Uppnám í Akraneslaug vegna berbrjósta stelpu: „Það er ekki free the nipple dagurinn í dag“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. janúar 2017 12:36 Diljá Sigurðardóttir var bent á það í gær af sundlaugaverði að ekki væri free the nipple dagurinn. Akranes.is Diljá Sigurðardóttur lenti í heldur óskemmtilegu atviki er hún var í sundi ásamt vinum sínum á Akranesi í gær en hún fékk athugasemdir frá sundlaugaverði fyrir að vera ber að ofan í sundlauginni. Nútíminn greindi fyrst frá. Í samtali við Vísi segir Diljá að hún hafi ásamt félögum sínum ákveðið að fá sér sundsprett í Jaðarsbakkalaug á Akranesi eftir að þau höfðu verið í Roller Derby æfingabúðum. Þau höfðu verið þar í nokkrar mínútur þegar sundlaugavörður vatt sér að þeim þar sem þau voru í heita pottinum og spurði hvort ekki allir væru í sundfötum, þar sem kvörtun hefði borist um að einn gestur laugarinnar væri ekki í sundfötum.Sjá einnig:Munu fara yfir atvikið með starfsfólki Að sögn Diljáar horfði hún þá á sig en Diljá svaraði henni um hæl og sagðist vissulega vera í sundfötum. Þá hefði sundlaugavörðurinn sagt henni að hún væri nú samt ekki í topp. Vinkonur Diljáar bentu henni þá á að í sundlauginni væru karlar sem væru berir að ofan líka. „Ætlið þið virkilega að taka þessa umræðu núna? Það er ekki free the nipple dagurinn í dag“ svaraði sundlaugavörðurinn þeim þá að sögn Diljáar. Diljá segist vera þakklát fyrir stuðning vina sinna í lauginni sem stóðu með henni þrátt fyrir þá neikvæðu athygli sem hún fékk fyrir klæðnað sinn í lauginni. Hún hafi aldrei fengið slík viðbrögð áður við því að vera ber að ofan. „Þetta atvik hvetur mann bara til þess að halda áfram því sem maður er að gera því það þarf enn að breyta hugsunarhættinum í samfélaginu.“ Tengdar fréttir Sundlaugin á Akranesi: Gengið út frá því að konur klæðist topp en engar starfsreglur í gildi Hörður Kári Jóhannesson, forstöðumaður Íþróttamannvirkja segir að menn greini á um hvort að free the nipple herferðin sé einn dagur á ári eða ekki og engar starfsreglur vera í gildi um berbrjósta konur. 15. janúar 2017 14:16 Ingó um uppákomuna á Akranesi: Brjóst verða alltaf kynferðislega örvandi Ingólfur Þórarinsson segir sjálfsagt að stelpur séu berar að ofan. Brjóst verði þó alltaf kynferðislega örvandi. 15. janúar 2017 15:15 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Sjá meira
Diljá Sigurðardóttur lenti í heldur óskemmtilegu atviki er hún var í sundi ásamt vinum sínum á Akranesi í gær en hún fékk athugasemdir frá sundlaugaverði fyrir að vera ber að ofan í sundlauginni. Nútíminn greindi fyrst frá. Í samtali við Vísi segir Diljá að hún hafi ásamt félögum sínum ákveðið að fá sér sundsprett í Jaðarsbakkalaug á Akranesi eftir að þau höfðu verið í Roller Derby æfingabúðum. Þau höfðu verið þar í nokkrar mínútur þegar sundlaugavörður vatt sér að þeim þar sem þau voru í heita pottinum og spurði hvort ekki allir væru í sundfötum, þar sem kvörtun hefði borist um að einn gestur laugarinnar væri ekki í sundfötum.Sjá einnig:Munu fara yfir atvikið með starfsfólki Að sögn Diljáar horfði hún þá á sig en Diljá svaraði henni um hæl og sagðist vissulega vera í sundfötum. Þá hefði sundlaugavörðurinn sagt henni að hún væri nú samt ekki í topp. Vinkonur Diljáar bentu henni þá á að í sundlauginni væru karlar sem væru berir að ofan líka. „Ætlið þið virkilega að taka þessa umræðu núna? Það er ekki free the nipple dagurinn í dag“ svaraði sundlaugavörðurinn þeim þá að sögn Diljáar. Diljá segist vera þakklát fyrir stuðning vina sinna í lauginni sem stóðu með henni þrátt fyrir þá neikvæðu athygli sem hún fékk fyrir klæðnað sinn í lauginni. Hún hafi aldrei fengið slík viðbrögð áður við því að vera ber að ofan. „Þetta atvik hvetur mann bara til þess að halda áfram því sem maður er að gera því það þarf enn að breyta hugsunarhættinum í samfélaginu.“
Tengdar fréttir Sundlaugin á Akranesi: Gengið út frá því að konur klæðist topp en engar starfsreglur í gildi Hörður Kári Jóhannesson, forstöðumaður Íþróttamannvirkja segir að menn greini á um hvort að free the nipple herferðin sé einn dagur á ári eða ekki og engar starfsreglur vera í gildi um berbrjósta konur. 15. janúar 2017 14:16 Ingó um uppákomuna á Akranesi: Brjóst verða alltaf kynferðislega örvandi Ingólfur Þórarinsson segir sjálfsagt að stelpur séu berar að ofan. Brjóst verði þó alltaf kynferðislega örvandi. 15. janúar 2017 15:15 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Sjá meira
Sundlaugin á Akranesi: Gengið út frá því að konur klæðist topp en engar starfsreglur í gildi Hörður Kári Jóhannesson, forstöðumaður Íþróttamannvirkja segir að menn greini á um hvort að free the nipple herferðin sé einn dagur á ári eða ekki og engar starfsreglur vera í gildi um berbrjósta konur. 15. janúar 2017 14:16
Ingó um uppákomuna á Akranesi: Brjóst verða alltaf kynferðislega örvandi Ingólfur Þórarinsson segir sjálfsagt að stelpur séu berar að ofan. Brjóst verði þó alltaf kynferðislega örvandi. 15. janúar 2017 15:15