Guðni Th.: Ég fæddist næstum því með handbolta í hendinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2017 13:15 Herra Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fylgist með íslenska landsliðinu á HM i handbolta. Vísir/EPA Herra Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er í stóru viðtali við heimasíðu Alþjóðahandboltasambandsins þar sem er meðal annars farið vel yfir handboltaáhuga forsetans. Guðni Th. Jóhannesson talar fyrst um það í viðtalinu hvernig góður árangur íslenskra íþróttamanna er góð auglýsing fyrir Ísland á alþjóðlegum vettvangi. „Íþróttirnar geta sameinað fólk á svo jákvæðan hátt. Fyrir litla þjóð eins og Ísland þá er nokkuð öruggt að hver og einn þekkir einhvern í landsliðinu. Hann er kannski í fjölskyldunni eða gamall skólafélagi,“ segir Guðni. „Við höfum náð frábærum árangri í liðsíþróttum eins og í handbolta, fótbolta og körfubolta. Með fullri virðingu fyrir þeim öllum þá voru það handboltastrákarnir sem fyrstir náðu góðum árangri á alþjóðavísu. Það er því sérstök tenging þar,“ segir Guðni. Guðni var spurður út í minningar sínar frá því að Ísland vann silfur á Ólympíuleikunum í Peking 2008. „Ég var á Íslandi þá og man frekar eftir undanúrslitaleiknum en úrslitaleiknum. Ég man meira segja eftir sumum mörkunum og markvörslunum,“ segir Guðni í viðtalinu og nefnir meðal annars eitt marka Loga Geirssonar í undanúrslitaleiknum á móti Spáni. Guðni Th. er síðan spurður út í tengsl sín við handboltann því það fór ekkert framhjá blaðamanninum að Guðni hefur mikla ástríðu fyrir handboltanum. „Ég horft á handbolta alla ævi. Ég fæddist næstum því með handbolta í hendinni. Ég kem frá handboltafjölskyldu. Tveir yngri bræður mínir spiluðu handbolta og faðir minn var handboltaþjálfari. Ég á margar góðar minningar úr handboltanum og flestar þeirra á Íslandi,“ sagði Guðni. Guðni talar einnig um HM á Íslandi 1995 í þessu viðtali. „Ég fór á nokkra leiki. Þetta voru tímamót fyrir Ísland sem íþróttaþjóð og við vorum mjög ánægð með að sýna að við gætum haldið svona stórt mót í okkar landi,“ segir Guðni en bætir við: „Það hafði þó ekki góð áhrif á áhugann að liðinu gekk ekki vel inn á vellinum. Við stóðum okkur ekki eins vel og við vonuðumst til. Bróðir minn var í íslenska landsliðinu og ég man vel eftir vonbrigðum hans,“ segir Guðni . Guðni er líka spurður út í velgengni íslensku handboltaþjálfaranna síðustu ár og handboltaferilinn hjá honum sjálfum. „Ég spilaði margar stöður sem krakki en var oftast leikstjórnandi. Ég hætt að æfa sextán eða sautján ára. Ég hafði mjög gaman af handbolta en gerði mér grein fyrir því að ég yrði ekki einn af þeim bestu,“ segir Guðni en segir líka frá því þegar hann spilaði handbolta á námsárum hans í Englandi. „Ég vann þá Midlands Cup eitt árið og grínaðist með það við bróður minn, sem á yfir 200 landsleiki fyrir Ísland, að það væri bikar sem hann myndi aldrei vinna,“ sagði Guðni léttur.Það má lesa allt viðtalið við forsetann hér. Íslenski handboltinn Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sjá meira
Herra Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er í stóru viðtali við heimasíðu Alþjóðahandboltasambandsins þar sem er meðal annars farið vel yfir handboltaáhuga forsetans. Guðni Th. Jóhannesson talar fyrst um það í viðtalinu hvernig góður árangur íslenskra íþróttamanna er góð auglýsing fyrir Ísland á alþjóðlegum vettvangi. „Íþróttirnar geta sameinað fólk á svo jákvæðan hátt. Fyrir litla þjóð eins og Ísland þá er nokkuð öruggt að hver og einn þekkir einhvern í landsliðinu. Hann er kannski í fjölskyldunni eða gamall skólafélagi,“ segir Guðni. „Við höfum náð frábærum árangri í liðsíþróttum eins og í handbolta, fótbolta og körfubolta. Með fullri virðingu fyrir þeim öllum þá voru það handboltastrákarnir sem fyrstir náðu góðum árangri á alþjóðavísu. Það er því sérstök tenging þar,“ segir Guðni. Guðni var spurður út í minningar sínar frá því að Ísland vann silfur á Ólympíuleikunum í Peking 2008. „Ég var á Íslandi þá og man frekar eftir undanúrslitaleiknum en úrslitaleiknum. Ég man meira segja eftir sumum mörkunum og markvörslunum,“ segir Guðni í viðtalinu og nefnir meðal annars eitt marka Loga Geirssonar í undanúrslitaleiknum á móti Spáni. Guðni Th. er síðan spurður út í tengsl sín við handboltann því það fór ekkert framhjá blaðamanninum að Guðni hefur mikla ástríðu fyrir handboltanum. „Ég horft á handbolta alla ævi. Ég fæddist næstum því með handbolta í hendinni. Ég kem frá handboltafjölskyldu. Tveir yngri bræður mínir spiluðu handbolta og faðir minn var handboltaþjálfari. Ég á margar góðar minningar úr handboltanum og flestar þeirra á Íslandi,“ sagði Guðni. Guðni talar einnig um HM á Íslandi 1995 í þessu viðtali. „Ég fór á nokkra leiki. Þetta voru tímamót fyrir Ísland sem íþróttaþjóð og við vorum mjög ánægð með að sýna að við gætum haldið svona stórt mót í okkar landi,“ segir Guðni en bætir við: „Það hafði þó ekki góð áhrif á áhugann að liðinu gekk ekki vel inn á vellinum. Við stóðum okkur ekki eins vel og við vonuðumst til. Bróðir minn var í íslenska landsliðinu og ég man vel eftir vonbrigðum hans,“ segir Guðni . Guðni er líka spurður út í velgengni íslensku handboltaþjálfaranna síðustu ár og handboltaferilinn hjá honum sjálfum. „Ég spilaði margar stöður sem krakki en var oftast leikstjórnandi. Ég hætt að æfa sextán eða sautján ára. Ég hafði mjög gaman af handbolta en gerði mér grein fyrir því að ég yrði ekki einn af þeim bestu,“ segir Guðni en segir líka frá því þegar hann spilaði handbolta á námsárum hans í Englandi. „Ég vann þá Midlands Cup eitt árið og grínaðist með það við bróður minn, sem á yfir 200 landsleiki fyrir Ísland, að það væri bikar sem hann myndi aldrei vinna,“ sagði Guðni léttur.Það má lesa allt viðtalið við forsetann hér.
Íslenski handboltinn Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sjá meira