Leiðsögumenn hlýddu ekki fyrirmælum lögreglu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 10. janúar 2017 20:00 Lögreglumanni hjá lögreglunni á Suðurlandi blöskraði hvernig ferðamenn og leiðsögumenn létu í Reynisfjöru eftir banaslys í gær. Farið var inn fyrir lögregluborða og fyrirmælum ekki fyglt. Þá þekkist það að leiðsögumenn biðji lögreglu um aðstoð því þeir ráði ekki við hópana sína. Ítrekað berast fréttir af því að ferðamenn hafi verið hætt komnir í Reynisfjöru og nærliggjandi fjörum. Í gær fórst þýsk kona þegar hún fór í sjóinn við Kirkjufjöru. Björn Emil Jónsson, lögreglumaður á Suðurlandi, vann á slysstað í gær. Honum blöskraði hvernig fólk á svæðinu lét eftir slysið. „Það sást til leiðsögumanna, eða leiðsögumanns, allavega eins, jafnvel tveggja, fara yfir lokanir eftir að slysið hafði átt sér stað og við vorum búnir að loka með lögregluborða. Það eru einstaklingar að fara líka,“ segir Björn Emil og bætir við að það valdi mjög miklum vonbrigðum, sérstaklega þegar leiðsögumenn fari ekki eftir fyrirmælum lögreglu. Það sé fleira sem leiðsögumenn þurfi að bæta þegar þeir fari með hóp í Reynisfjöru. „Satt best að segja þá höfum við fengið þó nokkrum sinnum tilkynningar frá leiðsögumönnum þar sem þeir óska eftir aðstoð frá okkur því þeir ráða ekki við hópana sína. Þeir eru með svo stóra hópa eða allavega sinna hóparnir ekki fyrirmælum og vaða niður í fjöruna þrátt fyrir að það sé búið að banna þeim það. Ég get bara ekki séð að þetta sé verkefni lögreglunnar. Þarna þurfa menn að taka sig á,“ segir Björn Emil. Snorri Ingason, varaformaður Félags leiðsögumanna, segist ekki kannast við það að leiðsögumenn séu með of stóra hópa á svæðinu. Stærstu hóparnir séu fjörutíu manns. Hins vegar óski leiðsögumenn eftir aðstoð til að koma í veg fyrir slys ef þeir sjá að ferðamenn á eigin vegum séu í hættu. „Fólk hefur ekki verið upplýst um hætturnar þarna og við erum oft mjög áhyggjufull um fólk í fjörunni. Maður er oft á nálum þegar maður er að keyra niður afleggjarann og maður lýsir því fyrir farþegunum hverjar hætturnar séu. Það er vinna okkar leiðsögumanna að upplýsa ferðamanninn um hætturnar. Það þarf landvörslu, það er alveg ljóst. Þegar slysið átti sér stað í fyrra þá var gæsla í fjörunni í tvær þrjár vikur eftir það og manni var bara soldið létt,“ segir Snorri. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Innlent Fleiri fréttir Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Sjá meira
Lögreglumanni hjá lögreglunni á Suðurlandi blöskraði hvernig ferðamenn og leiðsögumenn létu í Reynisfjöru eftir banaslys í gær. Farið var inn fyrir lögregluborða og fyrirmælum ekki fyglt. Þá þekkist það að leiðsögumenn biðji lögreglu um aðstoð því þeir ráði ekki við hópana sína. Ítrekað berast fréttir af því að ferðamenn hafi verið hætt komnir í Reynisfjöru og nærliggjandi fjörum. Í gær fórst þýsk kona þegar hún fór í sjóinn við Kirkjufjöru. Björn Emil Jónsson, lögreglumaður á Suðurlandi, vann á slysstað í gær. Honum blöskraði hvernig fólk á svæðinu lét eftir slysið. „Það sást til leiðsögumanna, eða leiðsögumanns, allavega eins, jafnvel tveggja, fara yfir lokanir eftir að slysið hafði átt sér stað og við vorum búnir að loka með lögregluborða. Það eru einstaklingar að fara líka,“ segir Björn Emil og bætir við að það valdi mjög miklum vonbrigðum, sérstaklega þegar leiðsögumenn fari ekki eftir fyrirmælum lögreglu. Það sé fleira sem leiðsögumenn þurfi að bæta þegar þeir fari með hóp í Reynisfjöru. „Satt best að segja þá höfum við fengið þó nokkrum sinnum tilkynningar frá leiðsögumönnum þar sem þeir óska eftir aðstoð frá okkur því þeir ráða ekki við hópana sína. Þeir eru með svo stóra hópa eða allavega sinna hóparnir ekki fyrirmælum og vaða niður í fjöruna þrátt fyrir að það sé búið að banna þeim það. Ég get bara ekki séð að þetta sé verkefni lögreglunnar. Þarna þurfa menn að taka sig á,“ segir Björn Emil. Snorri Ingason, varaformaður Félags leiðsögumanna, segist ekki kannast við það að leiðsögumenn séu með of stóra hópa á svæðinu. Stærstu hóparnir séu fjörutíu manns. Hins vegar óski leiðsögumenn eftir aðstoð til að koma í veg fyrir slys ef þeir sjá að ferðamenn á eigin vegum séu í hættu. „Fólk hefur ekki verið upplýst um hætturnar þarna og við erum oft mjög áhyggjufull um fólk í fjörunni. Maður er oft á nálum þegar maður er að keyra niður afleggjarann og maður lýsir því fyrir farþegunum hverjar hætturnar séu. Það er vinna okkar leiðsögumanna að upplýsa ferðamanninn um hætturnar. Það þarf landvörslu, það er alveg ljóst. Þegar slysið átti sér stað í fyrra þá var gæsla í fjörunni í tvær þrjár vikur eftir það og manni var bara soldið létt,“ segir Snorri.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Innlent Fleiri fréttir Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Sjá meira