Svona verður dagskráin á innsetningardegi Donald Trump atli ísleifsson skrifar 19. janúar 2017 11:37 Donald Trump verður á morgun 45. forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Búist er við að nokkur hundruð þúsund manns komi saman þegar Donald Trump sver embættiseið sem forseti Bandaríkjanna á tröppum þinghússins í höfuðborginni Washington á morgun. Stjórnarskrá Bandaríkjanna gerir ráð fyrir að forseti hæstaréttar taki eiðstafinn af Donald Trump. Hann mun þá taka við af Barack Obama og verða 45. forseti landsins.BBC hefur tekið saman upplýsingar um dagskrána sem framundan er í tengslum við embættistöku Trump.Fimmtudagurinn 19. janúar (miðað er við íslenskan tíma)15:35: Tónleikar verða haldnir við Abraham Lincoln minnisvarðann. Tónleikarnir munu standa allan daginn. Þar munu meðal annars hljómsveit slökkviliðs Washington-borgar koma fram ásamt lúðrasveitum gagnfræðiskóla í borginni.20:30: Trump og varaforsetinn verðandi, Mike Pence, munu leggja niður krans við athöfn í Arlington-kirkjugarðinum til að minnast fallinna hermanna.21:00: Trump flytur ræðu á tónleikunum við Lincoln-minnisvarðann. Kántrístjörnunar Toby Keith og Lee Greenwood munu koma þar fram. Föstudagurinn 20. janúarTrump sækir guðsþjónustu í St Johns biskupakirkjunni nærri Hvíta húsinu. Þá munu Trump og eiginkona hans, Melania Trump, fá sér kaffi með Obama-hjónunum, áður en þau halda öll að þinghúsinu.14:30: Innsetningarathöfnin á tröppum þinghússins hefst. Tónlistaratriði.16:30: John Roberts, forseti hæstiréttar Bandaríkjanna, tekur eiðstaf af Mike Pence varaforseta.17:00: Trump sver embættiseið sem forseti Bandaríkjanna. Að því loknu flytur hann innsetningarræðu sína.20:00-22:00: Trump og Pence verður ekið um 2,4 kílómetra leið niður Pennsylvania Avenue. Reiknað er með að fjöldi fólks muni þar fylgjast með.00:00-04:00: Trump og Pence munu ásamt eiginkonum sínum sækja þrjár opinberar veislur. Laugardagurinn 21. janúar15:00: Trump og Pence sækja þvertrúarlega samkomu við Washington National Cathedral. Búist er við að fyrrverandi forsetinn Bill Clinton og Hillary Clinton, sem beið lægri hlut fyrir Trump í forsetakosningunum í nóvember, muni sækja innsetningarathöfn Trump. Sömuleiðis verða þar fyrrverandi forsetinn George W. Bush og eiginkona hans, Laura, ásamt fyrrverandi forsetanum Jimmy Carter. Fyrrverandi forsetinn George HW Bush og kona hans, Barbara, liggja nú bæði á sjúkrahúsi og munu ekki sækja innsetningarathöfnina. BBC greinir frá því að búist sé við milli 800 og 900 þúsund manns á innsetningarathöfninni. 1,8 milljónir manna sóttu athöfnina þegar Barack Obama sór sinn eið fyrir átta árum. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Búist er við að nokkur hundruð þúsund manns komi saman þegar Donald Trump sver embættiseið sem forseti Bandaríkjanna á tröppum þinghússins í höfuðborginni Washington á morgun. Stjórnarskrá Bandaríkjanna gerir ráð fyrir að forseti hæstaréttar taki eiðstafinn af Donald Trump. Hann mun þá taka við af Barack Obama og verða 45. forseti landsins.BBC hefur tekið saman upplýsingar um dagskrána sem framundan er í tengslum við embættistöku Trump.Fimmtudagurinn 19. janúar (miðað er við íslenskan tíma)15:35: Tónleikar verða haldnir við Abraham Lincoln minnisvarðann. Tónleikarnir munu standa allan daginn. Þar munu meðal annars hljómsveit slökkviliðs Washington-borgar koma fram ásamt lúðrasveitum gagnfræðiskóla í borginni.20:30: Trump og varaforsetinn verðandi, Mike Pence, munu leggja niður krans við athöfn í Arlington-kirkjugarðinum til að minnast fallinna hermanna.21:00: Trump flytur ræðu á tónleikunum við Lincoln-minnisvarðann. Kántrístjörnunar Toby Keith og Lee Greenwood munu koma þar fram. Föstudagurinn 20. janúarTrump sækir guðsþjónustu í St Johns biskupakirkjunni nærri Hvíta húsinu. Þá munu Trump og eiginkona hans, Melania Trump, fá sér kaffi með Obama-hjónunum, áður en þau halda öll að þinghúsinu.14:30: Innsetningarathöfnin á tröppum þinghússins hefst. Tónlistaratriði.16:30: John Roberts, forseti hæstiréttar Bandaríkjanna, tekur eiðstaf af Mike Pence varaforseta.17:00: Trump sver embættiseið sem forseti Bandaríkjanna. Að því loknu flytur hann innsetningarræðu sína.20:00-22:00: Trump og Pence verður ekið um 2,4 kílómetra leið niður Pennsylvania Avenue. Reiknað er með að fjöldi fólks muni þar fylgjast með.00:00-04:00: Trump og Pence munu ásamt eiginkonum sínum sækja þrjár opinberar veislur. Laugardagurinn 21. janúar15:00: Trump og Pence sækja þvertrúarlega samkomu við Washington National Cathedral. Búist er við að fyrrverandi forsetinn Bill Clinton og Hillary Clinton, sem beið lægri hlut fyrir Trump í forsetakosningunum í nóvember, muni sækja innsetningarathöfn Trump. Sömuleiðis verða þar fyrrverandi forsetinn George W. Bush og eiginkona hans, Laura, ásamt fyrrverandi forsetanum Jimmy Carter. Fyrrverandi forsetinn George HW Bush og kona hans, Barbara, liggja nú bæði á sjúkrahúsi og munu ekki sækja innsetningarathöfnina. BBC greinir frá því að búist sé við milli 800 og 900 þúsund manns á innsetningarathöfninni. 1,8 milljónir manna sóttu athöfnina þegar Barack Obama sór sinn eið fyrir átta árum.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent