Vill að sveitarfélög hafi eftirlit með AirbnB 14. janúar 2017 20:03 Borgarstjóri segir Reykjavíkurborg ætla að ganga til samninga við leiguvefinn AirbnB um að fyrirtækið takmarki fjölda leyfilegra gistinátta hverrar íbúðar í borginni eins og kveðið er á um í nýjum lögum. Hann hefur áhyggjur af framkvæmd eftirlits með skammtímaleigu og vill að slíkt verði á forræði sveitarfélaga. Um áramótin tóku ný lög gildi sem takmarka skammtímaleigu á íbúðarhúsnæði. Samkvæmt lögunum er heimilt að leigja hverja íbúð á leiguvefjum eins og AirbnB í 90 daga án þess að hafa tilskilið rekstrarleyfi. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu mun annast eftirlit með skammtímaleigu sem verður fyrst rafrænt. Dagur B. Eggertsson var gestur Víglínunnar á Stöð 2 þar sem fram kom að hann vilji að sveitarfélögin fari sjálf með eftirlitið. Hann segist þó binda vonir við nýju lögin en hefði viljað að sveitarfélögin hefðu meiri ábyrgð á framkvæmd þeirra líkt og þekkist í fjölmörgum borgum í Evrópu. „Þar eru það borgirnar sjálfar sem hafa tækin til að fylgja þessu eftir og mér segir sá hugur að það gæti verið niðurstaðan hér,“ sagði Dagur B. Eggertsson.Amsterdam náði samningum við AirbnB í desember þar sem fyrirtækið samþykkti að takmarka sjálft fjölda leyfilegra leigunótta í samræmi við gildandi lög í landinu. Auk þess sem AirbnB rukkar viðskiptavini sína sjálft um skatta og gjöld í borgunum. Dagur segir Reykjavíkurborg ætla að ganga til samninga við AirBnb líkt og yfirvöld í Amsterdam gerðu með góðum árangri á síðasta ári. „Ég á von á því að við göngum til samtals og samninga við AirbnB um svipað fyrirkomulag, þá í samráði við ríkið.“ Hann er bjartsýnn á að borgin og ný ríkisstjórn geti átt gott samstarf um að sveitarfélög fái sinn skerf af vaxandi fjölda ferðamanna. Undir það tekur Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra. „Mér finnst sjálfsagt að menn taki þetta upp. Menn eiga ekkert að vera að ýta svona málum endalaust á undan sér. Það verður að byrja að ræða það og finna lausnir,“ sagði Benedikt. Dagur segir jafnframt brýnt að fleiri hótelrými verði byggð í borginni til að minnka þann þrýsting sem skapast hefur á íbúðamarkaðinum. „Þau mega ekki öll vera miðsvæðis. Þannig að við viljum beina þeirri uppbyggingu út frá miðborginni og við verðum að byggja enn þá meira í húsnæðismálum til þess að takast á við þennan vöxt. Þannig að við þurfum að gera margt.“ Víglínan Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Borgarstjóri segir Reykjavíkurborg ætla að ganga til samninga við leiguvefinn AirbnB um að fyrirtækið takmarki fjölda leyfilegra gistinátta hverrar íbúðar í borginni eins og kveðið er á um í nýjum lögum. Hann hefur áhyggjur af framkvæmd eftirlits með skammtímaleigu og vill að slíkt verði á forræði sveitarfélaga. Um áramótin tóku ný lög gildi sem takmarka skammtímaleigu á íbúðarhúsnæði. Samkvæmt lögunum er heimilt að leigja hverja íbúð á leiguvefjum eins og AirbnB í 90 daga án þess að hafa tilskilið rekstrarleyfi. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu mun annast eftirlit með skammtímaleigu sem verður fyrst rafrænt. Dagur B. Eggertsson var gestur Víglínunnar á Stöð 2 þar sem fram kom að hann vilji að sveitarfélögin fari sjálf með eftirlitið. Hann segist þó binda vonir við nýju lögin en hefði viljað að sveitarfélögin hefðu meiri ábyrgð á framkvæmd þeirra líkt og þekkist í fjölmörgum borgum í Evrópu. „Þar eru það borgirnar sjálfar sem hafa tækin til að fylgja þessu eftir og mér segir sá hugur að það gæti verið niðurstaðan hér,“ sagði Dagur B. Eggertsson.Amsterdam náði samningum við AirbnB í desember þar sem fyrirtækið samþykkti að takmarka sjálft fjölda leyfilegra leigunótta í samræmi við gildandi lög í landinu. Auk þess sem AirbnB rukkar viðskiptavini sína sjálft um skatta og gjöld í borgunum. Dagur segir Reykjavíkurborg ætla að ganga til samninga við AirBnb líkt og yfirvöld í Amsterdam gerðu með góðum árangri á síðasta ári. „Ég á von á því að við göngum til samtals og samninga við AirbnB um svipað fyrirkomulag, þá í samráði við ríkið.“ Hann er bjartsýnn á að borgin og ný ríkisstjórn geti átt gott samstarf um að sveitarfélög fái sinn skerf af vaxandi fjölda ferðamanna. Undir það tekur Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra. „Mér finnst sjálfsagt að menn taki þetta upp. Menn eiga ekkert að vera að ýta svona málum endalaust á undan sér. Það verður að byrja að ræða það og finna lausnir,“ sagði Benedikt. Dagur segir jafnframt brýnt að fleiri hótelrými verði byggð í borginni til að minnka þann þrýsting sem skapast hefur á íbúðamarkaðinum. „Þau mega ekki öll vera miðsvæðis. Þannig að við viljum beina þeirri uppbyggingu út frá miðborginni og við verðum að byggja enn þá meira í húsnæðismálum til þess að takast á við þennan vöxt. Þannig að við þurfum að gera margt.“
Víglínan Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira