Liggur ekki fyrir hvar Birna keypti sér mat á göngu sinni um miðbæinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. janúar 2017 15:27 Grímur Grímsson yfirmaður rannsóknar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir að verið sé að skoða gögn úr eftirlitsmyndavélum og tæknideild skoði skóna. Rannsókn á lífssýnum sé þó afar tímafrek. vísir/anton brink Rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu reynir að púsla saman brotunum til að kortleggja nákvæmlega för Birnu Brjánsdóttur frá því hún yfirgaf skemmtistaðinn Húrra og þar til síðast sást til hennar á eftirlitsmyndavél við Laugaveg um tuttugu og fimm mínútum síðar.Tæknideild lögreglu handlagði í hádeginu í dag rauða Kia Rio bifreið sem kemur heim og saman við þá sem lýst hefur verið eftir í fjölmiðlum. Ekki hefur náðst í lögreglu til að spyrja út í fundinn.Forgangsraða upptökum Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni sem stýrir rannsókn málsins, segir í samtali við Vísi að verið sé að óska eftir gögnum og upplýsingum úr myndavélum alls staðar. Til dæmis við Hafnarfjarðarhöfn þar sem skór, sem allt bendir til þess að séu Birnu, fundust í gærkvöldi. Skoðun stendur yfir á upptökum úr eftirlitsmyndavélum við Hafnarfjarðarhöfn. Grímur bendir á að um margar myndavélar sé að ræða, mikið myndefni og ekki sé hægt að horfa á allt. Þá eigi eftir að fá efni úr fleiri vélum. „Við verðum að forgangsraða því sem við horfum á,“ segir Grímur. Í myndskeiði sem lögregla birti síðdegis í gær mátti sjá skot úr þremur eftirlitsmyndavélum sést að Birna var að borða eitthvað á göngu sinni. Sá sem afgreiddi hana var mögulega sá síðasti til að ræða við Birnu áður en hún hvarf sporlaust.Óljóst hvar maturinn var keyptur Grímur segir að ekki sé enn ljóst hvar hún keypti sér mat og því hafi enn ekki verið rætt við viðkomandi. Þá hefur tæknideild skóna undir höndum. Grímur segir alla skoðun á lífssýnum afar tímafreka jafnvel þótt málið sé í algjörum forgangi. Fram kom í hádegisfréttum Bylgjunnar að það er skoðun lögreglu að taka þar eftirlitsmyndavélakerfi miðborgarinnar í gagngerra endurskoðun. Þá liggur fyrir að lögregla vinnur hörðum höndum að því að skoða símagögn frá því umrædda nótt eftir úrskurð héraðsdóms í morgun. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Lögregla hefur lagt hald á rauða Kia Rio bifreið Bíllinn var dreginn af bílastæði við Hlíðarsmára í Kópavogi. 17. janúar 2017 15:12 Til rannsóknar hvort skónum hafi verið komið fyrir Skórnir í sömu skóstærð og Birna Brjánsdóttir notar. 17. janúar 2017 10:47 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu reynir að púsla saman brotunum til að kortleggja nákvæmlega för Birnu Brjánsdóttur frá því hún yfirgaf skemmtistaðinn Húrra og þar til síðast sást til hennar á eftirlitsmyndavél við Laugaveg um tuttugu og fimm mínútum síðar.Tæknideild lögreglu handlagði í hádeginu í dag rauða Kia Rio bifreið sem kemur heim og saman við þá sem lýst hefur verið eftir í fjölmiðlum. Ekki hefur náðst í lögreglu til að spyrja út í fundinn.Forgangsraða upptökum Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni sem stýrir rannsókn málsins, segir í samtali við Vísi að verið sé að óska eftir gögnum og upplýsingum úr myndavélum alls staðar. Til dæmis við Hafnarfjarðarhöfn þar sem skór, sem allt bendir til þess að séu Birnu, fundust í gærkvöldi. Skoðun stendur yfir á upptökum úr eftirlitsmyndavélum við Hafnarfjarðarhöfn. Grímur bendir á að um margar myndavélar sé að ræða, mikið myndefni og ekki sé hægt að horfa á allt. Þá eigi eftir að fá efni úr fleiri vélum. „Við verðum að forgangsraða því sem við horfum á,“ segir Grímur. Í myndskeiði sem lögregla birti síðdegis í gær mátti sjá skot úr þremur eftirlitsmyndavélum sést að Birna var að borða eitthvað á göngu sinni. Sá sem afgreiddi hana var mögulega sá síðasti til að ræða við Birnu áður en hún hvarf sporlaust.Óljóst hvar maturinn var keyptur Grímur segir að ekki sé enn ljóst hvar hún keypti sér mat og því hafi enn ekki verið rætt við viðkomandi. Þá hefur tæknideild skóna undir höndum. Grímur segir alla skoðun á lífssýnum afar tímafreka jafnvel þótt málið sé í algjörum forgangi. Fram kom í hádegisfréttum Bylgjunnar að það er skoðun lögreglu að taka þar eftirlitsmyndavélakerfi miðborgarinnar í gagngerra endurskoðun. Þá liggur fyrir að lögregla vinnur hörðum höndum að því að skoða símagögn frá því umrædda nótt eftir úrskurð héraðsdóms í morgun.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Lögregla hefur lagt hald á rauða Kia Rio bifreið Bíllinn var dreginn af bílastæði við Hlíðarsmára í Kópavogi. 17. janúar 2017 15:12 Til rannsóknar hvort skónum hafi verið komið fyrir Skórnir í sömu skóstærð og Birna Brjánsdóttir notar. 17. janúar 2017 10:47 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Lögregla hefur lagt hald á rauða Kia Rio bifreið Bíllinn var dreginn af bílastæði við Hlíðarsmára í Kópavogi. 17. janúar 2017 15:12
Til rannsóknar hvort skónum hafi verið komið fyrir Skórnir í sömu skóstærð og Birna Brjánsdóttir notar. 17. janúar 2017 10:47