Aldraðir þurfi ekki að kvíða morgundeginum! Björgvin Guðmundsson skrifar 12. janúar 2017 07:00 Á þeim undanförnum 10 árum, sem ég hef unnið að málefnum eldri borgara, hef ég kynnst kjörum mikils fjölda aldraðra. Þeir hafa greint mér frá kjörum sínum og hvernig þeim hafi gengið að láta enda ná saman af þeim litla lífeyri, sem ríkið hefur skammtað þeim. Þetta hafa í flestum tilvikum verið eldri borgarar, sem einungis hafa haft lífeyri frá almannatryggingum en engan lífeyrissjóð eða aðrar tekjur. Í nokkrum tilvikum hefur einnig verið um að ræða aldraða, sem haft hafa lítinn lífeyrissjóð, 50-100 þúsund kr. á mánuði. Það athyglisverða er, að kjör þeirra, sem haft hafa lítinn lífeyrissjóð, hafa verið sáralítið betri en þeirra, sem einungis hafa haft lífeyri frá Tryggingastofnun. Það hefur verið svo vegna skerðingar tryggingalífeyris. Tryggingastofnun hefur hrifsað svo mikið af tryggingalífeyri þeirra, sem haft hafa þennan lífeyri úr lífeyrissjóði, að lítið hefur verið eftir.„Strípaður lífeyrir“ dugar ekki fyrir öllum útgjöldum Viðræður mínar við eldri borgara hafa leitt í ljós, að þeir sem átt hafa húsnæði, skuldlítið, hafa komist miklu betur af en hinir, sem hafa þurft að leigja eða borga mikið af húsnæði sínu. Því miður er það svo, að þeir eldri borgarar, sem eru á „strípuðum lífeyri“ eiga yfirleitt ekki húsnæði. Þessi hópur eldri borgara og raunar einnig öryrkja á mjög erfitt fjárhagslega. Lífeyrir almannatrygginga dugar yfirleitt ekki fyrir öllum útgjöldum þeirra og einhver nauðsynleg útgjöld verða ávallt útundan. Verst er þó, þegar lífeyririnn er búinn fyrir lok mánaðar og ekkert er til fyrir mat síðustu daga mánaðar. Þau eru ófá símtölin, sem starfsmenn Félags eldri borgara hafa fengið frá eldri borgurum, sem hafa verið í vandræðum síðustu daga mánaðarins. Ef ekkert er til fyrir mat, verður að leita til ættingja eða hjálparstofnana.Alþingi gerði ekkert fyrir aldraða fyrir jól! Er ekki kominn tími til að breyta þessu og ákvarða lífeyri aldraðra og öryrkja það háan, að hann dugi fyrir sómasamlegri framfærslu; aldraðir þurfi ekki alltaf að kvíða morgundeginum. Ég vísaði til nýs Alþingis fyrir jólaleyfi, að þingið mundi hækka lífeyri myndarlega; annað hvort leysa mál aldraðra og öryrkja til frambúðar eða samþykkja að veita þeim góða hækkun fyrir jólin. Alþingi gerði hvorugt. Alþingismenn hældu hins vegar hver öðrum fyrir að hafa náð samkomulagi um fjárlagafrumvarpið. Hvaða gagn er í því, ef stórum vandamálum er skotið á frest? Það er lítið gagn í því. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Á þeim undanförnum 10 árum, sem ég hef unnið að málefnum eldri borgara, hef ég kynnst kjörum mikils fjölda aldraðra. Þeir hafa greint mér frá kjörum sínum og hvernig þeim hafi gengið að láta enda ná saman af þeim litla lífeyri, sem ríkið hefur skammtað þeim. Þetta hafa í flestum tilvikum verið eldri borgarar, sem einungis hafa haft lífeyri frá almannatryggingum en engan lífeyrissjóð eða aðrar tekjur. Í nokkrum tilvikum hefur einnig verið um að ræða aldraða, sem haft hafa lítinn lífeyrissjóð, 50-100 þúsund kr. á mánuði. Það athyglisverða er, að kjör þeirra, sem haft hafa lítinn lífeyrissjóð, hafa verið sáralítið betri en þeirra, sem einungis hafa haft lífeyri frá Tryggingastofnun. Það hefur verið svo vegna skerðingar tryggingalífeyris. Tryggingastofnun hefur hrifsað svo mikið af tryggingalífeyri þeirra, sem haft hafa þennan lífeyri úr lífeyrissjóði, að lítið hefur verið eftir.„Strípaður lífeyrir“ dugar ekki fyrir öllum útgjöldum Viðræður mínar við eldri borgara hafa leitt í ljós, að þeir sem átt hafa húsnæði, skuldlítið, hafa komist miklu betur af en hinir, sem hafa þurft að leigja eða borga mikið af húsnæði sínu. Því miður er það svo, að þeir eldri borgarar, sem eru á „strípuðum lífeyri“ eiga yfirleitt ekki húsnæði. Þessi hópur eldri borgara og raunar einnig öryrkja á mjög erfitt fjárhagslega. Lífeyrir almannatrygginga dugar yfirleitt ekki fyrir öllum útgjöldum þeirra og einhver nauðsynleg útgjöld verða ávallt útundan. Verst er þó, þegar lífeyririnn er búinn fyrir lok mánaðar og ekkert er til fyrir mat síðustu daga mánaðar. Þau eru ófá símtölin, sem starfsmenn Félags eldri borgara hafa fengið frá eldri borgurum, sem hafa verið í vandræðum síðustu daga mánaðarins. Ef ekkert er til fyrir mat, verður að leita til ættingja eða hjálparstofnana.Alþingi gerði ekkert fyrir aldraða fyrir jól! Er ekki kominn tími til að breyta þessu og ákvarða lífeyri aldraðra og öryrkja það háan, að hann dugi fyrir sómasamlegri framfærslu; aldraðir þurfi ekki alltaf að kvíða morgundeginum. Ég vísaði til nýs Alþingis fyrir jólaleyfi, að þingið mundi hækka lífeyri myndarlega; annað hvort leysa mál aldraðra og öryrkja til frambúðar eða samþykkja að veita þeim góða hækkun fyrir jólin. Alþingi gerði hvorugt. Alþingismenn hældu hins vegar hver öðrum fyrir að hafa náð samkomulagi um fjárlagafrumvarpið. Hvaða gagn er í því, ef stórum vandamálum er skotið á frest? Það er lítið gagn í því. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar