Umboðsmaður Alþingis telur ekki tilefni til að rannasaka hvort Bjarni Benediktsson hafi brotið siðareglur ráðherra með því að birta ekki upplýsingar um skýrslu nefndar um aflandsfélög fyrr en eftir áramót. Skýrslan var tilbúin fyrir kosningar.
Ástæðan er sú að ráðherrann hefur lýst því yfir í fjölmiðlum að hann hafi talið það vera mistök af sinni hálfu að birta ekki skýrsluna fyrr. Þetta kemur fram í bréfi sem umboðsmaður Alþingis sendi þingmanninum Svandísi Svavarsdóttur, sem hafði óskað eftir rannsókn á málinu.
Umboðsmaður er hins vegar að fjalla með almennum hætti um skyldu stjórnvalda til að veita aðgang að upplýsingum. Er þar um að ræða frumkvæðisathugun umboðsmanns.
Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
