Kristján Þór: „Íslensk menning er ómetanlegur fjársjóður“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 11. janúar 2017 11:05 Vísir Kristján Þór Júlíusson tekur í dag við embætti mennta- og menningarmálaráðherra. Kristján Þór hefur frá árinu 2013 gegnt embætti heilbrigðisráðherra. Hann segist taka glaður við nýjum áskorunum á nýjum vettvangi. Aðspurður segist Kristján Þór ekki ósáttur við að færa sig til um ráðuneyti. „Ég er aldrei svekktur ef ég lít nýjan og góðan dag. Ég hef ekki tamið mér það, ég er bjartsýnn að eðlisfari. Ég skil sáttur við verkefni mitt í heilbrigðisráðuneytinu og tekst glaður við nýjar áskoranir á nýjum vettvangi,“ segir Kristján Þór í samtali við Vísi.Hvernig list þér á arftaka þinn í heilbrigðisráðuneytinu? „Mjög vel. Óttarr er vandaður maður og ég bind bara miklar vonir við hann og óska honum velfarnaðar. Það er got fólk að vinna með, bæði inni í ráðuneyti og úti í heilbrigðisþjónustunni og ég er sannfærður um það að honum muni farnast vel í sínu vandasama starfi.“Hvernig líst þér á stöðuna sem þú ert að taka við? Nú er til dæmis kurr innan kennarastéttarinnar. „Það er allt of snemmt, ég hef enga skoðun á því í dag. Ég ætla að taka við þessu embætti síðar í dag og fer þá bara yfir stöðuna og skoða mig um og heyri í fólki.“Íslensk menning ómetanlegur fjársjóður Kristján Þór hefur mikla reynslu í stjórnmálum og var hann bæjarstjóri Dalvíkur á árunum 1986-1994 og bæjarstjóri Akureyrar 1998-2006. Þá hefur hann setið á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn síðan árið 2007. Kristján segist það hafa gagnast sér vel í starfi sínu sem ráðherra að hafa svo fjölbreytta reynslu. „Það hefur gagnast mér mjög vel. Ég hef notið þeirrar gæfu að hafa traust til að gegna ýmsum ábyrgðarstöðum. Sama hvort heldur að hafa verið trúað fyrir skipi og áhöfn, að koma því hvorutveggja heilu til lands eða stýra bæjarfélagi og bera ábyrgð á því eða vera kjörinn til setu á löggjafarþinginu með þeim verkum sem þar eru innanborðs. Öll þessi reynsla sem ég hef sankað að mér mun nýtast mér alveg tvímælalaust.“Er eitthvað sérstakt við þennan málaflokk sem þér finnst spennandi? „Það eru gríðarlega skemmtileg verkefni á þeim vettvangi og ég ætla ekki að gera upp á milli þeirra. Íslensk menning er ómetanlegur fjársjóður sem að okkur er trúað fyrir, okkur íslendingum, og ber að varðveita og standa mjög styrkan vörð um. Það er bara þannig.“ Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sjö nýir ráðherrar Sjö þingmenn taka í fyrsta sinn við embætti ráðherra í nýrri ríkisstjórn Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks. Alls verða ráðherrarnir ellefu. Sex úr röðum Sjálfstæðisflokks, þrír úr Viðreisn og tveir frá Bjartri framtíð. 11. janúar 2017 07:00 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson tekur í dag við embætti mennta- og menningarmálaráðherra. Kristján Þór hefur frá árinu 2013 gegnt embætti heilbrigðisráðherra. Hann segist taka glaður við nýjum áskorunum á nýjum vettvangi. Aðspurður segist Kristján Þór ekki ósáttur við að færa sig til um ráðuneyti. „Ég er aldrei svekktur ef ég lít nýjan og góðan dag. Ég hef ekki tamið mér það, ég er bjartsýnn að eðlisfari. Ég skil sáttur við verkefni mitt í heilbrigðisráðuneytinu og tekst glaður við nýjar áskoranir á nýjum vettvangi,“ segir Kristján Þór í samtali við Vísi.Hvernig list þér á arftaka þinn í heilbrigðisráðuneytinu? „Mjög vel. Óttarr er vandaður maður og ég bind bara miklar vonir við hann og óska honum velfarnaðar. Það er got fólk að vinna með, bæði inni í ráðuneyti og úti í heilbrigðisþjónustunni og ég er sannfærður um það að honum muni farnast vel í sínu vandasama starfi.“Hvernig líst þér á stöðuna sem þú ert að taka við? Nú er til dæmis kurr innan kennarastéttarinnar. „Það er allt of snemmt, ég hef enga skoðun á því í dag. Ég ætla að taka við þessu embætti síðar í dag og fer þá bara yfir stöðuna og skoða mig um og heyri í fólki.“Íslensk menning ómetanlegur fjársjóður Kristján Þór hefur mikla reynslu í stjórnmálum og var hann bæjarstjóri Dalvíkur á árunum 1986-1994 og bæjarstjóri Akureyrar 1998-2006. Þá hefur hann setið á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn síðan árið 2007. Kristján segist það hafa gagnast sér vel í starfi sínu sem ráðherra að hafa svo fjölbreytta reynslu. „Það hefur gagnast mér mjög vel. Ég hef notið þeirrar gæfu að hafa traust til að gegna ýmsum ábyrgðarstöðum. Sama hvort heldur að hafa verið trúað fyrir skipi og áhöfn, að koma því hvorutveggja heilu til lands eða stýra bæjarfélagi og bera ábyrgð á því eða vera kjörinn til setu á löggjafarþinginu með þeim verkum sem þar eru innanborðs. Öll þessi reynsla sem ég hef sankað að mér mun nýtast mér alveg tvímælalaust.“Er eitthvað sérstakt við þennan málaflokk sem þér finnst spennandi? „Það eru gríðarlega skemmtileg verkefni á þeim vettvangi og ég ætla ekki að gera upp á milli þeirra. Íslensk menning er ómetanlegur fjársjóður sem að okkur er trúað fyrir, okkur íslendingum, og ber að varðveita og standa mjög styrkan vörð um. Það er bara þannig.“
Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sjö nýir ráðherrar Sjö þingmenn taka í fyrsta sinn við embætti ráðherra í nýrri ríkisstjórn Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks. Alls verða ráðherrarnir ellefu. Sex úr röðum Sjálfstæðisflokks, þrír úr Viðreisn og tveir frá Bjartri framtíð. 11. janúar 2017 07:00 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Sjá meira
Sjö nýir ráðherrar Sjö þingmenn taka í fyrsta sinn við embætti ráðherra í nýrri ríkisstjórn Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks. Alls verða ráðherrarnir ellefu. Sex úr röðum Sjálfstæðisflokks, þrír úr Viðreisn og tveir frá Bjartri framtíð. 11. janúar 2017 07:00