hagsmunagæslu sinni. Þetta lýsir sér e.t.v. í orði sem þingmaður Viðreisnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, greip til undir lok viðtals á Útvarpi Sögu 30. des. sl. Um útvegsmenn sem tregðast við að greiða eðlilegt afnotagjald af sameiginlegri auðlind okkar talaði hún af virðingu en sakaði þó um þrjósku. Um þau stjórnmálaöfl sem krefjast auðlindarentu notaði hún orðið „öfundargen“. Orðið ber með sér að öfund sé sumu fólki eðlislæg. Það gefur í skyn að krafan um að auðnum sé skipt af meiri skynsemi og réttlæti sé siðferðislega ámælisverð. Með orðinu virðist þingmaður Viðreisnar opinbera viðhorf valdastéttarinnar til þeirra sem vilja betra, réttlátara og framsæknara samfélag: þeir lúta stjórn öfundargensins og því ekkert mark á þeim takandi. Það vekur furðu að þingmenn Bjartrar framtíðar skuli vilja stuðla að Viðreisn valdastéttar. Aðrir kostir hljóta að vera betri.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun