Flugslysanefnd stefnir að útgáfu Hlíðarfjallsskýrslu áður en vorar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 3. janúar 2017 07:00 Slysið varð á svæði Kappakstursklúbbs Akureyrar. Flugslysasvið Rannsóknarnefndar samgönguslysa (RNSA) stefnir að því að gefa út skýrslu um banaslysið í Hlíðarfjalli áður en vorar. Tvö önnur banaslys í fluginu eru til rannsóknar hjá nefndinni. Rannsókn málsins var lokið um síðustu verslunarmannahelgi og lágu drög að lokaskýrslu þá fyrir. Slysið varð um verslunarmannahelgina árið 2013. Þá fórust flugstjóri og sjúkraflutningamaður með vél Mýflugs. Aðstoðarflugmaður komst lífs af. „Þetta slys hefur verið í forgangi hjá okkur,“ segir Þorkell Ágústsson hjá RNSA. „Það verður fundur hjá nefndinni um miðjan mánuðinn. Þegar hún hefur lokið sínum störfum verður þetta sent til umsagnar og að því ferli loknu verður lokaskýrsla birt á vef RNSA.“ Þorkell segist ekki geta gefið upp neina ákveðna dagsetningu hvenær ferlinu lýkur en það sé vonandi áður en vorar. Meðalmálshraði hjá nefndinni er um 1,2 ár en hann segir ekki öruggt að málshraði muni aukast ef fjölgað yrði í nefndinni. „Það er misjafnt eftir málum hvað þetta tekur langan tíma. Ef við skoðum systurstofnanir okkar þá hefur verið allur gangur á þessu. Sumar rannsóknir hafa tekið allt að þrjú ár,“ segir Þorkell. „Það tekur tíma að þjálfa fólk í svona starf og myndi minnka álagið á þá sem fyrir eru.“ Rannsókn á banaslysunum í Kapelluhrauni, þar sem tveir fórust, og Barkárdal eru í gangi hjá nefndinni. Ekki liggur fyrir hvenær skýrslu verður skilað í þeim málum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Flugslys í Hlíðarfjalli Hörgársveit Tengdar fréttir Skýrsla um flugslysið í Hlíðarfjalli væntanleg Flugstjóri og sjúkraflutningamaður fórust er sjúkraflugvél Mýflugs brotlenti á akstursbraut Bílaklúbbs Akureyrar í Hlíðarfjalli mánudaginn 5. ágúst 2013 1. ágúst 2015 07:00 Rannsókn á flugslysi lokið "Rannsókn er lokið og drög að lokaskýrslu hafa verið skrifuð,“ svarar Þorkell Ágústsson hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa spurður um stöðu rannsóknar á flugslysinu í Hlíðarfjalli fyrir tæpum þremur árum, á frídegi verslunarmanna 2013. 30. júlí 2016 08:00 Engar upplýsingar í boði um þrjú banaslys í fluginu Rannsóknarnefnd flugslysa vill ekki gefa upplýsingar um þrjú síðustu banaslys í flugi hérlendis fyrr en með lokaskýrslum. Sambærilegar nefndir erlendis upplýsa gjarnan jafnóðum um staðreyndir sem fyrir liggja í slíkum málum. 2. mars 2016 07:00 Mest lesið Davos-vaktin: Trump bakkar Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Sjá meira
Flugslysasvið Rannsóknarnefndar samgönguslysa (RNSA) stefnir að því að gefa út skýrslu um banaslysið í Hlíðarfjalli áður en vorar. Tvö önnur banaslys í fluginu eru til rannsóknar hjá nefndinni. Rannsókn málsins var lokið um síðustu verslunarmannahelgi og lágu drög að lokaskýrslu þá fyrir. Slysið varð um verslunarmannahelgina árið 2013. Þá fórust flugstjóri og sjúkraflutningamaður með vél Mýflugs. Aðstoðarflugmaður komst lífs af. „Þetta slys hefur verið í forgangi hjá okkur,“ segir Þorkell Ágústsson hjá RNSA. „Það verður fundur hjá nefndinni um miðjan mánuðinn. Þegar hún hefur lokið sínum störfum verður þetta sent til umsagnar og að því ferli loknu verður lokaskýrsla birt á vef RNSA.“ Þorkell segist ekki geta gefið upp neina ákveðna dagsetningu hvenær ferlinu lýkur en það sé vonandi áður en vorar. Meðalmálshraði hjá nefndinni er um 1,2 ár en hann segir ekki öruggt að málshraði muni aukast ef fjölgað yrði í nefndinni. „Það er misjafnt eftir málum hvað þetta tekur langan tíma. Ef við skoðum systurstofnanir okkar þá hefur verið allur gangur á þessu. Sumar rannsóknir hafa tekið allt að þrjú ár,“ segir Þorkell. „Það tekur tíma að þjálfa fólk í svona starf og myndi minnka álagið á þá sem fyrir eru.“ Rannsókn á banaslysunum í Kapelluhrauni, þar sem tveir fórust, og Barkárdal eru í gangi hjá nefndinni. Ekki liggur fyrir hvenær skýrslu verður skilað í þeim málum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Flugslys í Hlíðarfjalli Hörgársveit Tengdar fréttir Skýrsla um flugslysið í Hlíðarfjalli væntanleg Flugstjóri og sjúkraflutningamaður fórust er sjúkraflugvél Mýflugs brotlenti á akstursbraut Bílaklúbbs Akureyrar í Hlíðarfjalli mánudaginn 5. ágúst 2013 1. ágúst 2015 07:00 Rannsókn á flugslysi lokið "Rannsókn er lokið og drög að lokaskýrslu hafa verið skrifuð,“ svarar Þorkell Ágústsson hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa spurður um stöðu rannsóknar á flugslysinu í Hlíðarfjalli fyrir tæpum þremur árum, á frídegi verslunarmanna 2013. 30. júlí 2016 08:00 Engar upplýsingar í boði um þrjú banaslys í fluginu Rannsóknarnefnd flugslysa vill ekki gefa upplýsingar um þrjú síðustu banaslys í flugi hérlendis fyrr en með lokaskýrslum. Sambærilegar nefndir erlendis upplýsa gjarnan jafnóðum um staðreyndir sem fyrir liggja í slíkum málum. 2. mars 2016 07:00 Mest lesið Davos-vaktin: Trump bakkar Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Sjá meira
Skýrsla um flugslysið í Hlíðarfjalli væntanleg Flugstjóri og sjúkraflutningamaður fórust er sjúkraflugvél Mýflugs brotlenti á akstursbraut Bílaklúbbs Akureyrar í Hlíðarfjalli mánudaginn 5. ágúst 2013 1. ágúst 2015 07:00
Rannsókn á flugslysi lokið "Rannsókn er lokið og drög að lokaskýrslu hafa verið skrifuð,“ svarar Þorkell Ágústsson hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa spurður um stöðu rannsóknar á flugslysinu í Hlíðarfjalli fyrir tæpum þremur árum, á frídegi verslunarmanna 2013. 30. júlí 2016 08:00
Engar upplýsingar í boði um þrjú banaslys í fluginu Rannsóknarnefnd flugslysa vill ekki gefa upplýsingar um þrjú síðustu banaslys í flugi hérlendis fyrr en með lokaskýrslum. Sambærilegar nefndir erlendis upplýsa gjarnan jafnóðum um staðreyndir sem fyrir liggja í slíkum málum. 2. mars 2016 07:00
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent