Telur eðlilegt að endurskoða sérgreiðslur til þingmanna Höskuldur Kári Schram skrifar 16. janúar 2017 18:36 Steingrímur J. Sigfússon starfandi forseti Alþingis. Steingrímur J. Sigfússon starfandi forseti Alþingis telur eðlilegt að endurskoða reglur um aukagreiðslur til þingmanna til að mæta gagnrýni vegna mikillar launahækkunar á síðasta ári. Forsætisnefnd Alþingis fundaði um málið í dag. Kjararáð tók þá ákvörðun seint á síðasta ári að hækka laun þingmanna um 45 prósent eða upp í 1,1 milljón. Hækkunin hefur verið harðlega gagnrýnd og margir bent á að hún sé ekki í samræmi við þær hækkanir sem samið hefur verið um á hinum almenna vinnumarkaði. Forseti íslands hefur meðal annars kallað eftir því að Alþingi bregðist við þessu en sjálfur hefur hann ákveðið að láta hækkunina renna til góðra málefna. Fundað var um málið í forsætisnefnd Alþingis í dag en þar er meðal annars verið að skoða ýmsar sérgreiðslur þingmanna og hvort hægt sé að breyta þeim eða fella niður. Um er ræða ferðagreiðslur, ýmsar álagsgreiðslur og greiðslur til landsbyggðarþingmanna. Steingrímur J. Sigfússon starfandi forseti Alþingis segir að á fundinum hafi menn meðal annars verið að skoða rökin fyrir aukagreiðslum til þingmann. „Þær eru eðlisólíkar og geta verið í báðar áttir. Menn velta fyrir sér hvort það séu sömu rök fyrir álagi á þingfararkaupi hjá þeim sem þess njóta í ljósi þess hvert það er komið núna. Svo eru aðrir hlutir þar sem menn kannski telja að það halli á menn t.d. það er alveg ljóst að landsbyggðarþingmenn sem þurfa að kaupa eða leigja sér hér húsnæði og halda tvöfalt heimili þeir ríða nú ekki feitum hesti frá því. Ekki eins og leiguverð og fasteignamarkaður hefur þróast í hér a.m.k í nágrenni við þingið með þá greiðslu upp í það sem þeir fá. Það getur verið þörf fyrir það að endurskoða sumar af þessum greiðslum bara í ljósi breyttra aðstæðna,“ segir Steingrímur. Hann segir að það komi í hlut nýrrar forsætisnefndar að taka ákvörðun um framhald málsins. „Ég teldi skynsamlegt að endurskoða a.m.k þessar aðrar greiðslu það kunni að vera ástæða til að gera þar tilteknar breytingar en það er ekki komin niðurstaða í málið þannig að öðru leyti ætla ég ekki að tjá mig um málið. Ég hefur verið þeirrar skoðunar að það væri málefnalegt að bregðast með tilteknum hætti við,“ segir Steingrímur. Alþingi Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon starfandi forseti Alþingis telur eðlilegt að endurskoða reglur um aukagreiðslur til þingmanna til að mæta gagnrýni vegna mikillar launahækkunar á síðasta ári. Forsætisnefnd Alþingis fundaði um málið í dag. Kjararáð tók þá ákvörðun seint á síðasta ári að hækka laun þingmanna um 45 prósent eða upp í 1,1 milljón. Hækkunin hefur verið harðlega gagnrýnd og margir bent á að hún sé ekki í samræmi við þær hækkanir sem samið hefur verið um á hinum almenna vinnumarkaði. Forseti íslands hefur meðal annars kallað eftir því að Alþingi bregðist við þessu en sjálfur hefur hann ákveðið að láta hækkunina renna til góðra málefna. Fundað var um málið í forsætisnefnd Alþingis í dag en þar er meðal annars verið að skoða ýmsar sérgreiðslur þingmanna og hvort hægt sé að breyta þeim eða fella niður. Um er ræða ferðagreiðslur, ýmsar álagsgreiðslur og greiðslur til landsbyggðarþingmanna. Steingrímur J. Sigfússon starfandi forseti Alþingis segir að á fundinum hafi menn meðal annars verið að skoða rökin fyrir aukagreiðslum til þingmann. „Þær eru eðlisólíkar og geta verið í báðar áttir. Menn velta fyrir sér hvort það séu sömu rök fyrir álagi á þingfararkaupi hjá þeim sem þess njóta í ljósi þess hvert það er komið núna. Svo eru aðrir hlutir þar sem menn kannski telja að það halli á menn t.d. það er alveg ljóst að landsbyggðarþingmenn sem þurfa að kaupa eða leigja sér hér húsnæði og halda tvöfalt heimili þeir ríða nú ekki feitum hesti frá því. Ekki eins og leiguverð og fasteignamarkaður hefur þróast í hér a.m.k í nágrenni við þingið með þá greiðslu upp í það sem þeir fá. Það getur verið þörf fyrir það að endurskoða sumar af þessum greiðslum bara í ljósi breyttra aðstæðna,“ segir Steingrímur. Hann segir að það komi í hlut nýrrar forsætisnefndar að taka ákvörðun um framhald málsins. „Ég teldi skynsamlegt að endurskoða a.m.k þessar aðrar greiðslu það kunni að vera ástæða til að gera þar tilteknar breytingar en það er ekki komin niðurstaða í málið þannig að öðru leyti ætla ég ekki að tjá mig um málið. Ég hefur verið þeirrar skoðunar að það væri málefnalegt að bregðast með tilteknum hætti við,“ segir Steingrímur.
Alþingi Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira