Áfallið gríðarlegt ef Aron verður ekki með Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. janúar 2017 06:00 Aron Pálmarsson í leik á móti Frökkum. Vísir/AFP „Við höfum verið að æfa án Arons [Pálmarssonar] og setja aðra menn í hans stöðu,“ segir Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari í handbolta. Langbesti leikmaður íslenska landsliðsins er búinn að vera meiddur í tvo mánuði og fór fyrst af stað að einhverju ráði á æfingu liðsins í gær. Hann, ásamt Ásgeiri Erni Hallgrímssyni, er stórt spurningarmerki fyrir HM í Frakklandi sem hefst á fimmtudaginn í næstu viku. Ásgeir Örn, sem hefur verið lykilmaður líkt og Aron um árabil, meiddist í síðasta leik fyrir HM-fríið með liði sínu Nimes og voru þeir báðir prófaðir á æfingu strákanna okkar í gær. Ekki er bara óljóst hvort þeir fari með á HM heldur líka hvort þeir verði leikfærir á æfingamóti í Danmörku sem hefst á fimmtudaginn. Þar mætir Ísland liðum Dana, Ungverja og Egypta.Vantar skýrari svör „Því miður höfum við ekki fengið skýrari svör en það, að við þurfum að prófa þá á æfingu í kvöld [gærkvöld] og sjá hver staðan er. Mér finnst ekki ólíklegt [að þeir fari með til Danmerkur] ekki nema að það komi í ljós að þeir eigi of langt í land. Þá erum við kannski ekki bara að afskrifa þá með Danmörku heldur líka HM í Frakklandi,“ segir Geir. Það þarf ekkert að fara í felur með það, að verði Aron Pálmarsson ekki með verður áfallið gríðarlegt. Geir segist ekki ætla að bíða fram á leikdag með að fá svör við því hvort Hafnfirðingurinn verði með og því er nauðsynlegt að undirbúa lífið án hans þótt Geir sé bjartsýnn á að Aron verði með. Hann og liðið eru svo sannarlega í kapphlaupi við tímann. „Því miður þurfum við að taka þetta svona skref fyrir skref. Það er ekki eins og Aron sé nýliði í þessu og viti ekki út á hvað þetta allt gengur og því verður hann fljótur að aðlagast ef hann kemur inn. Það mun samt ráðast tólfta janúar [á leikdegi gegn Spáni á HM] hvort hann getur spilað eða ekki,“ segir Geir.Geir getur ekki beðið of lengi með að taka ákvörðun. Fréttablaðið/StefánÁtján fara til Danmerkur Strákarnir okkar æfðu tvisvar sinnum í gær. Þeir voru á styrktaræfingu undir stjórn Ragnars Óskarssonar fyrir hádegi og svo var handboltaæfing í gærkvöldi. Geir sagði á blaðamannafundi HSÍ í gær þar sem næstu verkefni voru kynnt fyrir blaðamönnum að standið á liðinu væri gott fyrir utan meiðslin. Hann sagðist ætla að taka átján leikmenn með sér til Danmerkur á æfingamótið en hópurinn stendur enn þá í 23 sem er alltof mikið. „Ég vildi vera búinn að skera hann enn frekar niður nú þegar, en það er ekki hægt vegna meiðslanna,“ segir Geir. Tvær af vonarstjörnum íslenska liðsins; línumaðurinn Arnar Freyr Arnarsson og hægri skyttan Ómar Ingi Magnússon, verða ekki allan tímann með A-landsliðinu í Danmörku því kraftar þeirra verða nýttir í síðasta leik U21 árs landsliðsins í Serbíu 8. janúar. Lærisveinar Ólafs Stefánssonar og Sigursteins Arndal spila þar þrjá leiki í undankeppni EM. Arnar og Ómar mæta í síðasta leikinn gegn Serbíu.Ásgeir bjartsýnn Meiðsli Ásgeirs Arnar eru ný en hann fékk högg á hnéð í síðasta leik Nimes fyrir HM-fríið. Alvöru óheppni það. Hann hefur ekkert æft síðan hann kom heim, eða ekki fyrr en í gærkvöldi. „Eins og staðan er núna er ég bjartsýnn en við sjáum bara til hvernig gengur á æfingunum. Ég er ekkert búinn að láta reyna á þetta. Maður er samt tilbúinn til að gera allt. Ef ég get hjálpað þá geri ég það, en svo er það þjálfarans að meta hvort ég hjálpi til.“ Íslenski handboltinn Handbolti HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Arnór: Ef ég get ekki spilað í Danmörku hef ég ekkert að gera á HM Leikstjórnandinn er búinn að æfa vel og segist klár í slaginn fyrir HM í Frakklandi. 2. janúar 2017 13:07 Aron og Ásgeir Örn enn spurningamerki Geir Sveinsson landsliðsþjálfari segir að það ríki enn óvissu um hvort Aron Pálmarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson geti spilað með landsliðinu á HM í Frakklandi. 2. janúar 2017 12:27 Geir tekur 18 með til Danmerkur Geir Sveinsson landsliðsþjálfari tilkynnti á fundi HSÍ í hádeginu að hann myndi skera leikmannahóp sinn niður úr 23 í 18 áður en liðið fer á æfingamót í Danmörku í vikunni. 2. janúar 2017 12:30 Ásgeir Örn: Ég er tilbúinn að gera allt Ásgeir Örn Hallgrímsson meiddist í síðasta leik fyrir jól og er tæpur fyrir æfingamótið í Danmörku og HM í Frakklandi. 2. janúar 2017 13:45 Staðan á Aroni og Ásgeiri tekin í kvöld: „Svörin hafa ekki verið skýrari en það“ Landsliðsþjálfarinn vill fá að vita endanlega hvort Aron Pálmarsson verði með í Frakklandi áður en kemur að fyrsta leik. 2. janúar 2017 13:29 Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Sjá meira
„Við höfum verið að æfa án Arons [Pálmarssonar] og setja aðra menn í hans stöðu,“ segir Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari í handbolta. Langbesti leikmaður íslenska landsliðsins er búinn að vera meiddur í tvo mánuði og fór fyrst af stað að einhverju ráði á æfingu liðsins í gær. Hann, ásamt Ásgeiri Erni Hallgrímssyni, er stórt spurningarmerki fyrir HM í Frakklandi sem hefst á fimmtudaginn í næstu viku. Ásgeir Örn, sem hefur verið lykilmaður líkt og Aron um árabil, meiddist í síðasta leik fyrir HM-fríið með liði sínu Nimes og voru þeir báðir prófaðir á æfingu strákanna okkar í gær. Ekki er bara óljóst hvort þeir fari með á HM heldur líka hvort þeir verði leikfærir á æfingamóti í Danmörku sem hefst á fimmtudaginn. Þar mætir Ísland liðum Dana, Ungverja og Egypta.Vantar skýrari svör „Því miður höfum við ekki fengið skýrari svör en það, að við þurfum að prófa þá á æfingu í kvöld [gærkvöld] og sjá hver staðan er. Mér finnst ekki ólíklegt [að þeir fari með til Danmerkur] ekki nema að það komi í ljós að þeir eigi of langt í land. Þá erum við kannski ekki bara að afskrifa þá með Danmörku heldur líka HM í Frakklandi,“ segir Geir. Það þarf ekkert að fara í felur með það, að verði Aron Pálmarsson ekki með verður áfallið gríðarlegt. Geir segist ekki ætla að bíða fram á leikdag með að fá svör við því hvort Hafnfirðingurinn verði með og því er nauðsynlegt að undirbúa lífið án hans þótt Geir sé bjartsýnn á að Aron verði með. Hann og liðið eru svo sannarlega í kapphlaupi við tímann. „Því miður þurfum við að taka þetta svona skref fyrir skref. Það er ekki eins og Aron sé nýliði í þessu og viti ekki út á hvað þetta allt gengur og því verður hann fljótur að aðlagast ef hann kemur inn. Það mun samt ráðast tólfta janúar [á leikdegi gegn Spáni á HM] hvort hann getur spilað eða ekki,“ segir Geir.Geir getur ekki beðið of lengi með að taka ákvörðun. Fréttablaðið/StefánÁtján fara til Danmerkur Strákarnir okkar æfðu tvisvar sinnum í gær. Þeir voru á styrktaræfingu undir stjórn Ragnars Óskarssonar fyrir hádegi og svo var handboltaæfing í gærkvöldi. Geir sagði á blaðamannafundi HSÍ í gær þar sem næstu verkefni voru kynnt fyrir blaðamönnum að standið á liðinu væri gott fyrir utan meiðslin. Hann sagðist ætla að taka átján leikmenn með sér til Danmerkur á æfingamótið en hópurinn stendur enn þá í 23 sem er alltof mikið. „Ég vildi vera búinn að skera hann enn frekar niður nú þegar, en það er ekki hægt vegna meiðslanna,“ segir Geir. Tvær af vonarstjörnum íslenska liðsins; línumaðurinn Arnar Freyr Arnarsson og hægri skyttan Ómar Ingi Magnússon, verða ekki allan tímann með A-landsliðinu í Danmörku því kraftar þeirra verða nýttir í síðasta leik U21 árs landsliðsins í Serbíu 8. janúar. Lærisveinar Ólafs Stefánssonar og Sigursteins Arndal spila þar þrjá leiki í undankeppni EM. Arnar og Ómar mæta í síðasta leikinn gegn Serbíu.Ásgeir bjartsýnn Meiðsli Ásgeirs Arnar eru ný en hann fékk högg á hnéð í síðasta leik Nimes fyrir HM-fríið. Alvöru óheppni það. Hann hefur ekkert æft síðan hann kom heim, eða ekki fyrr en í gærkvöldi. „Eins og staðan er núna er ég bjartsýnn en við sjáum bara til hvernig gengur á æfingunum. Ég er ekkert búinn að láta reyna á þetta. Maður er samt tilbúinn til að gera allt. Ef ég get hjálpað þá geri ég það, en svo er það þjálfarans að meta hvort ég hjálpi til.“
Íslenski handboltinn Handbolti HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Arnór: Ef ég get ekki spilað í Danmörku hef ég ekkert að gera á HM Leikstjórnandinn er búinn að æfa vel og segist klár í slaginn fyrir HM í Frakklandi. 2. janúar 2017 13:07 Aron og Ásgeir Örn enn spurningamerki Geir Sveinsson landsliðsþjálfari segir að það ríki enn óvissu um hvort Aron Pálmarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson geti spilað með landsliðinu á HM í Frakklandi. 2. janúar 2017 12:27 Geir tekur 18 með til Danmerkur Geir Sveinsson landsliðsþjálfari tilkynnti á fundi HSÍ í hádeginu að hann myndi skera leikmannahóp sinn niður úr 23 í 18 áður en liðið fer á æfingamót í Danmörku í vikunni. 2. janúar 2017 12:30 Ásgeir Örn: Ég er tilbúinn að gera allt Ásgeir Örn Hallgrímsson meiddist í síðasta leik fyrir jól og er tæpur fyrir æfingamótið í Danmörku og HM í Frakklandi. 2. janúar 2017 13:45 Staðan á Aroni og Ásgeiri tekin í kvöld: „Svörin hafa ekki verið skýrari en það“ Landsliðsþjálfarinn vill fá að vita endanlega hvort Aron Pálmarsson verði með í Frakklandi áður en kemur að fyrsta leik. 2. janúar 2017 13:29 Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Sjá meira
Arnór: Ef ég get ekki spilað í Danmörku hef ég ekkert að gera á HM Leikstjórnandinn er búinn að æfa vel og segist klár í slaginn fyrir HM í Frakklandi. 2. janúar 2017 13:07
Aron og Ásgeir Örn enn spurningamerki Geir Sveinsson landsliðsþjálfari segir að það ríki enn óvissu um hvort Aron Pálmarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson geti spilað með landsliðinu á HM í Frakklandi. 2. janúar 2017 12:27
Geir tekur 18 með til Danmerkur Geir Sveinsson landsliðsþjálfari tilkynnti á fundi HSÍ í hádeginu að hann myndi skera leikmannahóp sinn niður úr 23 í 18 áður en liðið fer á æfingamót í Danmörku í vikunni. 2. janúar 2017 12:30
Ásgeir Örn: Ég er tilbúinn að gera allt Ásgeir Örn Hallgrímsson meiddist í síðasta leik fyrir jól og er tæpur fyrir æfingamótið í Danmörku og HM í Frakklandi. 2. janúar 2017 13:45
Staðan á Aroni og Ásgeiri tekin í kvöld: „Svörin hafa ekki verið skýrari en það“ Landsliðsþjálfarinn vill fá að vita endanlega hvort Aron Pálmarsson verði með í Frakklandi áður en kemur að fyrsta leik. 2. janúar 2017 13:29