Sundlaugin á Akranesi: Gengið út frá því að konur klæðist topp en engar starfsreglur í gildi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. janúar 2017 14:16 Hörður segir að farið verði yfir stefnu sundlaugarinnar í þessu máli. Akranes.is Forstöðumaður íþróttamannvirkja á Akranesi, Hörður Kári Jóhannesson segir að engar starfsreglur liggi fyrir um hvernig skuli bregðast við atvikum líkt og því sem átti sér stað í Jaðarsbakkalaug í gær. Þar fékk gestur sundlaugarinnar, Diljá Sigurðardóttir athugasemd frá starfsmanni fyrir að vera ber að ofan eftir að starfsfólki hafði borist kvörtun vegna þessa. Í samtali við Vísi segir Hörður að starfsfólk sundlaugarinnar hafi ekki lent áður í svipuðu atviki. Óskrifuð meginregla í lauginni hafi þó verið sú að konur þurfi að klæðast topp. „Það hefur bara verið þannig að fólk hefur verið í skýlum og sundbolum“ segir Hörður sem segir að starfsfólkið hafi ekki þurft að taka þátt í þessari umræðu, þar til nú. Því sé ljóst að fara þurfi yfir það hvaða stefnu sundlaugin hyggst taka í málinu. „Ég mun fara yfir atvikið með starfsfólkinu“ segir Hörður sem segir fólk vera óöruggt vegna þess að það viti ekki hvernig eigi að bregðast við í slíku atvikum. Starfsfólkinu hafi borist kvörtun frá sundlaugagesti og talið sig þurfa að bregðast við henni. „Menn greinir á um það hvort að þessi free the nipple herferð sé bara einn dagur á ári eða hvernig þetta er.“ „Við munum athuga hvernig stefnan er í öðrum sundlaugum og þá verður tekin ákvörðun um hvaða línu við tökum í þessu máli“ segir Hörður. Hann harmar það að Diljá hafi liðið illa í sundlauginni vegna málsins og biðst afsökunar á því, fyrir hönd sundlaugarinnar. Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Sjá meira
Forstöðumaður íþróttamannvirkja á Akranesi, Hörður Kári Jóhannesson segir að engar starfsreglur liggi fyrir um hvernig skuli bregðast við atvikum líkt og því sem átti sér stað í Jaðarsbakkalaug í gær. Þar fékk gestur sundlaugarinnar, Diljá Sigurðardóttir athugasemd frá starfsmanni fyrir að vera ber að ofan eftir að starfsfólki hafði borist kvörtun vegna þessa. Í samtali við Vísi segir Hörður að starfsfólk sundlaugarinnar hafi ekki lent áður í svipuðu atviki. Óskrifuð meginregla í lauginni hafi þó verið sú að konur þurfi að klæðast topp. „Það hefur bara verið þannig að fólk hefur verið í skýlum og sundbolum“ segir Hörður sem segir að starfsfólkið hafi ekki þurft að taka þátt í þessari umræðu, þar til nú. Því sé ljóst að fara þurfi yfir það hvaða stefnu sundlaugin hyggst taka í málinu. „Ég mun fara yfir atvikið með starfsfólkinu“ segir Hörður sem segir fólk vera óöruggt vegna þess að það viti ekki hvernig eigi að bregðast við í slíku atvikum. Starfsfólkinu hafi borist kvörtun frá sundlaugagesti og talið sig þurfa að bregðast við henni. „Menn greinir á um það hvort að þessi free the nipple herferð sé bara einn dagur á ári eða hvernig þetta er.“ „Við munum athuga hvernig stefnan er í öðrum sundlaugum og þá verður tekin ákvörðun um hvaða línu við tökum í þessu máli“ segir Hörður. Hann harmar það að Diljá hafi liðið illa í sundlauginni vegna málsins og biðst afsökunar á því, fyrir hönd sundlaugarinnar.
Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Sjá meira