Trump um tölvuárásir Rússa: Ég veit hluti sem annað fólk veit ekki Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. janúar 2017 16:41 Donald Trump veit margt sem við vitum ekki. Nordicphotos/AFP Donald Trump hefur haldið áfram að lýsa efasemdum um þátttöku Rússa í sigri hans í bandarísku forsetakosningunum. Hann tjáði sig um þessi mál við fjölmiðla á síðasta kvöldi ársins. Guardian greinir frá. Trump sagði þar meðal annars að menn mættu ekki vera of fljótir að skella skuldinni á Rússa fyrir tölvuárásir sem verið hafa í umræðunni. Bandaríska alríkislögreglan, leyniþjónustan CIA, Homeland Security og aðrar stofnanir hafa áður haldið því fram að Rússar hafi haft afskipti af kosningunum. Trump gefur hins vegar lítið fyrir það. ,,Ég vil bara að menn séu vissir, því þetta eru alvarlegar ásakanir” sagði Trump. “Ef þú lítur á dæmið með gereyðingarvopnin, að þá var það algjört klúður og þeir höfðu rangt fyrir sér” en þar átti Trump við gögn bandarísku leyniþjónustunnar sem sýndu fram á að gereyðingarvopn hefðu verið í Írak og notuð voru til að réttlæta innrás Bandaríkjanna í landið árið 2003 þrátt fyrir að síðar hefði komið í ljós að svo hefði ekki verið. Barack Obama, núverandi forseti hefur hins vegar tekið gögn leyniþjónustunnar alvarlega með því meðal annars að fyrirskipa brottrekstur 35 rússneskra erindreka úr landi. Trump hefur sett sig upp á móti ákvörðunum Obama. ,,Ég vil að þeir séu vissir. Ég held að þetta sé ósanngjarnt ef þeir vita það ekki. Ég veit mikið um tölvuárásir. Það er mjög erfitt að sanna hver stendur að baki slíkra árása. Ég veit líka hluti sem annað folk veit ekki svo við getum ekki verið viss.” Aðspurður um hvaða hlutir það væri sagði hann að hann myndi upplýsa fjölmiðla um það á þriðjudaginn eða miðvikudaginn. Trump hefur í langan tíma efast um sannleiksgildi upplýsinga bandarískra stofnanna um tölvuárásir Rússa og sagt að Kínverjar eða einstaklingar gætu allt eins verið að baki þeirra. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Fleiri fréttir Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Sjá meira
Donald Trump hefur haldið áfram að lýsa efasemdum um þátttöku Rússa í sigri hans í bandarísku forsetakosningunum. Hann tjáði sig um þessi mál við fjölmiðla á síðasta kvöldi ársins. Guardian greinir frá. Trump sagði þar meðal annars að menn mættu ekki vera of fljótir að skella skuldinni á Rússa fyrir tölvuárásir sem verið hafa í umræðunni. Bandaríska alríkislögreglan, leyniþjónustan CIA, Homeland Security og aðrar stofnanir hafa áður haldið því fram að Rússar hafi haft afskipti af kosningunum. Trump gefur hins vegar lítið fyrir það. ,,Ég vil bara að menn séu vissir, því þetta eru alvarlegar ásakanir” sagði Trump. “Ef þú lítur á dæmið með gereyðingarvopnin, að þá var það algjört klúður og þeir höfðu rangt fyrir sér” en þar átti Trump við gögn bandarísku leyniþjónustunnar sem sýndu fram á að gereyðingarvopn hefðu verið í Írak og notuð voru til að réttlæta innrás Bandaríkjanna í landið árið 2003 þrátt fyrir að síðar hefði komið í ljós að svo hefði ekki verið. Barack Obama, núverandi forseti hefur hins vegar tekið gögn leyniþjónustunnar alvarlega með því meðal annars að fyrirskipa brottrekstur 35 rússneskra erindreka úr landi. Trump hefur sett sig upp á móti ákvörðunum Obama. ,,Ég vil að þeir séu vissir. Ég held að þetta sé ósanngjarnt ef þeir vita það ekki. Ég veit mikið um tölvuárásir. Það er mjög erfitt að sanna hver stendur að baki slíkra árása. Ég veit líka hluti sem annað folk veit ekki svo við getum ekki verið viss.” Aðspurður um hvaða hlutir það væri sagði hann að hann myndi upplýsa fjölmiðla um það á þriðjudaginn eða miðvikudaginn. Trump hefur í langan tíma efast um sannleiksgildi upplýsinga bandarískra stofnanna um tölvuárásir Rússa og sagt að Kínverjar eða einstaklingar gætu allt eins verið að baki þeirra.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Fleiri fréttir Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Sjá meira