Sky tekur þáttinn um Michael Jackson af dagskrá Birgir Olgeirsson skrifar 13. janúar 2017 10:20 Joseph Fiennes sem Michael Jackson í bresku gamanþáttunum Urban Myths. Breska sjónvarpsstöðin Sky hefur ákveðið að taka gamanþátt um bandaríska tónlistarmanninn sáluga Michael Jackson af dagskrá eftir að dóttir hans sagðist vera sármóðguð vegna túlkunar föður sínum. Þátturinn er hluti af gamanþáttaröðinni Urban Myths en sýna átti hann á Sky Arts. Sky sendi frá sér tilkynningu á föstudag þar sem forsvarsmenn stöðvarinnar sögðust hafa tekið þáttinn sem fjallar meðal annars um Michael Jackson af dagskrá eftir kvartanir frá dóttur hans Paris Jackson. Sky segir að það hafi aldrei verið ætlunin að móðga einhverja með þessum þætti. Þátturinn ber heitið Elizabeth, Michael and Marlon en um er að ræða 30 mínútna langan þátt sem segir frá bílferð leikonunnar Elizabeth Taylor, Michael Jackson og leikarans Marlon Brando frá New York til Los Angeles eftir hryðjuverkaárásina á tvíburaturnana 11. september árið 2001.Joseph Fiennes var fenginn til að leika Michael Jackson í þessum þáttum en í tilkynningunni kemur fram að framleiðendur þáttanna hefðu haft það að leiðarljósi við gerð þáttanna að segja hálfsannar sögur með góðlátlegum og gamansömum hætti. Í tilkynningunni kemur jafnframt fram að Sky hafi fengið fullan stuðning frá Joseph Fiennes um að taka þáttinn af dagskrá. 20 þúsund manns höfðu lagt nafn sitt við áskorun þess efnis að þátturinn yrði tekinn af dagskrá og var eitt helsta umkvörtunarefnið að hvítur leikari hefði verið ráðinn til að leika Jackson, að því er fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Michael Jackson lést langt fyrir aldur fram árið 2009, þá aðeins 50 ára gamall. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Dóttur Michael Jackson varð óglatt þegar hún sá Joseph Fiennes leika föður sinn "Þetta er skammarleg túlkun.“ 12. janúar 2017 10:49 Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Breska sjónvarpsstöðin Sky hefur ákveðið að taka gamanþátt um bandaríska tónlistarmanninn sáluga Michael Jackson af dagskrá eftir að dóttir hans sagðist vera sármóðguð vegna túlkunar föður sínum. Þátturinn er hluti af gamanþáttaröðinni Urban Myths en sýna átti hann á Sky Arts. Sky sendi frá sér tilkynningu á föstudag þar sem forsvarsmenn stöðvarinnar sögðust hafa tekið þáttinn sem fjallar meðal annars um Michael Jackson af dagskrá eftir kvartanir frá dóttur hans Paris Jackson. Sky segir að það hafi aldrei verið ætlunin að móðga einhverja með þessum þætti. Þátturinn ber heitið Elizabeth, Michael and Marlon en um er að ræða 30 mínútna langan þátt sem segir frá bílferð leikonunnar Elizabeth Taylor, Michael Jackson og leikarans Marlon Brando frá New York til Los Angeles eftir hryðjuverkaárásina á tvíburaturnana 11. september árið 2001.Joseph Fiennes var fenginn til að leika Michael Jackson í þessum þáttum en í tilkynningunni kemur fram að framleiðendur þáttanna hefðu haft það að leiðarljósi við gerð þáttanna að segja hálfsannar sögur með góðlátlegum og gamansömum hætti. Í tilkynningunni kemur jafnframt fram að Sky hafi fengið fullan stuðning frá Joseph Fiennes um að taka þáttinn af dagskrá. 20 þúsund manns höfðu lagt nafn sitt við áskorun þess efnis að þátturinn yrði tekinn af dagskrá og var eitt helsta umkvörtunarefnið að hvítur leikari hefði verið ráðinn til að leika Jackson, að því er fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Michael Jackson lést langt fyrir aldur fram árið 2009, þá aðeins 50 ára gamall.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Dóttur Michael Jackson varð óglatt þegar hún sá Joseph Fiennes leika föður sinn "Þetta er skammarleg túlkun.“ 12. janúar 2017 10:49 Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Dóttur Michael Jackson varð óglatt þegar hún sá Joseph Fiennes leika föður sinn "Þetta er skammarleg túlkun.“ 12. janúar 2017 10:49