Kristján Þór: „Íslensk menning er ómetanlegur fjársjóður“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 11. janúar 2017 11:05 Vísir Kristján Þór Júlíusson tekur í dag við embætti mennta- og menningarmálaráðherra. Kristján Þór hefur frá árinu 2013 gegnt embætti heilbrigðisráðherra. Hann segist taka glaður við nýjum áskorunum á nýjum vettvangi. Aðspurður segist Kristján Þór ekki ósáttur við að færa sig til um ráðuneyti. „Ég er aldrei svekktur ef ég lít nýjan og góðan dag. Ég hef ekki tamið mér það, ég er bjartsýnn að eðlisfari. Ég skil sáttur við verkefni mitt í heilbrigðisráðuneytinu og tekst glaður við nýjar áskoranir á nýjum vettvangi,“ segir Kristján Þór í samtali við Vísi.Hvernig list þér á arftaka þinn í heilbrigðisráðuneytinu? „Mjög vel. Óttarr er vandaður maður og ég bind bara miklar vonir við hann og óska honum velfarnaðar. Það er got fólk að vinna með, bæði inni í ráðuneyti og úti í heilbrigðisþjónustunni og ég er sannfærður um það að honum muni farnast vel í sínu vandasama starfi.“Hvernig líst þér á stöðuna sem þú ert að taka við? Nú er til dæmis kurr innan kennarastéttarinnar. „Það er allt of snemmt, ég hef enga skoðun á því í dag. Ég ætla að taka við þessu embætti síðar í dag og fer þá bara yfir stöðuna og skoða mig um og heyri í fólki.“Íslensk menning ómetanlegur fjársjóður Kristján Þór hefur mikla reynslu í stjórnmálum og var hann bæjarstjóri Dalvíkur á árunum 1986-1994 og bæjarstjóri Akureyrar 1998-2006. Þá hefur hann setið á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn síðan árið 2007. Kristján segist það hafa gagnast sér vel í starfi sínu sem ráðherra að hafa svo fjölbreytta reynslu. „Það hefur gagnast mér mjög vel. Ég hef notið þeirrar gæfu að hafa traust til að gegna ýmsum ábyrgðarstöðum. Sama hvort heldur að hafa verið trúað fyrir skipi og áhöfn, að koma því hvorutveggja heilu til lands eða stýra bæjarfélagi og bera ábyrgð á því eða vera kjörinn til setu á löggjafarþinginu með þeim verkum sem þar eru innanborðs. Öll þessi reynsla sem ég hef sankað að mér mun nýtast mér alveg tvímælalaust.“Er eitthvað sérstakt við þennan málaflokk sem þér finnst spennandi? „Það eru gríðarlega skemmtileg verkefni á þeim vettvangi og ég ætla ekki að gera upp á milli þeirra. Íslensk menning er ómetanlegur fjársjóður sem að okkur er trúað fyrir, okkur íslendingum, og ber að varðveita og standa mjög styrkan vörð um. Það er bara þannig.“ Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sjö nýir ráðherrar Sjö þingmenn taka í fyrsta sinn við embætti ráðherra í nýrri ríkisstjórn Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks. Alls verða ráðherrarnir ellefu. Sex úr röðum Sjálfstæðisflokks, þrír úr Viðreisn og tveir frá Bjartri framtíð. 11. janúar 2017 07:00 Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson tekur í dag við embætti mennta- og menningarmálaráðherra. Kristján Þór hefur frá árinu 2013 gegnt embætti heilbrigðisráðherra. Hann segist taka glaður við nýjum áskorunum á nýjum vettvangi. Aðspurður segist Kristján Þór ekki ósáttur við að færa sig til um ráðuneyti. „Ég er aldrei svekktur ef ég lít nýjan og góðan dag. Ég hef ekki tamið mér það, ég er bjartsýnn að eðlisfari. Ég skil sáttur við verkefni mitt í heilbrigðisráðuneytinu og tekst glaður við nýjar áskoranir á nýjum vettvangi,“ segir Kristján Þór í samtali við Vísi.Hvernig list þér á arftaka þinn í heilbrigðisráðuneytinu? „Mjög vel. Óttarr er vandaður maður og ég bind bara miklar vonir við hann og óska honum velfarnaðar. Það er got fólk að vinna með, bæði inni í ráðuneyti og úti í heilbrigðisþjónustunni og ég er sannfærður um það að honum muni farnast vel í sínu vandasama starfi.“Hvernig líst þér á stöðuna sem þú ert að taka við? Nú er til dæmis kurr innan kennarastéttarinnar. „Það er allt of snemmt, ég hef enga skoðun á því í dag. Ég ætla að taka við þessu embætti síðar í dag og fer þá bara yfir stöðuna og skoða mig um og heyri í fólki.“Íslensk menning ómetanlegur fjársjóður Kristján Þór hefur mikla reynslu í stjórnmálum og var hann bæjarstjóri Dalvíkur á árunum 1986-1994 og bæjarstjóri Akureyrar 1998-2006. Þá hefur hann setið á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn síðan árið 2007. Kristján segist það hafa gagnast sér vel í starfi sínu sem ráðherra að hafa svo fjölbreytta reynslu. „Það hefur gagnast mér mjög vel. Ég hef notið þeirrar gæfu að hafa traust til að gegna ýmsum ábyrgðarstöðum. Sama hvort heldur að hafa verið trúað fyrir skipi og áhöfn, að koma því hvorutveggja heilu til lands eða stýra bæjarfélagi og bera ábyrgð á því eða vera kjörinn til setu á löggjafarþinginu með þeim verkum sem þar eru innanborðs. Öll þessi reynsla sem ég hef sankað að mér mun nýtast mér alveg tvímælalaust.“Er eitthvað sérstakt við þennan málaflokk sem þér finnst spennandi? „Það eru gríðarlega skemmtileg verkefni á þeim vettvangi og ég ætla ekki að gera upp á milli þeirra. Íslensk menning er ómetanlegur fjársjóður sem að okkur er trúað fyrir, okkur íslendingum, og ber að varðveita og standa mjög styrkan vörð um. Það er bara þannig.“
Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sjö nýir ráðherrar Sjö þingmenn taka í fyrsta sinn við embætti ráðherra í nýrri ríkisstjórn Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks. Alls verða ráðherrarnir ellefu. Sex úr röðum Sjálfstæðisflokks, þrír úr Viðreisn og tveir frá Bjartri framtíð. 11. janúar 2017 07:00 Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Sjá meira
Sjö nýir ráðherrar Sjö þingmenn taka í fyrsta sinn við embætti ráðherra í nýrri ríkisstjórn Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks. Alls verða ráðherrarnir ellefu. Sex úr röðum Sjálfstæðisflokks, þrír úr Viðreisn og tveir frá Bjartri framtíð. 11. janúar 2017 07:00